Reyndi að flýja eftir líkamsárás Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. ágúst 2023 08:05 Ungmenni fundust inni á tveimur skemmtistöðum í nótt. Vísir/Vilhelm Lögregla hafði uppi á gerendum líkamsárásar í nótt sem tilkynnt var um í miðborg Reykjavíkur en einn þeirra reyndi að flýja vettvang. Voru þeir handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Einn var vistaður í fangaklefa en tveimur sleppt að lokinni upplýsingatöku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Í miðborginni fann lögregla manneskju sem var til ama og óþurftar í og við fyrirtæki. Var henni gefið tækifæri til þess að láta af hegðun sinni en lét ekki segjast. Eftir handtöku kom í ljós að manneskjan var með fíkniefni á sér og var vistuð í klefa. Við vínhúsaeftirlit kom í ljós að einn skemmtistaður í miðborginni var ekki með leyfi fyrir fjórum dyravörðum. Þar voru einnig ungmenni undir tvítugu inni á staðnum. Var rætt við eigandann og skýrsla rituð um málið. Svaf við brotna rúðu hótels Á öðrum skemmtistað voru ungmenni undir átján ára inni. Fyrir utan þann stað brutust út áflog en var leyst þegar lögregla mætti á staðinn. Þá var tilkynnt um manneskju sem svaf ölvunarsvefni á hóteli við brotna rúðu. Voru upplýsingar fengnar frá manneskjunni og henni sleppt að því loknu. Nokkrir stútar voru teknir sem og ökumenn sem óku of hratt. Einn þeirra var ekki með gild ökuréttindi. Í Kópavogi var tilkynnt um átök þar sem hugsanlega væri einhver með vopn á vettvangi. Árásaraðilar voru farnir af staðnum þegar lögregla kom en fundust þeir skömmu seinna og voru vistaðir í fangaklefa. Málið er í rannsókn. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Í miðborginni fann lögregla manneskju sem var til ama og óþurftar í og við fyrirtæki. Var henni gefið tækifæri til þess að láta af hegðun sinni en lét ekki segjast. Eftir handtöku kom í ljós að manneskjan var með fíkniefni á sér og var vistuð í klefa. Við vínhúsaeftirlit kom í ljós að einn skemmtistaður í miðborginni var ekki með leyfi fyrir fjórum dyravörðum. Þar voru einnig ungmenni undir tvítugu inni á staðnum. Var rætt við eigandann og skýrsla rituð um málið. Svaf við brotna rúðu hótels Á öðrum skemmtistað voru ungmenni undir átján ára inni. Fyrir utan þann stað brutust út áflog en var leyst þegar lögregla mætti á staðinn. Þá var tilkynnt um manneskju sem svaf ölvunarsvefni á hóteli við brotna rúðu. Voru upplýsingar fengnar frá manneskjunni og henni sleppt að því loknu. Nokkrir stútar voru teknir sem og ökumenn sem óku of hratt. Einn þeirra var ekki með gild ökuréttindi. Í Kópavogi var tilkynnt um átök þar sem hugsanlega væri einhver með vopn á vettvangi. Árásaraðilar voru farnir af staðnum þegar lögregla kom en fundust þeir skömmu seinna og voru vistaðir í fangaklefa. Málið er í rannsókn.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira