Valdi að verða sextug í stað þess að flytja til Eþíópíu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2023 16:50 Yrsa Sigurðardóttir við hlið sinnar gömlu metsölubókar Kulda, sem nú er komin út í nýrri útgáfu í tilefni af frumsýningu nýrrar myndar. Vísir/Vilhelm Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnadrottning og margfaldur metsöluhöfundur, fagnar sextugsafmæli í dag. Hún segir ekkert planað í kvöld, annað en að skrifa næstu bók. Hún ætlar að halda upp á stórafmælið með pompi og prakt í febrúar að jólabókaflóði loknu og segist ekki geta beðið eftir að sjá Kulda, samnefnda mynd sem byggir á bók hennar og kemur í kvikmyndahús í næstu viku. „Dagurinn minn er bara búinn að vera krúttlegur. Ég fór í mat til mömmu og pabba í hádeginu og svo var það kaka á eftir,“ segir rithöfundurinn í samtali við Vísi. „Það var tvennt í boði. Að flytja til Eþíópíu, þar sem árið er 2016 ef ég man þetta rétt, og þeir eru af einhverjum ástæðum sjö árum á eftir, eða bara að suck it up,“ segir Yrsa hlæjandi. Í næstu viku kemur út kvikmyndin Kuldi, í leikstjórn Erlings Thoroddsen og byggir hún á samnefndri metsölubók Yrsu sem kom út árið 2012. Yrsa kveðst vera spenntari fyrir myndinni en eigin stórafmæli. „Ég hlakka svo til að sjá hana og það er svo gaman að sjá hvað það eru flottir leikarar í henni. Ég held að Erlingur sé hárréttur maður í þetta. Ég fæ bara að sjá myndina á forsýningunni og get eiginlega ekki beðið.“ Eiginmaður Yrsu, Ólafur Þór Þórhallsson, verður sextugur í febrúar og segist Yrsa ætla að halda upp á sitt eigið stórafmæli með eiginmanninum við það tilefni. Hvað ætlarðu svo að gera í kvöld? „Ég veit það ekki, ætli ég skrifi ekki bara,“ segir Yrsa hlæjandi. „Þetta er algjörlega sjálfri mér að kenna, ég er alltaf í einhverri sjálfheldu á sumrin að skrifa. Að byrja fyrr, það er trikkið, en ég virðist ekki geta náð því. Þetta er einhver greindarskortur.“ Er pressan fyrir jólin farin að segja til sín? „Já, það er venjulega á þessum tíma, svona í ágúst, sem hún fer að segja til sín.“ Bíó og sjónvarp Bókmenntir Tímamót Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Spennuþrungin stikla úr Kulda Íslenska bíómyndin Kuldi verður frumsýnd 1. september næstkomandi en myndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. 30. júní 2023 11:02 Erlingur leikstýrði Julian Sands í hans síðustu mynd Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku. 8. júlí 2023 20:00 Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbul „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Sjá meira
„Dagurinn minn er bara búinn að vera krúttlegur. Ég fór í mat til mömmu og pabba í hádeginu og svo var það kaka á eftir,“ segir rithöfundurinn í samtali við Vísi. „Það var tvennt í boði. Að flytja til Eþíópíu, þar sem árið er 2016 ef ég man þetta rétt, og þeir eru af einhverjum ástæðum sjö árum á eftir, eða bara að suck it up,“ segir Yrsa hlæjandi. Í næstu viku kemur út kvikmyndin Kuldi, í leikstjórn Erlings Thoroddsen og byggir hún á samnefndri metsölubók Yrsu sem kom út árið 2012. Yrsa kveðst vera spenntari fyrir myndinni en eigin stórafmæli. „Ég hlakka svo til að sjá hana og það er svo gaman að sjá hvað það eru flottir leikarar í henni. Ég held að Erlingur sé hárréttur maður í þetta. Ég fæ bara að sjá myndina á forsýningunni og get eiginlega ekki beðið.“ Eiginmaður Yrsu, Ólafur Þór Þórhallsson, verður sextugur í febrúar og segist Yrsa ætla að halda upp á sitt eigið stórafmæli með eiginmanninum við það tilefni. Hvað ætlarðu svo að gera í kvöld? „Ég veit það ekki, ætli ég skrifi ekki bara,“ segir Yrsa hlæjandi. „Þetta er algjörlega sjálfri mér að kenna, ég er alltaf í einhverri sjálfheldu á sumrin að skrifa. Að byrja fyrr, það er trikkið, en ég virðist ekki geta náð því. Þetta er einhver greindarskortur.“ Er pressan fyrir jólin farin að segja til sín? „Já, það er venjulega á þessum tíma, svona í ágúst, sem hún fer að segja til sín.“
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Tímamót Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Spennuþrungin stikla úr Kulda Íslenska bíómyndin Kuldi verður frumsýnd 1. september næstkomandi en myndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. 30. júní 2023 11:02 Erlingur leikstýrði Julian Sands í hans síðustu mynd Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku. 8. júlí 2023 20:00 Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbul „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Spennuþrungin stikla úr Kulda Íslenska bíómyndin Kuldi verður frumsýnd 1. september næstkomandi en myndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. 30. júní 2023 11:02
Erlingur leikstýrði Julian Sands í hans síðustu mynd Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku. 8. júlí 2023 20:00