Liverpool veit ekki hvenær hægt er að klára nýju stúkuna á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 15:31 Mo Salah og félagar í Liverpol þurfa áfram að horfa upp á hálftóma stúku á Anfield. Samsett/Getty Framkvæmdir við eina stúkuna á Anfield, heimavöll enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, eru stopp og félagið veit ekki alveg hvernig framhaldið verður. Liverpool fór í það að stækka stúkuna við Anfield og hafa þær framkvæmdir staðið yfir frá árinu 2021. Fyrst var ný stúkubygging reist fyrir aftan þá gömlu og í sumar var síðan farið í að sameina þær. Þær framkvæmdir áttu að klárast áður en 2023-24 tímabilið hófst. Allt fór hins vegar í uppnám þegar verktakinn fór á hausinn. Billy Hogan, stjórnarformaður hjá Liverpool, segir í samtali á heimasíðu félagsins að framkvæmdirnar séu stopp og að það sé óljóst hvert framhaldið verður. BBC segir frá. BREAKING NEWS: Liverpool CEO Billy Hogan confirms that work has ceased on the Anfield Road end amid uncertainty over Buckingham's future. Top tier to remain shut against Aston Villa but club insist they are still aiming for full opening in October.https://t.co/QvlwgboigU— David Lynch (@dmlynchlfc) August 23, 2023 Liverpool hefur þegar spilað einn heimaleik á tímabilinu og þá var áhorfendum aðeins hleypt inn í hluta stúkunnar. Stór hluti hennar var aftur á móti lokaður af en stefna Liverpool er að opna hluta hennar í áföngum. „Við erum í biðstöðu eins og er eftir að við fengum þessar fréttir,“ sagði Billy Hogan við heimasíðu Liverpool. „Auðvitað höfum við talað um að hafa stúkuna tilbúna áður en október rennur í garð og augljóslega höfum við rætt þá óvissu sem skapast með þessari stöðu á verktakanum. Við stefnum enn á október en aðalvinnan núna er að setja upp nýtt skipulag. Öll tímaáætlun er fljótandi í dag, það er mikil óvissa um stöðu mála en það mun allt skýrast betur eftir ákveðinn tíma,“ sagði Hogan. Þessi stækkun á að skila sjö þúsund fleiri sætum á leikjum Liverpool en leikvangurinn á eftir þessar framkvæmdir að taka 61 þúsund manns í sæti. Listening to Billy Hogan s update on the Anfield Rd stand feels like he's describing our transfer policy right now. 'A bit in the unknown right now... bear with us, we're working on solutions.' Uncertainty both on and off the field!#LFC pic.twitter.com/4kP92WzX5I— Asim (@asimbnr) August 23, 2023 Enski boltinn Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Liverpool fór í það að stækka stúkuna við Anfield og hafa þær framkvæmdir staðið yfir frá árinu 2021. Fyrst var ný stúkubygging reist fyrir aftan þá gömlu og í sumar var síðan farið í að sameina þær. Þær framkvæmdir áttu að klárast áður en 2023-24 tímabilið hófst. Allt fór hins vegar í uppnám þegar verktakinn fór á hausinn. Billy Hogan, stjórnarformaður hjá Liverpool, segir í samtali á heimasíðu félagsins að framkvæmdirnar séu stopp og að það sé óljóst hvert framhaldið verður. BBC segir frá. BREAKING NEWS: Liverpool CEO Billy Hogan confirms that work has ceased on the Anfield Road end amid uncertainty over Buckingham's future. Top tier to remain shut against Aston Villa but club insist they are still aiming for full opening in October.https://t.co/QvlwgboigU— David Lynch (@dmlynchlfc) August 23, 2023 Liverpool hefur þegar spilað einn heimaleik á tímabilinu og þá var áhorfendum aðeins hleypt inn í hluta stúkunnar. Stór hluti hennar var aftur á móti lokaður af en stefna Liverpool er að opna hluta hennar í áföngum. „Við erum í biðstöðu eins og er eftir að við fengum þessar fréttir,“ sagði Billy Hogan við heimasíðu Liverpool. „Auðvitað höfum við talað um að hafa stúkuna tilbúna áður en október rennur í garð og augljóslega höfum við rætt þá óvissu sem skapast með þessari stöðu á verktakanum. Við stefnum enn á október en aðalvinnan núna er að setja upp nýtt skipulag. Öll tímaáætlun er fljótandi í dag, það er mikil óvissa um stöðu mála en það mun allt skýrast betur eftir ákveðinn tíma,“ sagði Hogan. Þessi stækkun á að skila sjö þúsund fleiri sætum á leikjum Liverpool en leikvangurinn á eftir þessar framkvæmdir að taka 61 þúsund manns í sæti. Listening to Billy Hogan s update on the Anfield Rd stand feels like he's describing our transfer policy right now. 'A bit in the unknown right now... bear with us, we're working on solutions.' Uncertainty both on and off the field!#LFC pic.twitter.com/4kP92WzX5I— Asim (@asimbnr) August 23, 2023
Enski boltinn Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira