Stórhætta í leiknum gegn Struga: Varamenn Blika féllu um koll í rokinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2023 12:31 Oliver Stefánsson liggur eftir og Brynjar Atli Bragason heldur um höfuð sér. stöð 2 sport Hávaðarok setti svip sinn á leik Struga og Breiðabliks í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla, innan vallar sem utan. Blikar unnu leikinn með einu marki gegn engu. Höskuldur Gunnlaugsson var hetja sinna manna en hann skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu með góðu skoti eftir laglegan einleik. Aðstæður í Struga voru afar krefjandi, völlurinn ósléttur og svo í seinni hálfleik bætti heldur betur í vindinn. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leikinn. Rokið hafði ekki bara áhrif á leikmennina 22 inni á vellinum heldur einnig á varamennina. Í upphafi seinni hálfleiks sást Oliver Stefánsson til að mynda liggja eftir á hliðarlínunni og samherjar hans stumra yfir honum. Þá hélt varamarkvörðurinn Brynjar Atli Bragason um höfuð sér. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Varamenn féllu um koll „Það fauk gervigrasrenningur sem var til upphitunar til hliðar við bekkinn. Renningurinn fauk á Brynjar Atla, kom við andlitið á honum, og svo sveipti gervigrasið Oliver Stefánssyni um koll,“ sagði Óskar Hrafn við fótbolta.net eftir leikinn. Seinni leikur Breiðabliks og Struga fer fram á Kópavogsvelli næsta fimmtudaginn. Ef Blikar forðast tap verða þeir fyrsta íslenska liðið sem kemst í riðlakeppni í Evrópukeppni. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira
Blikar unnu leikinn með einu marki gegn engu. Höskuldur Gunnlaugsson var hetja sinna manna en hann skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu með góðu skoti eftir laglegan einleik. Aðstæður í Struga voru afar krefjandi, völlurinn ósléttur og svo í seinni hálfleik bætti heldur betur í vindinn. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leikinn. Rokið hafði ekki bara áhrif á leikmennina 22 inni á vellinum heldur einnig á varamennina. Í upphafi seinni hálfleiks sást Oliver Stefánsson til að mynda liggja eftir á hliðarlínunni og samherjar hans stumra yfir honum. Þá hélt varamarkvörðurinn Brynjar Atli Bragason um höfuð sér. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Varamenn féllu um koll „Það fauk gervigrasrenningur sem var til upphitunar til hliðar við bekkinn. Renningurinn fauk á Brynjar Atla, kom við andlitið á honum, og svo sveipti gervigrasið Oliver Stefánssyni um koll,“ sagði Óskar Hrafn við fótbolta.net eftir leikinn. Seinni leikur Breiðabliks og Struga fer fram á Kópavogsvelli næsta fimmtudaginn. Ef Blikar forðast tap verða þeir fyrsta íslenska liðið sem kemst í riðlakeppni í Evrópukeppni.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira