Hafþór, Gunni og Eiður tekjuhæstu íþróttamennirnir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. ágúst 2023 16:33 Hafþór Júlíus, Gunni Nelson og Eiður eru í efstu þremur sætum listans. vísir Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður var tekjuhæsti íþróttamaður landsins á síðasta ári með rétt rúmar fimm milljónir króna í mánaðarlaun. Á eftir honum fylgja Gunnar Nelson bardagakappi og Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Greint er frá þessu í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Tekið skal fram að á listanum eru þeir þróttamenn sem afla tekna á Íslandi og greiða þar með útsvar hér á landi. Atvinnumenn í knattspyrnu eru sem dæmi ekki á listanum en þeirra árslaun hlaupa á nokkur hundruð milljónum. Hafþór Júlíus er sem fyrr segir á efsta sæti listans. Í öðru sæti er Gunnar Lúðvík Nelson bardagaíþróttamaður og í þriðja sæti er Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Gunnar barðist í UFC í London í mars á þessu ári og átti þá ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu. Eiður Smári, sem spilaði með FC Barcelona og Chelsea hefur undanfarið starfað sem álitsgjafi við umfjöllun ensku deildarinnar á Síminn sport. Hann hætti sem þjálfari FH á síðasta ári eftir að hann var tekinn ölvaður undir stýri. Þá opnaði hann sig um veðmálafíkn í apríl á þessu ári. Allur gangur er á því hversu háar tekjur aðrir íþróttamenn landsins eru með, samkvæmt útsvari. Sem dæmi var Óskar Örn Hauksson, sem spilar nú með Grindavík, með 876 þúsund krónur. Hann er af mörgum álitinn einn besti leikmaður í sögu efstu deilda karla. Kristófer Acox, körfuboltamaður hjá Val var með 687 þúsund og Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona hjá Val með 611 þúsund. Tekjuhæsta íþróttakonan var Annie Mist Þórisdóttir sem keppir í Crossfit með 1,1 milljón á mánuði. Næst á eftir henni er María Elísabet Guðsteinsdóttir kraftlyftingarkona með 891 þúsund krónur á mánuði. Listinn yfir tekjuhæstu íþróttamenn og þjálfara (tekið skal fram að stjórnendur íþróttafélaga- og sambanda eru ekki inni á listanum): Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður - 5 milljónir króna. Gunnar Lúðvík Nelson, bardagaíþróttamaður - 2,3 milljónir króna. Eiður Smári Guðjohnsen, fv. knattspyrnuþjálfari FH - 2,1 milljónir króna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks - 1,5 milljónir króna. Ingimundur Ingimundarson, handboltam. Þór - 1,2 milljónir króna. Jón Þórir Sveinsson, fv. knattspyrnuþjálfari Fram - 1,2 milljónir króna. Ásgeir Örn Hallgrímsson, handboltaþjálfari Hauka - 1,2 milljónir króna. Annie Mist Þórisdóttir, íþróttakona í Crossfit - 1,1 milljón króna. Heimir Guðjónsson, knattspyrnuþjálfari FH - 1,1 milljón króna. Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður - 1,1 milljón króna. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
Greint er frá þessu í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Tekið skal fram að á listanum eru þeir þróttamenn sem afla tekna á Íslandi og greiða þar með útsvar hér á landi. Atvinnumenn í knattspyrnu eru sem dæmi ekki á listanum en þeirra árslaun hlaupa á nokkur hundruð milljónum. Hafþór Júlíus er sem fyrr segir á efsta sæti listans. Í öðru sæti er Gunnar Lúðvík Nelson bardagaíþróttamaður og í þriðja sæti er Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Gunnar barðist í UFC í London í mars á þessu ári og átti þá ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu. Eiður Smári, sem spilaði með FC Barcelona og Chelsea hefur undanfarið starfað sem álitsgjafi við umfjöllun ensku deildarinnar á Síminn sport. Hann hætti sem þjálfari FH á síðasta ári eftir að hann var tekinn ölvaður undir stýri. Þá opnaði hann sig um veðmálafíkn í apríl á þessu ári. Allur gangur er á því hversu háar tekjur aðrir íþróttamenn landsins eru með, samkvæmt útsvari. Sem dæmi var Óskar Örn Hauksson, sem spilar nú með Grindavík, með 876 þúsund krónur. Hann er af mörgum álitinn einn besti leikmaður í sögu efstu deilda karla. Kristófer Acox, körfuboltamaður hjá Val var með 687 þúsund og Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona hjá Val með 611 þúsund. Tekjuhæsta íþróttakonan var Annie Mist Þórisdóttir sem keppir í Crossfit með 1,1 milljón á mánuði. Næst á eftir henni er María Elísabet Guðsteinsdóttir kraftlyftingarkona með 891 þúsund krónur á mánuði. Listinn yfir tekjuhæstu íþróttamenn og þjálfara (tekið skal fram að stjórnendur íþróttafélaga- og sambanda eru ekki inni á listanum): Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður - 5 milljónir króna. Gunnar Lúðvík Nelson, bardagaíþróttamaður - 2,3 milljónir króna. Eiður Smári Guðjohnsen, fv. knattspyrnuþjálfari FH - 2,1 milljónir króna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks - 1,5 milljónir króna. Ingimundur Ingimundarson, handboltam. Þór - 1,2 milljónir króna. Jón Þórir Sveinsson, fv. knattspyrnuþjálfari Fram - 1,2 milljónir króna. Ásgeir Örn Hallgrímsson, handboltaþjálfari Hauka - 1,2 milljónir króna. Annie Mist Þórisdóttir, íþróttakona í Crossfit - 1,1 milljón króna. Heimir Guðjónsson, knattspyrnuþjálfari FH - 1,1 milljón króna. Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður - 1,1 milljón króna. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira