Giroud kom Mílanó-liðinu yfir strax á 11. mínútu með góðri afgreiðslu eftir undirbúning Tijjani Reijnders. Aðeins tíu mínútum síðar lagði Giroud upp mark fyrir nýja manninn Christian Pulisic og þar við sat, lokatölur í Bologna 0-2 og AC Milan hefur tímabilið á góðum sigri.
Í hinum leik kvöldsins gerðu Torino og Cagliari markalaust jafntefli.