Samkvæmt skráningu Hugverkastofu er vörkumerkið í eigu KG ehf. og hafði því verið notað í heimildarleysi frá því að eigendaskipti urðu á skemmtistaðnum. Þá var nafni staðarins breytt úr Bankastræti Club í B5.
Eigendaskipti urðu í júní síðastliðinn þegar Sverrir Einar Eiríksson, oft kenndur við Nýju vínbúðina, stóð að baki kaupum á skemmtistaðnum sem var áður í eigu Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavaldi og World-class erfingja.
„Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ sagði í tilkynningu Sverris og unnustu hans Vestu Mikute eftir að greint hafði verið frá eigendaskiptunum.
Sjá einnig: Markmiðið að endurvekja gamla B5
Samkvæmt heimildum fréttastofu var lögbannið lagt á fyrr í vikunni og því ljóst að eigendur þurfa að breyta nafni staðarins áður en rekstri er haldið áfram.