Silva framlengir við City og hafnar Al-Hilal og PSG Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 17:31 Bernardo Silva hefur framlengt samning sinn við Englands- og Evrópumeistara Manchester City. Vísir/Getty Bernardo Silva hefur framlengt samning sinn við Manchester City til ársins 2026. Hann hefur undanfarnar vikur verið orðaður við brottför frá félaginu. Silva hefur leikið með Manchester City síðan árið 2017 og er einn af lykilmönnum Pep Guardiola hjá félaginu. Silva er portúgalskur landsliðsmaður og lagði meðal annars upp sigurmark Rodri í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Inter í júní. Manchester City tilkynnti nú síðdegis að Silva hefði framlengt samning sinn en í allt sumar hefur hann verið orðaður við lið Al-Hilal í Sádi Arabíu. Tilboð upp á 500 þúsund pund á viku lá á borðinu en Silva ákvað að feta ekki í fótspor fjölmargra annarra knattspyrnumanna sem hafa fært sig um set. Frönsku meistararnir í PSG reyndu einnig að næla í Silva en Luis Campos sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá franska liðinu þekkir vel til Silva enda unnu þeir saman hjá Monaco á sínum tíma. .@BernardoCSilva has extended his contract at City until 2026! pic.twitter.com/lGyZ4I3lI0— Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Bernardo hefur verið einstakur á þeim tíma sem hann hefur verið hér á Etihad og við erum hæstánægðið að hann hafi skrifað undir framlengingu á samningnum,“ sagði Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá City. „Gæði hans og tækni er frábær. Það ásamt miklum dugnaði og fagmennsku gerir hann að einum besta leikmanni í heimi.“ Silva, sem unnið hefur fimm Englandsmeistaratitla með City, segir að áframhaldandi vera hans hjá liði Manchester City gefi honum tækifæri á að halda áfram að vinna. 2 0 2 6 — Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Ég hef átt sex frábær ár hjá Manchester City. Að vinna þrennuna á síðasta tímabili var algjörlega einstakt og það er spennandi að vera hluti af leikmannahópi með svona mikið hungur og mikla ástríðu,“ sagði portúgalski landsliðsmaðurinn. „Velgengni fær þig til að vilja ennþá meira og þetta félag gefur mér tækifæri á að halda áfram að vinna. Ég elska þjálfarann, liðsfélaga mína og stuðningsmennina og vona að við getum búið til fleiri minningar á komandi árum.“ Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Silva hefur leikið með Manchester City síðan árið 2017 og er einn af lykilmönnum Pep Guardiola hjá félaginu. Silva er portúgalskur landsliðsmaður og lagði meðal annars upp sigurmark Rodri í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Inter í júní. Manchester City tilkynnti nú síðdegis að Silva hefði framlengt samning sinn en í allt sumar hefur hann verið orðaður við lið Al-Hilal í Sádi Arabíu. Tilboð upp á 500 þúsund pund á viku lá á borðinu en Silva ákvað að feta ekki í fótspor fjölmargra annarra knattspyrnumanna sem hafa fært sig um set. Frönsku meistararnir í PSG reyndu einnig að næla í Silva en Luis Campos sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá franska liðinu þekkir vel til Silva enda unnu þeir saman hjá Monaco á sínum tíma. .@BernardoCSilva has extended his contract at City until 2026! pic.twitter.com/lGyZ4I3lI0— Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Bernardo hefur verið einstakur á þeim tíma sem hann hefur verið hér á Etihad og við erum hæstánægðið að hann hafi skrifað undir framlengingu á samningnum,“ sagði Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá City. „Gæði hans og tækni er frábær. Það ásamt miklum dugnaði og fagmennsku gerir hann að einum besta leikmanni í heimi.“ Silva, sem unnið hefur fimm Englandsmeistaratitla með City, segir að áframhaldandi vera hans hjá liði Manchester City gefi honum tækifæri á að halda áfram að vinna. 2 0 2 6 — Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Ég hef átt sex frábær ár hjá Manchester City. Að vinna þrennuna á síðasta tímabili var algjörlega einstakt og það er spennandi að vera hluti af leikmannahópi með svona mikið hungur og mikla ástríðu,“ sagði portúgalski landsliðsmaðurinn. „Velgengni fær þig til að vilja ennþá meira og þetta félag gefur mér tækifæri á að halda áfram að vinna. Ég elska þjálfarann, liðsfélaga mína og stuðningsmennina og vona að við getum búið til fleiri minningar á komandi árum.“
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti