Falsfréttir um áhrif hvalveiða Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 17:00 „Mogginn er genginn í björg“ skrifaði spök kona í vikunni á þræði á fésbók sem fjallaði um grein í Mbl um hve loftslagsvænar hvalveiðar væru. Einnig var því haldið fram að bann hvalveiða ynni gegn loftslagsmarkmiðum ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi hef ég verið að velta því fyrir mér hugtakinu „fake news“ sem Trump hrópaði sí og æ í sinni forsetatíð - and-staðreyndir gegn staðreyndum; sá málflutningur er að verða honum að falli nú. Að varpa fölskum staðreyndum fram aftur og aftur þannig að borgarar sem heyra og lesa verða ráðvilltir er taktík Kristjáns Loftssonar og hans fylgifiska sem tengjast Hval hf. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala er grunnstoð í vistkerfum sjávar og hafa hvalir því verið kallaðir næringarpumpa hafanna, undirstaða flíffjölbreytileika sjávar. Hvalir sækja sína fæðu sem er að mestu svifkrabbadýr niður á mikið dýpi og koma síðan upp á yfirborðið til að anda og losa sig við líkamsúrgang. Hægðir og þvag hvala innihelda næringarefni líkt og nitur og járn sem eru takmarkandi fyrir vöxt svifs, botn fæðuvefs hafanna. Svif eru ljóstillífandi lífverur, frum framleiðendur, sem binda koltvísýring úr andrúmsloftinu. Því fleirri hvalir, því meira svif og því ríkari líffjölbreytileiki í hafinu og þar með fleirri fiskar, já og því minna kolefni í andrúmsloftinu. Þegar hvalir deyja eru hræin grunnnæring fyrir botndýr og því einnig mikilvæg fyrir líffjölbreytileika hafsbotnsins. Það eru falsfréttir að hvalveiðar séu mikilvægar til að vinna gegn loftslagsvánni. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala veldur því að svif vex við ljóstillífun og bindur koltvísýring. Hvalahræ binda einnig kolefni á hafsbotni. Hvalveiðar valda því hnignun vistkerfa sjávar og eyðilegging vistkerfa hefur verið skilgreind sem vistmorð. Vistmorð mun innan tíðar verða glæpur sem dæmdur verður hjá Alþjóða sakamáladómsstólnum og þá verður líklegt að litlir ljótir karlar sem drepa hvali lendi í fangelsi líkt og ljótir karlar sem fremja þjóðarmorð. Höfundur er prófessor í sjálfbærnivísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Fjölmiðlar Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
„Mogginn er genginn í björg“ skrifaði spök kona í vikunni á þræði á fésbók sem fjallaði um grein í Mbl um hve loftslagsvænar hvalveiðar væru. Einnig var því haldið fram að bann hvalveiða ynni gegn loftslagsmarkmiðum ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi hef ég verið að velta því fyrir mér hugtakinu „fake news“ sem Trump hrópaði sí og æ í sinni forsetatíð - and-staðreyndir gegn staðreyndum; sá málflutningur er að verða honum að falli nú. Að varpa fölskum staðreyndum fram aftur og aftur þannig að borgarar sem heyra og lesa verða ráðvilltir er taktík Kristjáns Loftssonar og hans fylgifiska sem tengjast Hval hf. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala er grunnstoð í vistkerfum sjávar og hafa hvalir því verið kallaðir næringarpumpa hafanna, undirstaða flíffjölbreytileika sjávar. Hvalir sækja sína fæðu sem er að mestu svifkrabbadýr niður á mikið dýpi og koma síðan upp á yfirborðið til að anda og losa sig við líkamsúrgang. Hægðir og þvag hvala innihelda næringarefni líkt og nitur og járn sem eru takmarkandi fyrir vöxt svifs, botn fæðuvefs hafanna. Svif eru ljóstillífandi lífverur, frum framleiðendur, sem binda koltvísýring úr andrúmsloftinu. Því fleirri hvalir, því meira svif og því ríkari líffjölbreytileiki í hafinu og þar með fleirri fiskar, já og því minna kolefni í andrúmsloftinu. Þegar hvalir deyja eru hræin grunnnæring fyrir botndýr og því einnig mikilvæg fyrir líffjölbreytileika hafsbotnsins. Það eru falsfréttir að hvalveiðar séu mikilvægar til að vinna gegn loftslagsvánni. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala veldur því að svif vex við ljóstillífun og bindur koltvísýring. Hvalahræ binda einnig kolefni á hafsbotni. Hvalveiðar valda því hnignun vistkerfa sjávar og eyðilegging vistkerfa hefur verið skilgreind sem vistmorð. Vistmorð mun innan tíðar verða glæpur sem dæmdur verður hjá Alþjóða sakamáladómsstólnum og þá verður líklegt að litlir ljótir karlar sem drepa hvali lendi í fangelsi líkt og ljótir karlar sem fremja þjóðarmorð. Höfundur er prófessor í sjálfbærnivísindum.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun