„Pældu í því hvað þú gætir keypt mikið kókaín, dópistinn þinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 23:31 Logan Paul og Conor McGregor leiðis ekki að komast á forsíður fjölmiðlanna. Vísir/Getty Logan Paul hefur brugðist við orðum Conor McGregor um bardaga Paul gegn Dillon Danis í október. Paul segist vera tilbúinn að veðja milljón dollurum á eigin sigur í bardaganum. Youtube-stjarnan Logan Paul hefur keppt í fjölbragðaglímu síðustu misserin en er á leið í hnefaleikahringinn innan skamms þar sem hann mun keppa í hnefaleikum í fyrsta sinn í um tvö ár. Mótherji hans í hringnum verður Dillon Danis en hann er líklega þekktari fyrir að vera æfingafélagi Conor McGregor heldur en fyrir afrek sín í íþróttinni. Á dögunum tjáði McGregor sig um bardagann sem fer fram þann 14. október. „Ég hef þekkt Dillon í mörg ár og æft með honum lengi. Ég hef leitt hann áfram. Ég mun þjálfa hann og ég ábyrgist að hann mun vinna, vonandi mætir Paul,“ sagði fyrrum UFC-meistarinn við Matchroom Boxing. Vitaskuld ætlar Logan Paul ekki að sitja undir þessum ummælum McGregor án þess að leggja orð í belg. Hann birti innlegg á X þar sem hann skorar á McGregor í veðmáli og segist vera tilbúinn að leggja eina milljón dollara undir á eigin sigur. You guarantee a win? I ll bet you $1,000,000 I beat Dildo Danis on October 14 @TheNotoriousMMA pic.twitter.com/cktDrH6jWa— Logan Paul (@LoganPaul) August 14, 2023 „Sýndu nú hvað þú ert sjálfsöruggur. Pældu í því hvað þú gætir keypt mikið kókaín, dópistinn þinn. Þann 14. október, þá rústa ég ykkur báðum,“ sagði Paul í myndbandi á X en oft á tíðum hefur meint eiturlyfjaneysla McGregor verið til umræðu. Bardagi Paul og Danis fer fram í Manchester áður en KSI mætir Tommy Fury í aðalbardaga kvöldsins. Box Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Youtube-stjarnan Logan Paul hefur keppt í fjölbragðaglímu síðustu misserin en er á leið í hnefaleikahringinn innan skamms þar sem hann mun keppa í hnefaleikum í fyrsta sinn í um tvö ár. Mótherji hans í hringnum verður Dillon Danis en hann er líklega þekktari fyrir að vera æfingafélagi Conor McGregor heldur en fyrir afrek sín í íþróttinni. Á dögunum tjáði McGregor sig um bardagann sem fer fram þann 14. október. „Ég hef þekkt Dillon í mörg ár og æft með honum lengi. Ég hef leitt hann áfram. Ég mun þjálfa hann og ég ábyrgist að hann mun vinna, vonandi mætir Paul,“ sagði fyrrum UFC-meistarinn við Matchroom Boxing. Vitaskuld ætlar Logan Paul ekki að sitja undir þessum ummælum McGregor án þess að leggja orð í belg. Hann birti innlegg á X þar sem hann skorar á McGregor í veðmáli og segist vera tilbúinn að leggja eina milljón dollara undir á eigin sigur. You guarantee a win? I ll bet you $1,000,000 I beat Dildo Danis on October 14 @TheNotoriousMMA pic.twitter.com/cktDrH6jWa— Logan Paul (@LoganPaul) August 14, 2023 „Sýndu nú hvað þú ert sjálfsöruggur. Pældu í því hvað þú gætir keypt mikið kókaín, dópistinn þinn. Þann 14. október, þá rústa ég ykkur báðum,“ sagði Paul í myndbandi á X en oft á tíðum hefur meint eiturlyfjaneysla McGregor verið til umræðu. Bardagi Paul og Danis fer fram í Manchester áður en KSI mætir Tommy Fury í aðalbardaga kvöldsins.
Box Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira