Albert Guðmundsson kærður fyrir kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2023 15:26 Albert Guðmundsson í landsleik á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir við Vísi að sambandið hafi fengið staðfest frá lögmanni kærandans í morgun að kæran á hendur landsliðsmanni hafi verið lögð fram. Málið sé nú á borði lögreglunnar og samskiptaráðgjafa KSÍ. DV sagði fyrst frá kærunni. Vanda gat ekki tjáð sig frekar um málið né hver leikmaðurinn væri en leikmaðurinn sem er kærður er Albert Guðmundsson samkvæmt heimildum Vísis. Sambandið fékk fyrst það sem Vanda segir óljósar upplýsingar um málið í júlí. Þeim hafi strax verið vísað á samskiptaráðgjafa í samræmi við verklagsreglur sambandsins. Ekkert formlegt mál hafi þá verið í gangi. Leikmaðurinn sem um ræðir stígur til hliðar á meðan rannsókn málsins er í gangi, að sögn Vöndu. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um hvort að fulltrúar sambandsins hefðu rætt við leikmanninn vegna málsins. Fjöldi landsliðsmanna sakaður um brot Nokkur fjöldi liðsmanna karlalandsliðsins hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og ofbeldi gegn konum á undanförnum árum. Gylfi Sigurðsson, skærasta stjarna liðsins til fjölda ára, sætti farbanni á Englandi í tæp tvö ár á meðan hann sætti rannsókn vegna kynferðisbrots þar. Málið var fellt niður fyrr á þessu ári. Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðsins, og Eggert Gunnþór Jónsson, voru kærðir fyrir gróft kynferðisbrot gegn þrítugri konu sem sakaði þá um að hafa nauðgað sér. Rannsókn á þeim var felld niður í maí í fyrra. Þá sökuðu tvær konur Kolbein Sigþórsson, fyrrverandi framherja landsliðsins, um að hafa veist að sér á skemmtistað árið 2017. Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi miðvörður liðsins, var rannsakaður vegna heimilisofbeldis og skemmdarverka sama sumar og landsliðið keppti á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. Það mál var ekki kært. Fréttin hefur verið uppfærð. Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Tengdar fréttir Arnar um Gumma Ben og Albert: Hef ekki tíma til að pæla í svona hlutum Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar fyrir helgi. Guðmundur gagnrýndi þá starfshætti Arnars og hvernig hann talaði um son hans Albert Guðmundsson á opinberum vettvangi. 22. mars 2023 18:47 Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir knattspyrnukappans Alberts Guðmundssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sonar hans og landsliðsþjálfarans, Arnars Þórs Viðarssonar. 17. mars 2023 14:25 „Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“ Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki. 16. mars 2023 13:54 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir við Vísi að sambandið hafi fengið staðfest frá lögmanni kærandans í morgun að kæran á hendur landsliðsmanni hafi verið lögð fram. Málið sé nú á borði lögreglunnar og samskiptaráðgjafa KSÍ. DV sagði fyrst frá kærunni. Vanda gat ekki tjáð sig frekar um málið né hver leikmaðurinn væri en leikmaðurinn sem er kærður er Albert Guðmundsson samkvæmt heimildum Vísis. Sambandið fékk fyrst það sem Vanda segir óljósar upplýsingar um málið í júlí. Þeim hafi strax verið vísað á samskiptaráðgjafa í samræmi við verklagsreglur sambandsins. Ekkert formlegt mál hafi þá verið í gangi. Leikmaðurinn sem um ræðir stígur til hliðar á meðan rannsókn málsins er í gangi, að sögn Vöndu. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um hvort að fulltrúar sambandsins hefðu rætt við leikmanninn vegna málsins. Fjöldi landsliðsmanna sakaður um brot Nokkur fjöldi liðsmanna karlalandsliðsins hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og ofbeldi gegn konum á undanförnum árum. Gylfi Sigurðsson, skærasta stjarna liðsins til fjölda ára, sætti farbanni á Englandi í tæp tvö ár á meðan hann sætti rannsókn vegna kynferðisbrots þar. Málið var fellt niður fyrr á þessu ári. Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðsins, og Eggert Gunnþór Jónsson, voru kærðir fyrir gróft kynferðisbrot gegn þrítugri konu sem sakaði þá um að hafa nauðgað sér. Rannsókn á þeim var felld niður í maí í fyrra. Þá sökuðu tvær konur Kolbein Sigþórsson, fyrrverandi framherja landsliðsins, um að hafa veist að sér á skemmtistað árið 2017. Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi miðvörður liðsins, var rannsakaður vegna heimilisofbeldis og skemmdarverka sama sumar og landsliðið keppti á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. Það mál var ekki kært. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Tengdar fréttir Arnar um Gumma Ben og Albert: Hef ekki tíma til að pæla í svona hlutum Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar fyrir helgi. Guðmundur gagnrýndi þá starfshætti Arnars og hvernig hann talaði um son hans Albert Guðmundsson á opinberum vettvangi. 22. mars 2023 18:47 Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir knattspyrnukappans Alberts Guðmundssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sonar hans og landsliðsþjálfarans, Arnars Þórs Viðarssonar. 17. mars 2023 14:25 „Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“ Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki. 16. mars 2023 13:54 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Arnar um Gumma Ben og Albert: Hef ekki tíma til að pæla í svona hlutum Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar fyrir helgi. Guðmundur gagnrýndi þá starfshætti Arnars og hvernig hann talaði um son hans Albert Guðmundsson á opinberum vettvangi. 22. mars 2023 18:47
Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir knattspyrnukappans Alberts Guðmundssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sonar hans og landsliðsþjálfarans, Arnars Þórs Viðarssonar. 17. mars 2023 14:25
„Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“ Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki. 16. mars 2023 13:54
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent