Eins fjöllum við um mál ungs manns frá Túnis sem hefur verið hér á landi í fimm ár en hefur nú fengið endanlega synjun um dvöl hér á landi. Hann býr í úrræði ríkislögreglustjóra, en þarf að fara þaðan eftir þrjá daga. Hann segist meiri Íslendingur en Túnisbúi, enda hafi hann gengið hér í skóla og eignast vini.
Fjallað verður um mál Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem var handtekinn og ákærður fyrir tilraun til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í Georgíuríki. Fangamynd sem tekin var af honum og birt opinberlega hefur vakið mikla athygli.
Þá verðum við í beinni úr Laugardalslaug, þar sem stærðarinnar sundbíó fer fram í kvöld, og Magnús Hlynur segir okkur frá ráðvilltri langvíu í Vestmannaeyjum, sem á þann draum heitastan að vera lundi.
Þetta og fleira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, í beinni útsendingu á Bylgjunni og Stöð 2 klukkan hálf sjö.