Verktakinn gjaldþrota og framkvæmdum á Anfield seinkar Smári Jökull Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 07:01 Framkvæmdir hafa staðið yfir á Anfield síðustu misserin. Vísir/Getty Opnun endurbættrar stúku á Anfield gæti seinkað enn frekar vegna yfirvofandi gjaldþrots verktakans. Aðeins hluti stúkunnar verður í notkun þegar Liverpool leikur sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu á laugardag. Miklar framkvæmdar hafa verið á Anfield heimavelli enska knattspyrnufélagsins Liverpool. Unnið hefur verið að því að stækka stúkuna sem liggur við Anfield Road veginn og að framkvæmdum loknum munu 61.000 áhorfendur geta fylgst með leikjum liðsins. Nú er hins vegar komið babb í bátinn. Byggingaverktakinn Buckingham Group sem hefur umsjón með framkvæmdunum er á leið í gjaldþrotaskipti en óljóst er hvaða áhrif það mun hafa á opnun stúkunnar. Buckingham Group hefur sent inn skjöl um fyrirhuguð gjaldþrotaskipti en fær nú tíu daga til að reyna að leysa úr sínum málum. Bréf hefur verið sent til dómstóla um að stefnt sé að gjaldþrotaskiptum náist ekki að finna lausn á fjárhagsvandræðum fyrirtækisins. Work on the Anfield Road end appears to have come to a stop with workers walking off site. pic.twitter.com/5hXTsdSzJX— SPORTbible (@sportbible) August 17, 2023 Upphaflega var gert ráð fyrir að endurbætt stúka yrði tilbúin fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Bournemouth á laugardag. Fyrir nokkrum vikum varð hins vegar ljóst að stúkan yrði ekki tilbúin þá. Liverpool hefur þó fengið leyfi til að nota hluta stúkunnar á laugardag. „Eftir öryggisprófanir í vikunni fengum við samþykki fyrir því frá bygginganefnd Liverpoolborgar að opna neðri hluta stúkunnar fyrir leikinn. Við hlökkum til að bjóða stuðningsmenn velkomna á fyrsta heimaleikinn gegn Bournemouth.“ „Við munum vinna með Buckingham Group hvað varðar endanlega opnun stúkunnar og munum halda áfram að upplýsa stuðningsmenn um stöðu mála. Þetta á sérstaklega við um þá stuðningsmenn sem eiga miða á leikinn gegn Astona Villa,“ segir í yfirlýsingu Liverpool. Leikurinn gegn Aston Villa er á dagskrá 3. september og má gera ráð fyrir að stúkan verði ekki tilbúin í tíma fyrir þann leik. Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira
Miklar framkvæmdar hafa verið á Anfield heimavelli enska knattspyrnufélagsins Liverpool. Unnið hefur verið að því að stækka stúkuna sem liggur við Anfield Road veginn og að framkvæmdum loknum munu 61.000 áhorfendur geta fylgst með leikjum liðsins. Nú er hins vegar komið babb í bátinn. Byggingaverktakinn Buckingham Group sem hefur umsjón með framkvæmdunum er á leið í gjaldþrotaskipti en óljóst er hvaða áhrif það mun hafa á opnun stúkunnar. Buckingham Group hefur sent inn skjöl um fyrirhuguð gjaldþrotaskipti en fær nú tíu daga til að reyna að leysa úr sínum málum. Bréf hefur verið sent til dómstóla um að stefnt sé að gjaldþrotaskiptum náist ekki að finna lausn á fjárhagsvandræðum fyrirtækisins. Work on the Anfield Road end appears to have come to a stop with workers walking off site. pic.twitter.com/5hXTsdSzJX— SPORTbible (@sportbible) August 17, 2023 Upphaflega var gert ráð fyrir að endurbætt stúka yrði tilbúin fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Bournemouth á laugardag. Fyrir nokkrum vikum varð hins vegar ljóst að stúkan yrði ekki tilbúin þá. Liverpool hefur þó fengið leyfi til að nota hluta stúkunnar á laugardag. „Eftir öryggisprófanir í vikunni fengum við samþykki fyrir því frá bygginganefnd Liverpoolborgar að opna neðri hluta stúkunnar fyrir leikinn. Við hlökkum til að bjóða stuðningsmenn velkomna á fyrsta heimaleikinn gegn Bournemouth.“ „Við munum vinna með Buckingham Group hvað varðar endanlega opnun stúkunnar og munum halda áfram að upplýsa stuðningsmenn um stöðu mála. Þetta á sérstaklega við um þá stuðningsmenn sem eiga miða á leikinn gegn Astona Villa,“ segir í yfirlýsingu Liverpool. Leikurinn gegn Aston Villa er á dagskrá 3. september og má gera ráð fyrir að stúkan verði ekki tilbúin í tíma fyrir þann leik.
Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira