Saka Sáda um að skjóta hundruð manna á landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 09:24 Sádiarabískir hermenn á landamærunum að Jemen. Mannréttindasamtök segja herinn hafa drepið hundruð manna þar á síðustu árum. Vísir/Getty Mannréttindasamtök halda því fram að landamæraverðir í Sádi-Arabíu hafi drepið hundruð óvopnaðra eþíópískra farandverkamanna með vélbyssum og sprengjuvörpum á landamærunum að Jemen undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa gengið á Sáda vegna frétta af slíkum árásum. Skýrsla Mannréttindavaktarinnar byggir á lýsingum vitna og myndum sem sýna lík og grafreiti á þekktum leiðum farandverkamanna. Samtökin telja að tala fallinna gæti jafnvel náð þúsundum. Vitni segjast hafa séð sádiarabíska landamæraverði skjóta á eþíópískt förufólk og varpa að því sprengjum. AP-fréttastofan segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi krafið Sáda skýringa á fréttum af því að þeir hafi skotið á förufólk við landamærin að Jemen í október. Í bréfi SÞ til konungsdæmisins sagði að það hefði valdið dauða allt að 430 manna og sært 650 aðra. Þar var einnig vísað til frásagna af því að förufólk sem er tekið höndum sæti pyntingum. Sádar höfnuðu því að þeir stunduðu kerfisbundin dráp á landamærunum í svarbréfi til Sameinuðu þjóðanna í mars. Þeir sögðu upplýsingarnar í upphaflegu bréfi Sameinuðu þjóðanna svo takmarkaðar að þeir gætu ekki staðfest eða sannreynt hvort að þær ættu við rök að styðjast. Drápin eru sögð eiga sér stað á landamærum Sádi-Arabíu og Jemen. Sádar leiða hernaðarbandalag sem styður stjórnvöld í Jemen gegn uppreisnarmönnum.AP Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa sent þúsundir Eþíópíumanna til síns heima undanfarin misseri. Talið er að um 750.000 Eþíópíumanna séu í Sádi-Arabíu, allt að 450.000 þeirra ólöglega. Tugir þúsunda manna hafa flúið borgarastríð í Tigray-héraði í norðanverðri Eþíópíu undanfarin tvö ár. Sádar hafa leitt hernaðaríhlutun í harðvítugu borgarastríði sem hefur geisað í Jemen frá árinu 2014. Uppreisnarmenn Húta, sem Sádar berjast gegn, eru sagðir hafa tekjur af því að smygla förufólki yfir landamærin. Sádi-Arabía Eþíópía Mannréttindi Jemen Tengdar fréttir Neymar mætti til Sádi-Arabíu á einkaþotu sem tekur fleiri hundruð farþega Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mættur til Sádi-Arabíu þar sem hann hefur skrifað undir samning við Al Hilal þar í landi. Kom hann til landsins með Boeing 737 einkaþotu en slík flugvél tekur fleiri hundruð farþega í hefðbundnu flugi. 21. ágúst 2023 07:31 Erlingur tekur við Sádi-Arabíu Handbolta þjálfarinn Erlingur Richardsson er nýr landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu. Hann skrifaði undir eins árs samning. 18. ágúst 2023 21:30 Draumabyrjun hjá Newcastle Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri og tveir nýliðar komust á blað. 12. ágúst 2023 18:40 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira
Skýrsla Mannréttindavaktarinnar byggir á lýsingum vitna og myndum sem sýna lík og grafreiti á þekktum leiðum farandverkamanna. Samtökin telja að tala fallinna gæti jafnvel náð þúsundum. Vitni segjast hafa séð sádiarabíska landamæraverði skjóta á eþíópískt förufólk og varpa að því sprengjum. AP-fréttastofan segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi krafið Sáda skýringa á fréttum af því að þeir hafi skotið á förufólk við landamærin að Jemen í október. Í bréfi SÞ til konungsdæmisins sagði að það hefði valdið dauða allt að 430 manna og sært 650 aðra. Þar var einnig vísað til frásagna af því að förufólk sem er tekið höndum sæti pyntingum. Sádar höfnuðu því að þeir stunduðu kerfisbundin dráp á landamærunum í svarbréfi til Sameinuðu þjóðanna í mars. Þeir sögðu upplýsingarnar í upphaflegu bréfi Sameinuðu þjóðanna svo takmarkaðar að þeir gætu ekki staðfest eða sannreynt hvort að þær ættu við rök að styðjast. Drápin eru sögð eiga sér stað á landamærum Sádi-Arabíu og Jemen. Sádar leiða hernaðarbandalag sem styður stjórnvöld í Jemen gegn uppreisnarmönnum.AP Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa sent þúsundir Eþíópíumanna til síns heima undanfarin misseri. Talið er að um 750.000 Eþíópíumanna séu í Sádi-Arabíu, allt að 450.000 þeirra ólöglega. Tugir þúsunda manna hafa flúið borgarastríð í Tigray-héraði í norðanverðri Eþíópíu undanfarin tvö ár. Sádar hafa leitt hernaðaríhlutun í harðvítugu borgarastríði sem hefur geisað í Jemen frá árinu 2014. Uppreisnarmenn Húta, sem Sádar berjast gegn, eru sagðir hafa tekjur af því að smygla förufólki yfir landamærin.
Sádi-Arabía Eþíópía Mannréttindi Jemen Tengdar fréttir Neymar mætti til Sádi-Arabíu á einkaþotu sem tekur fleiri hundruð farþega Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mættur til Sádi-Arabíu þar sem hann hefur skrifað undir samning við Al Hilal þar í landi. Kom hann til landsins með Boeing 737 einkaþotu en slík flugvél tekur fleiri hundruð farþega í hefðbundnu flugi. 21. ágúst 2023 07:31 Erlingur tekur við Sádi-Arabíu Handbolta þjálfarinn Erlingur Richardsson er nýr landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu. Hann skrifaði undir eins árs samning. 18. ágúst 2023 21:30 Draumabyrjun hjá Newcastle Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri og tveir nýliðar komust á blað. 12. ágúst 2023 18:40 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira
Neymar mætti til Sádi-Arabíu á einkaþotu sem tekur fleiri hundruð farþega Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mættur til Sádi-Arabíu þar sem hann hefur skrifað undir samning við Al Hilal þar í landi. Kom hann til landsins með Boeing 737 einkaþotu en slík flugvél tekur fleiri hundruð farþega í hefðbundnu flugi. 21. ágúst 2023 07:31
Erlingur tekur við Sádi-Arabíu Handbolta þjálfarinn Erlingur Richardsson er nýr landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu. Hann skrifaði undir eins árs samning. 18. ágúst 2023 21:30
Draumabyrjun hjá Newcastle Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri og tveir nýliðar komust á blað. 12. ágúst 2023 18:40