Ekki gerð refsing fyrir stórfellt heimilisofbeldi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. ágúst 2023 11:25 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Vísir/Vilhelm Maður var fundinn sekur en ekki gerð refsing vegna stórfelldra brota í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Samkvæmt dóminum, sem féll á föstudag í Héraðsdómi Reykjaness, er sagt að maðurinn hafi verið ósakhæfur og að fangelsisvist myndi ekki gera honum gott. Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn þann 30. janúar síðastliðinn vegna ítrekaðra brota gegn konunni á tímabilinu 1. janúar árið 2018 til 17. maí árið 2020. Um var að ræða líkamlegt, andlegt og fjárhagslegt ofbeldi sem ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Meðal annars að hann hafi í eitt skipti tekið hana hálstaki og farið með hana úr eldhúsi heimilisins inn í svefnherbergi þar sem hann hafi hrint henni, haldið niðri og hótað að mölbrjóta á henni höfuðkúpuna. Í annað skipti tekið um háls hennar, úlnliði og haldið henni upp við vegg þegar hún var þunguð af barni þeirra og slegið hana utan undir. Einnig að hann hafi hótað henni ítrekað, kallað hana illum nöfnum svo sem „hóru“, skoðað síma og samfélagmiðla hennar án samþykkis eða vitundar, bannað henni að fara út nema í hans fylgdar, skipað henni að hlýða sér, kennt henni um eigin hegðun og ógnað henni með að brjóta innanstokksmuni. Einnig sagt að ófætt barn þeirra væri „sæðisköggull“ sem hann gæti tekið frá henni. Ákæran laut einnig að því að hann hafi ráðist á tengdamóður sína, ýtt henni utan í skáp og kallað hana „hóru“ og „tussu.“ Bótakröfur í málinu voru 5 milljónir króna af hálfu fyrrverandi sambýliskonunnar og 1 milljón af hálfu fyrrverandi tengdamóður. Geðlæknir taldi fangelsi ekki hjálpa Í dóminum kemur fram að kallaður hafi verið til matsmaður, geðlæknir, til að framkvæma geðrannsókn á manninum, til að sjá hvort hann hafi verið sakhæfur á umræddu tímabili og hvort að fangelsisrefsing geti borið árangur. Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn í janúar.Vísir/Vilhelm „Er skemmst frá því að segja að matsmaður telur að ákærði hafi frá ársbyrjun 2018 haft nánast stöðug einkenni um geðveiki sem gerðu hann alls ófæran um að hafa stjórn á því ofbeldi sem hann er ákærður fyrir á ákærutímabilinu,“ segir í dóminum. Taldi matsmaðurinn útilokað að refsing í formi fangelsisvistar geri ákærða minnsta gagn og líklegt að hún yrði honum skaðleg. Maðurinn sé í föstu og reglulegu eftirliti og taki þátt í flókinni lyfjameðferð. Ekki þurfi að gera frekari ráðstafanir til að hindra að samfélagslegur skaði verði af honum. Játaði brot sín Maðurinn játaði brot sín gagnvart báðum konum á dómþingi þann 9. ágúst og krafðist lögmaður hans vægustu refsingar. Tók dómari mið af því og gerði manninum ekki refsingu. Voru bæturnar ákvarðaðar 800 þúsund krónur til fyrrverandi sambýliskonu og 150 þúsund til fyrrverandi tengdamóður. Auk þess var honum gert að greiða lögfræði og málskostnað upp á samanlagt um 2,5 milljónir króna. Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn þann 30. janúar síðastliðinn vegna ítrekaðra brota gegn konunni á tímabilinu 1. janúar árið 2018 til 17. maí árið 2020. Um var að ræða líkamlegt, andlegt og fjárhagslegt ofbeldi sem ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Meðal annars að hann hafi í eitt skipti tekið hana hálstaki og farið með hana úr eldhúsi heimilisins inn í svefnherbergi þar sem hann hafi hrint henni, haldið niðri og hótað að mölbrjóta á henni höfuðkúpuna. Í annað skipti tekið um háls hennar, úlnliði og haldið henni upp við vegg þegar hún var þunguð af barni þeirra og slegið hana utan undir. Einnig að hann hafi hótað henni ítrekað, kallað hana illum nöfnum svo sem „hóru“, skoðað síma og samfélagmiðla hennar án samþykkis eða vitundar, bannað henni að fara út nema í hans fylgdar, skipað henni að hlýða sér, kennt henni um eigin hegðun og ógnað henni með að brjóta innanstokksmuni. Einnig sagt að ófætt barn þeirra væri „sæðisköggull“ sem hann gæti tekið frá henni. Ákæran laut einnig að því að hann hafi ráðist á tengdamóður sína, ýtt henni utan í skáp og kallað hana „hóru“ og „tussu.“ Bótakröfur í málinu voru 5 milljónir króna af hálfu fyrrverandi sambýliskonunnar og 1 milljón af hálfu fyrrverandi tengdamóður. Geðlæknir taldi fangelsi ekki hjálpa Í dóminum kemur fram að kallaður hafi verið til matsmaður, geðlæknir, til að framkvæma geðrannsókn á manninum, til að sjá hvort hann hafi verið sakhæfur á umræddu tímabili og hvort að fangelsisrefsing geti borið árangur. Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn í janúar.Vísir/Vilhelm „Er skemmst frá því að segja að matsmaður telur að ákærði hafi frá ársbyrjun 2018 haft nánast stöðug einkenni um geðveiki sem gerðu hann alls ófæran um að hafa stjórn á því ofbeldi sem hann er ákærður fyrir á ákærutímabilinu,“ segir í dóminum. Taldi matsmaðurinn útilokað að refsing í formi fangelsisvistar geri ákærða minnsta gagn og líklegt að hún yrði honum skaðleg. Maðurinn sé í föstu og reglulegu eftirliti og taki þátt í flókinni lyfjameðferð. Ekki þurfi að gera frekari ráðstafanir til að hindra að samfélagslegur skaði verði af honum. Játaði brot sín Maðurinn játaði brot sín gagnvart báðum konum á dómþingi þann 9. ágúst og krafðist lögmaður hans vægustu refsingar. Tók dómari mið af því og gerði manninum ekki refsingu. Voru bæturnar ákvarðaðar 800 þúsund krónur til fyrrverandi sambýliskonu og 150 þúsund til fyrrverandi tengdamóður. Auk þess var honum gert að greiða lögfræði og málskostnað upp á samanlagt um 2,5 milljónir króna.
Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira