Fjöldi manna sem vilji níðast á viðkvæmum konum leynist á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2023 19:13 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Dúi Talskona Stígamóta segir þolendur mansals sem sendir eru á götur Íslands vera verulega útsetta fyrir ofbeldi. Hér á Íslandi leynist fjöldi fólks sem vilji níðast á konunum. Í gær sendu yfir tuttugu félagasamtök frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á áhyggjum þeirra á alvarlegri stöðu fólks á flótta hér á landi. Kom meðal annars fram að ný útlendingalög sem dómsmálaráðherra kom í gegn fyrr á árinu standist ekki þær mannréttindaskuldbindingar sem stjórnvöld hafa gengist undir. Stígamót voru ein þeirra samtaka sem skrifuðu undir tilkynninguna. Segir talskona þeirra að fjöldi skjólstæðinga þeirra séu þolendur mansals sem náð hafa að flýja hingað til lands. „Við teljum sem svo að þær konur sem hafa verið að flýja mansal hingað til Íslands að þær eru í stórhættu á að verða aftur þolendur mansals þegar þær flytja út. Síðan er það þannig að það er alveg ótrúlegt magn af mönnum sem eru til í að níðast á þeim hér á landi líka. Það höfum við líka séð. Þær eru í mikilli hættu og fólk sem er í þessari stöðu almennt,“ segir Drífa. Boða til samráðsfundar Hún segir það algjörlega óboðlegt að horfa upp á stofnanir, embætti og stjórnmálamenn reyna að kasta flóttamannavandanum sín á milli. Klippa: Boða ráðherra til fundar Samtökin sem skrifuðu undir tilkynninguna hafa boðað til samráðsfundar á mánudaginn og hefur verið óskað eftir nærveru fimm ráðherra úr ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. „Við ætlum að kynna fyrir þeim þann raunveruleika sem birtist okkur og krefjast viðbragða. Þetta getur ekki verðið svona og allir þeir sem búa yfir þeirri vitneskju um hvað staðan er grafalvarleg geta ekki staðið hjá,“ segir Drífa. Samfélag örvæntingarfulls fólks Hún segir að það þurfi að bregðast við sem fyrst. „Þetta er fólk sem er neðanjarðar, getu rekki farið til heimalands síns út af einhverjum ástæðum. Þannig við erum að búa til samfélag örvæntingarfulls fólks. Þetta er mjög berskjaldaður hópur vegna mansals, afbrota ofbeldis og fleira,“ segir Drífa að lokum. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mansal Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Í gær sendu yfir tuttugu félagasamtök frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á áhyggjum þeirra á alvarlegri stöðu fólks á flótta hér á landi. Kom meðal annars fram að ný útlendingalög sem dómsmálaráðherra kom í gegn fyrr á árinu standist ekki þær mannréttindaskuldbindingar sem stjórnvöld hafa gengist undir. Stígamót voru ein þeirra samtaka sem skrifuðu undir tilkynninguna. Segir talskona þeirra að fjöldi skjólstæðinga þeirra séu þolendur mansals sem náð hafa að flýja hingað til lands. „Við teljum sem svo að þær konur sem hafa verið að flýja mansal hingað til Íslands að þær eru í stórhættu á að verða aftur þolendur mansals þegar þær flytja út. Síðan er það þannig að það er alveg ótrúlegt magn af mönnum sem eru til í að níðast á þeim hér á landi líka. Það höfum við líka séð. Þær eru í mikilli hættu og fólk sem er í þessari stöðu almennt,“ segir Drífa. Boða til samráðsfundar Hún segir það algjörlega óboðlegt að horfa upp á stofnanir, embætti og stjórnmálamenn reyna að kasta flóttamannavandanum sín á milli. Klippa: Boða ráðherra til fundar Samtökin sem skrifuðu undir tilkynninguna hafa boðað til samráðsfundar á mánudaginn og hefur verið óskað eftir nærveru fimm ráðherra úr ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. „Við ætlum að kynna fyrir þeim þann raunveruleika sem birtist okkur og krefjast viðbragða. Þetta getur ekki verðið svona og allir þeir sem búa yfir þeirri vitneskju um hvað staðan er grafalvarleg geta ekki staðið hjá,“ segir Drífa. Samfélag örvæntingarfulls fólks Hún segir að það þurfi að bregðast við sem fyrst. „Þetta er fólk sem er neðanjarðar, getu rekki farið til heimalands síns út af einhverjum ástæðum. Þannig við erum að búa til samfélag örvæntingarfulls fólks. Þetta er mjög berskjaldaður hópur vegna mansals, afbrota ofbeldis og fleira,“ segir Drífa að lokum.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mansal Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira