Lét vinskap við dómara hafa áhrif á notkun VAR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 10:30 Mike Dean hætti að dæma í deildinni eftir 2021-22 og gerðist myndbandadómari. Getty/Richard Heathcote Mike Dean er hættur að dæma en 28 ára ferli hans lauk eftir síðasta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt að vinskapur hans við annan dómara kom í veg fyrir afskipti myndbandsdómara í leik í ensku úrvalsdeildinni. Dean var myndbandsdómari í 2-2 jafntefli Chelsea og Tottenham í ágúst 2022. Dómari leiksins var góðvinur hans, Anthony Taylor. Rétt áður en Harry Kane jafnaði leikinn og tryggði Tottenham stigið þá fannst Chelsea að liðið ætti að fá vítaspyrnu. Cristian Romero togaði þá í hár Marc Cucurella. Aumkunarvert Dean hefur viðurkennt að það var virkilega slæm ákvörðun hjá honum að láta Taylor ekki skoða atvikið á skjá. Mike Dean declined to use VAR to save Anthony Taylor from grief: I missed the stupid hair pull at Chelsea versus Tottenham which was pathetic from my point of view.It's one of them where if I had my time again, what would I do? I'd send Anthony [Taylor] to the screen. I think pic.twitter.com/1zvWOx2jAt— Football Talk (@FootballTalkHQ) August 25, 2023 „Ég missti af þessu fáránlega hártogi í leik Chelsea og Tottenham sem var aumkunarvert,“ sagði Mike Dean í viðtali í hlaðvarpsþætti Simon Jordan sem heitir „Up Front“. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Þetta er eitt af þessum skiptum sem ég vildi að ég gæti endurtekið. Ég hefði þá sent Anthony [Taylor] í skjáinn,“ sagði Dean en hann taldi sig vera að passa upp á dómarann með því að skipta sér ekki af þessu. Það hafði gengið mikið á í leiknum og báðir knattspyrnustjórarnir voru komnir með gult spjald. Hann er líka vinur minn „Ég sagði við Anthony eftir leikinn: Ég vildi ekki senda þig í skjáinn vegna þess sem hafði gengið á áður í leiknum,“ sagði Dean. Not a great week for Mike Dean admits he allowed the hair pull Spurs goal at Chelsea to stand last season to save his mate Anthony Taylor grief and insists Alexis Mac Allister s red card was correct #LFC #CFC pic.twitter.com/CW5L38HQRx— Kevin Palmer (@RealKevinPalmer) August 25, 2023 „Ég vildi ekki senda hann í skjáinn af því að hann er líka vinur minn og ég vildi ekki koma honum í meiri vandræði í leiknum,“ sagði Dean. Dean varð myndbandsdómari í fyrravetur eftir að hafa hætt að dæma eftir 2021-22 tímabilið. Hann dæmdi á sínum tíma yfir fimm hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni. Hann entist hins vegar ekki lengi í myndbandsdómgæslunni því hann hætti aðeins tveimur mánuðum eftir þennan umdeilda leik á Stamford Bridge. Voru stór mistök „Þetta voru stór mistök. Ef þeir hefðu ekki jafnað metin þá hefði þetta ekki orðið að eins stóru máli. Ég vissi það strax þá að ég fengi ekki verkefni vikuna eftir. Ég bað líka um að fá frí því þetta var bara ekki fyrir mig,“ sagði Dean. „Ég var vanur að setjast inn í bíl á föstudögum og kveið fyrir laugardeginum. Ég hugsaði: Vonandi gerist ekkert. Ég sat skíthræddur í bílnum,“ viðurkenndi Dean. I actually can t believe Mike Dean has willingly admitted this under his own steam. It s bonkers. pic.twitter.com/xdwKNmMNdr— HLTCO (@HLTCO) August 25, 2023 Enski boltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Dean var myndbandsdómari í 2-2 jafntefli Chelsea og Tottenham í ágúst 2022. Dómari leiksins var góðvinur hans, Anthony Taylor. Rétt áður en Harry Kane jafnaði leikinn og tryggði Tottenham stigið þá fannst Chelsea að liðið ætti að fá vítaspyrnu. Cristian Romero togaði þá í hár Marc Cucurella. Aumkunarvert Dean hefur viðurkennt að það var virkilega slæm ákvörðun hjá honum að láta Taylor ekki skoða atvikið á skjá. Mike Dean declined to use VAR to save Anthony Taylor from grief: I missed the stupid hair pull at Chelsea versus Tottenham which was pathetic from my point of view.It's one of them where if I had my time again, what would I do? I'd send Anthony [Taylor] to the screen. I think pic.twitter.com/1zvWOx2jAt— Football Talk (@FootballTalkHQ) August 25, 2023 „Ég missti af þessu fáránlega hártogi í leik Chelsea og Tottenham sem var aumkunarvert,“ sagði Mike Dean í viðtali í hlaðvarpsþætti Simon Jordan sem heitir „Up Front“. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Þetta er eitt af þessum skiptum sem ég vildi að ég gæti endurtekið. Ég hefði þá sent Anthony [Taylor] í skjáinn,“ sagði Dean en hann taldi sig vera að passa upp á dómarann með því að skipta sér ekki af þessu. Það hafði gengið mikið á í leiknum og báðir knattspyrnustjórarnir voru komnir með gult spjald. Hann er líka vinur minn „Ég sagði við Anthony eftir leikinn: Ég vildi ekki senda þig í skjáinn vegna þess sem hafði gengið á áður í leiknum,“ sagði Dean. Not a great week for Mike Dean admits he allowed the hair pull Spurs goal at Chelsea to stand last season to save his mate Anthony Taylor grief and insists Alexis Mac Allister s red card was correct #LFC #CFC pic.twitter.com/CW5L38HQRx— Kevin Palmer (@RealKevinPalmer) August 25, 2023 „Ég vildi ekki senda hann í skjáinn af því að hann er líka vinur minn og ég vildi ekki koma honum í meiri vandræði í leiknum,“ sagði Dean. Dean varð myndbandsdómari í fyrravetur eftir að hafa hætt að dæma eftir 2021-22 tímabilið. Hann dæmdi á sínum tíma yfir fimm hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni. Hann entist hins vegar ekki lengi í myndbandsdómgæslunni því hann hætti aðeins tveimur mánuðum eftir þennan umdeilda leik á Stamford Bridge. Voru stór mistök „Þetta voru stór mistök. Ef þeir hefðu ekki jafnað metin þá hefði þetta ekki orðið að eins stóru máli. Ég vissi það strax þá að ég fengi ekki verkefni vikuna eftir. Ég bað líka um að fá frí því þetta var bara ekki fyrir mig,“ sagði Dean. „Ég var vanur að setjast inn í bíl á föstudögum og kveið fyrir laugardeginum. Ég hugsaði: Vonandi gerist ekkert. Ég sat skíthræddur í bílnum,“ viðurkenndi Dean. I actually can t believe Mike Dean has willingly admitted this under his own steam. It s bonkers. pic.twitter.com/xdwKNmMNdr— HLTCO (@HLTCO) August 25, 2023
Enski boltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira