Sagt er frá þessu á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar en skipið var statt um fimmtíu sjómílur norður af Látrabjargi þegar útkallið barst.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að um hafi verið að ræða karlmann á áttræðisaldri.
Fram kemur að vel hafi gengið að hífa manninn um borð í þyrluna og hafi hann í kjölfarið fluttur á Landspítalann í Fossvogi.