Dæmi um fyrirtæki sem nota þrefalt meira vatn en höfuðborgarsvæðið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 07:00 Halla Hrund Logadóttir er orkumálastjóri. Vísir/Einar Stóraukin ásókn er í vatnsauðlindina hér á landi og dæmi um að fyrirtæki þurfi þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Orkumálastjóri segir mikilvægt að fá heildaryfirsýn yfir stöðu vatns hér á landi. Orkustofnun stýrir nýtingu vatnsauðlinda hér á landi en í dag eru þúsundir vatnstökustaða á öllu landinu. Vatnstökustaðir á landinu.Heimild Orkustofnun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að þrátt fyrir þetta sé eftirspurn eftir vatni sífellt að aukast. „Það er meiri ásókn í vatnsauðlindina og þá erum við sérstaklega að horfa á iðnað þar sem aukningin er hvað mest. Við erum að horfa á greinar eins og fiskeldi sem þurfa mikið af vatni eins og matvælaframleiðsla yfirleitt. Það eru einstaka verkefni í ákveðnum sveitarfélögum sem þurfa vatn á við þrefalda notkun höfuðborgarsvæðisins,“ segir Halla. Framkvæmdastýra Veitna sagði í fréttum í fyrradag ljóst að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Ljóst væri að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Gríðarlegir hagsmunir eru því í húfi til að mynda hefur vatnsból á jörð í Ölfusi sem var seld fyrir tæpum tuttugu árum næstum tvöhundruðfaldast í verði. Umráðarétturinn var seldur að hluta til erlendra fjárfesta fyrir nokkru. Halla segir skorta heildaryfirsýn yfir stöðuna á heitu og köldu vatni hér á landi. „Ég held að allir sjái hversu mikilvægt það er að við séum ekki bara að horfa á vatnsnýtingu heldur náum þessari heildarsýn sem við þurfum að hafa til að meta hagsmuni almenningis og atvinnulífs til lengri tíma. Við þurfum mögulega að skerpa á lögum og öðru í kjölfarið. Þetta er verkefni sem stofnanir eins og Veðurstofan og Ísor sem hafa ríka sérfræðiþekkingu vilja stíga inn í,“ segir Halla að lokum. Vatn Orkumál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Orkustofnun stýrir nýtingu vatnsauðlinda hér á landi en í dag eru þúsundir vatnstökustaða á öllu landinu. Vatnstökustaðir á landinu.Heimild Orkustofnun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að þrátt fyrir þetta sé eftirspurn eftir vatni sífellt að aukast. „Það er meiri ásókn í vatnsauðlindina og þá erum við sérstaklega að horfa á iðnað þar sem aukningin er hvað mest. Við erum að horfa á greinar eins og fiskeldi sem þurfa mikið af vatni eins og matvælaframleiðsla yfirleitt. Það eru einstaka verkefni í ákveðnum sveitarfélögum sem þurfa vatn á við þrefalda notkun höfuðborgarsvæðisins,“ segir Halla. Framkvæmdastýra Veitna sagði í fréttum í fyrradag ljóst að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Ljóst væri að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Gríðarlegir hagsmunir eru því í húfi til að mynda hefur vatnsból á jörð í Ölfusi sem var seld fyrir tæpum tuttugu árum næstum tvöhundruðfaldast í verði. Umráðarétturinn var seldur að hluta til erlendra fjárfesta fyrir nokkru. Halla segir skorta heildaryfirsýn yfir stöðuna á heitu og köldu vatni hér á landi. „Ég held að allir sjái hversu mikilvægt það er að við séum ekki bara að horfa á vatnsnýtingu heldur náum þessari heildarsýn sem við þurfum að hafa til að meta hagsmuni almenningis og atvinnulífs til lengri tíma. Við þurfum mögulega að skerpa á lögum og öðru í kjölfarið. Þetta er verkefni sem stofnanir eins og Veðurstofan og Ísor sem hafa ríka sérfræðiþekkingu vilja stíga inn í,“ segir Halla að lokum.
Vatn Orkumál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira