Fótbolti

Elfs­borg á­fram á toppnum: Sjáðu mark Sveins Arons

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveinn Aron byrjaði frammi og skilaði boltanum í netið snemma leiks.
Sveinn Aron byrjaði frammi og skilaði boltanum í netið snemma leiks. Twitter@IFElfsborg1904

Sænska úrvalsdeildarliðið Elfsborg vann 2-0 heimasigur á Mjallby í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði fyrra mark heimamanna.

Markið skoraði Sveinn Aron eftir góðan undirbúning Michael Baidoo. Lét Sveinn Aron vaða í fyrsta og boltinn á milli fóta Noel Tornqvist í marki Mjallby. Markið má sjá hér fyrir neðan.

Baidoo bætti svo öðru marki Elfsborg við á 40. mínútu og staðan 2-0 í hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og Elfsborg vann góðan sigur.

Sveinn Aron spilaði 69 mínútur í liði Elfsborg á meðan markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson spilaði allan leikinn. Þá kom Guðmundur Baldvin Nökkvason inn af bekknum hjá Mjallby á 72. mínútu.

Þökk sé sigrinum er Elfsborg áfram á toppi deildarinnar með 45 stig að loknum 20 leikjum. Mjallby er í 7. sæti með 28 stig, stigi meira en Davíð Kristján Ólafsson og félagar í Kalmar sem gerðu markalaust jafntefli við Hammarby í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×