„Karlmenn eru töluvert betri í skák“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2023 11:14 Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands. Stöð 2/Arnar Forseti Skáksambands Íslands segist ekki sammála ákvörðun Alþjóðaskáksambandsins um að banna trans konum að keppa í kvennaflokki á mótum á vegum sambandsins. Hann segir alþjóðasambandið óttast vandamál sem aldrei hefur komið upp. Þá sé keppt í kvennaflokki þar sem karlar séu betri í skák. Alþjóðaskáksambandið, FIDE, sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kom fram að trans konur megi ekki taka þátt í skákmótum fyrir konur. Munu þær reglur gilda í allt að tvö ár á meðan sambandið metur þær breytingar sem eru að mótast í heiminum hvað varðar þátttöku trans kvenna í íþróttum. Þá munu þeir trans menn sem unnu til titla í kvennaflokki áður en þeir gengust undir kynleiðréttingu, missa titla sína. Röng ákvörðun Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir sambandið hér á landi ekki hafa rætt málið hingað til en enginn íslenskur keppandi hefur óskað eftir því að breyta um kyn á skákstigalistanum. „Við höfum ekkert rætt þetta en mín af staða og flestra er að viðurkenna bara ef menn breyta um kyn og sú breyting er samþykkt af opinberum yfirvöldum, þá eigi að samþykkja hana, það er mín nálgun. Þannig mér finnst þetta röng ákvörðun hjá FIDE, það er mín fyrsta tilfinning,“ segir Gunnar. Óttast fordæmalaust vandamál Á stærstu skákmótunum er keppt í tveimur flokkum, opnum flokki og kvennaflokki. Geta bara konur tekið þátt í kvennaflokki en í opna flokkinum mega allir taka þátt, óháð kyni. Í gegnum tíðina hafa margir gagnrýnt það fyrirkomulag þar sem skák er hugaríþrótt. „Karlmenn eru töluvert betri í skák og skákin hefur brugðist við á þann hátt að til að mynda á heimsmeistaramótum og Evrópumótum er keppt í kvennaflokki og í opnum flokki. Það er sem sagt ekki keppt í karlaflokki. Sterkar skákkonur kjósa stundum að tefla í opnum flokki,“ segir Gunnar. Gunnar telur að FIDE óttist að karlmenn sem ekki ná glæstum árangri í opna flokknum muni ganga í gegnum kynleiðréttingu til að vinna til titla í kvennaflokki. En sem komið er ekkert dæmi um að það hafi gerst. „Þetta hefur ekkert verið vandamál, ekki svo ég viti. En menn eru kannski hræddir við vandamál,“ segir Gunnar. Skák Málefni trans fólks Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Alþjóðaskáksambandið, FIDE, sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kom fram að trans konur megi ekki taka þátt í skákmótum fyrir konur. Munu þær reglur gilda í allt að tvö ár á meðan sambandið metur þær breytingar sem eru að mótast í heiminum hvað varðar þátttöku trans kvenna í íþróttum. Þá munu þeir trans menn sem unnu til titla í kvennaflokki áður en þeir gengust undir kynleiðréttingu, missa titla sína. Röng ákvörðun Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir sambandið hér á landi ekki hafa rætt málið hingað til en enginn íslenskur keppandi hefur óskað eftir því að breyta um kyn á skákstigalistanum. „Við höfum ekkert rætt þetta en mín af staða og flestra er að viðurkenna bara ef menn breyta um kyn og sú breyting er samþykkt af opinberum yfirvöldum, þá eigi að samþykkja hana, það er mín nálgun. Þannig mér finnst þetta röng ákvörðun hjá FIDE, það er mín fyrsta tilfinning,“ segir Gunnar. Óttast fordæmalaust vandamál Á stærstu skákmótunum er keppt í tveimur flokkum, opnum flokki og kvennaflokki. Geta bara konur tekið þátt í kvennaflokki en í opna flokkinum mega allir taka þátt, óháð kyni. Í gegnum tíðina hafa margir gagnrýnt það fyrirkomulag þar sem skák er hugaríþrótt. „Karlmenn eru töluvert betri í skák og skákin hefur brugðist við á þann hátt að til að mynda á heimsmeistaramótum og Evrópumótum er keppt í kvennaflokki og í opnum flokki. Það er sem sagt ekki keppt í karlaflokki. Sterkar skákkonur kjósa stundum að tefla í opnum flokki,“ segir Gunnar. Gunnar telur að FIDE óttist að karlmenn sem ekki ná glæstum árangri í opna flokknum muni ganga í gegnum kynleiðréttingu til að vinna til titla í kvennaflokki. En sem komið er ekkert dæmi um að það hafi gerst. „Þetta hefur ekkert verið vandamál, ekki svo ég viti. En menn eru kannski hræddir við vandamál,“ segir Gunnar.
Skák Málefni trans fólks Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira