„Þarf voða lítið til að gíra menn upp í þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2023 11:31 Hólmar Örn segir menn ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að gíra sig upp fyrir leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Mikilvægi leiks Vals og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld dylst ekki Hólmari Erni Eyjólfssyni, varnarmanni fyrrnefnda liðsins. Valur þarf á sigri að halda í toppbaráttunni. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegur leikur. Það er gott veður, verður full stúka og ég held þetta verði mjög skemmtilegt,“ segir Hólmar. 20. umferðin fer af stað í dag svo að eftir leik kvöldsins eru aðeins tvær umferðir eftir af deildarkeppninni áður en deildinni er skipt upp og þá taka við leikir milli efstu sex liðanna. Það er því nóg eftir af mótinu. Það kom sér hins vegar illa fyrir Val að tapa stigum gegn botnliði Keflavíkur í síðustu umferð en Víkingur vann sinn leik og jók forskot sitt á toppi deildarinnar í átta stig. „Algjörlega. Þetta hefði munað um ef við hefðum unnið Keflavík en engu að síður er þetta stórleikur og við þurfum að ná góðum úrslitum úr þessum leik til að halda okkur í baráttunni um fyrsta sætið. Það er mjög mikið undir fyrir okkur,“ segir Hólmar. Eini leikurinn sem Víkingur hefur tapað í sumar var gegn Val og þekkja Valsmenn því hvað þarf til að sigra toppliðið. „Þetta er nú bara fótboltaleikur samt sem áður. En við förum í alla leiki til að vinna þá. Við höfum unnið þá áður á tímabilinu og vonumst til að geta sýnt fram á sömu frammistöðu og við gerðum þá,“ segir Hólmar. En hversu gott er þetta Víkingslið? „Þeir hafa sýnt fram á styrkleika í mörgum mismunandi þáttum. Þeir eru sterkir í föstum leikatriðum og opnum leik, eru bæði physical og vel spilandi. Þetta er mjög gott lið, en við erum það líka. Þetta eru tvö bestu liðin á landinu í dag og þetta verður toppleikur í kvöld,“ segir Hólmar sem segir menn spennta fyrir kvöldinu. „Menn eru spenntir og eins og við vitum allir er mikið undir hjá okkur í þessum leik. Það þarf voða lítið til að gíra menn upp í þetta verkefni,“ segir Hólmar. Leikur Vals og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegur leikur. Það er gott veður, verður full stúka og ég held þetta verði mjög skemmtilegt,“ segir Hólmar. 20. umferðin fer af stað í dag svo að eftir leik kvöldsins eru aðeins tvær umferðir eftir af deildarkeppninni áður en deildinni er skipt upp og þá taka við leikir milli efstu sex liðanna. Það er því nóg eftir af mótinu. Það kom sér hins vegar illa fyrir Val að tapa stigum gegn botnliði Keflavíkur í síðustu umferð en Víkingur vann sinn leik og jók forskot sitt á toppi deildarinnar í átta stig. „Algjörlega. Þetta hefði munað um ef við hefðum unnið Keflavík en engu að síður er þetta stórleikur og við þurfum að ná góðum úrslitum úr þessum leik til að halda okkur í baráttunni um fyrsta sætið. Það er mjög mikið undir fyrir okkur,“ segir Hólmar. Eini leikurinn sem Víkingur hefur tapað í sumar var gegn Val og þekkja Valsmenn því hvað þarf til að sigra toppliðið. „Þetta er nú bara fótboltaleikur samt sem áður. En við förum í alla leiki til að vinna þá. Við höfum unnið þá áður á tímabilinu og vonumst til að geta sýnt fram á sömu frammistöðu og við gerðum þá,“ segir Hólmar. En hversu gott er þetta Víkingslið? „Þeir hafa sýnt fram á styrkleika í mörgum mismunandi þáttum. Þeir eru sterkir í föstum leikatriðum og opnum leik, eru bæði physical og vel spilandi. Þetta er mjög gott lið, en við erum það líka. Þetta eru tvö bestu liðin á landinu í dag og þetta verður toppleikur í kvöld,“ segir Hólmar sem segir menn spennta fyrir kvöldinu. „Menn eru spenntir og eins og við vitum allir er mikið undir hjá okkur í þessum leik. Það þarf voða lítið til að gíra menn upp í þetta verkefni,“ segir Hólmar. Leikur Vals og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira