Enski boltinn

Leikmaður Aston Villa til rannsóknar hjá lögreglu

Aron Guðmundsson skrifar
Leon Bailey skoraði eitt marka Aston Villa í gær
Leon Bailey skoraði eitt marka Aston Villa í gær Vísir/Getty

Leon Bail­ey, sóknar­maður enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Aston Villa er til rann­sóknar hjá lög­reglu í kjöl­far 4-0 sigurs Aston Villa á E­ver­ton í gær en stuðnings­maður sakar hann um líkams­á­rás.

At­vikið er sagt hafa átt sér stað á Villa Park, heima­velli Aston Villa, þegar að stuðnings­maðurinn bað Bail­ey um mynd af leik­manninum með syni sínum sem var að fagna fimm ára af­mæli sínu.

Það er Daily Mail sem greinir frá en Bail­ey er sagður hafa neitað beiðni föðursins um mynd og hrint honum til jarðar.

Því er haldið fram að mynd­bands­upp­tökur úr öryggis­mynda­vélum á svæðinu séu til og þá hafi nokkur vitni verið af at­vikinu.

Málið er til rann­sóknar hjá lög­reglunni í West Mid­lands.

Téður Bail­ey skoraði eitt af fjórum mörkum Aston Villa gegn E­ver­ton í gær í 2.um­ferð ensku úr­vals­deildarinnar. Um var að ræða fyrsta sigur Aston Villa á tíma­bilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×