Unnu hildarleik hljómsveitanna fimmta árið í röð Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2023 21:00 Lúðrasveit verkalýðsins vann keppnina fimmta árið í röð. Menningarnótt, afmælishátíð Reykjavíkurborgar, fer fram í dag og gátu gestir og gangandi sótt hina ýmsu viðburði í miðbænum. Um það bil fjögur hundruð viðburðir hafa verið í gangi víðsvegar um borgina í dag vegna Menningarnætur. Meðal þess sem boðið var upp á voru dansviðburðir, vígsla nýrrar bryggju, Reykjavíkurmaraþon og margt fleira. Klippa: Menningarnótt í fullum gangi Einhverjir íbúar miðbæjarins buðu fólk velkomið í heimsókn til sín, þar á meðal borgarstjóri sem bakaði vöfflur ofan í þá sem kíktu inn á heimili hans og fjölskyldu. Var þar með gömul hefð íbúa í Þingholtunum endurvakin. Söng Nakinn í fötum Þá fór fram svokallaður Hildarleikur hljómsveitanna (e. Battle of the Bands) þar sem þrjár lúðrasveitir kepptust um að vera krýnd besta lúðrasveit borgarinnar. Karen Janine Sturlaugsson, einn hljómsveitarstjóranna, sagði áður en úrslitin voru kunngjörð keppnina hafa gengið rosalega vel. Hennar sveit hafði unnið fjögur ár í röð og fengu leynigest til að taka lagið. Karen Janine Sturlaugsson, hljómsveitarstjóri Lúðrasveitar verkalýðsins.Vísir/Dúi „Við eigum 70 ára afmæli í ár og í vor héldum við stóra tónleika. Jónsi í svörtum fötum var að syngja með okkur þá svo hann kom og söng lag með okkur. Hann söng nakinn en hann var ekki nakinn,“ segir Karen Unnu fimmta árið í röð Barist var fram á síðustu stundu með lúðra og slagverk að vopni en á endanum stóða Lúðrasveit verkalýðsins uppi sem sigurvegari og fékk að fara með Monthlemminn heim, þar til á næsta ári. Lúðrasveit verkalýðsins bar af í keppninni og áttu Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit Reykjavíkur ekki til nein svör við bæði framkomu og tónlistarflutningi þeirra við mikinn fögnuð áhorfenda. Dómnefndina í ár skipuðu Jón Jósep Snæbjörnsson, Einar Þorsteinsson og Breki Karlsson. Menningarnótt Menning Reykjavík Tónlist Mest lesið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Menning Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Um það bil fjögur hundruð viðburðir hafa verið í gangi víðsvegar um borgina í dag vegna Menningarnætur. Meðal þess sem boðið var upp á voru dansviðburðir, vígsla nýrrar bryggju, Reykjavíkurmaraþon og margt fleira. Klippa: Menningarnótt í fullum gangi Einhverjir íbúar miðbæjarins buðu fólk velkomið í heimsókn til sín, þar á meðal borgarstjóri sem bakaði vöfflur ofan í þá sem kíktu inn á heimili hans og fjölskyldu. Var þar með gömul hefð íbúa í Þingholtunum endurvakin. Söng Nakinn í fötum Þá fór fram svokallaður Hildarleikur hljómsveitanna (e. Battle of the Bands) þar sem þrjár lúðrasveitir kepptust um að vera krýnd besta lúðrasveit borgarinnar. Karen Janine Sturlaugsson, einn hljómsveitarstjóranna, sagði áður en úrslitin voru kunngjörð keppnina hafa gengið rosalega vel. Hennar sveit hafði unnið fjögur ár í röð og fengu leynigest til að taka lagið. Karen Janine Sturlaugsson, hljómsveitarstjóri Lúðrasveitar verkalýðsins.Vísir/Dúi „Við eigum 70 ára afmæli í ár og í vor héldum við stóra tónleika. Jónsi í svörtum fötum var að syngja með okkur þá svo hann kom og söng lag með okkur. Hann söng nakinn en hann var ekki nakinn,“ segir Karen Unnu fimmta árið í röð Barist var fram á síðustu stundu með lúðra og slagverk að vopni en á endanum stóða Lúðrasveit verkalýðsins uppi sem sigurvegari og fékk að fara með Monthlemminn heim, þar til á næsta ári. Lúðrasveit verkalýðsins bar af í keppninni og áttu Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit Reykjavíkur ekki til nein svör við bæði framkomu og tónlistarflutningi þeirra við mikinn fögnuð áhorfenda. Dómnefndina í ár skipuðu Jón Jósep Snæbjörnsson, Einar Þorsteinsson og Breki Karlsson.
Menningarnótt Menning Reykjavík Tónlist Mest lesið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Menning Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira