„Staðan á fjármálum Reykjavíkur er táknræn, þau eru í rusli“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. ágúst 2023 10:48 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór með langt ávarp á flokkráðsfundinum. Vísir/Vilhelm Flokkráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í gær. Bjarni Benediktsson formaður flokksins skaut föstum skotum á stjórnarandstöðuna í tengslum við mál hælisleitenda og á fjármál borgarinnar í ávarpi sínu í upphafi fundarins. Bjarni hóf ávarpið á að fara yfir verk þingflokksins frá upphafi kjörtímabils og nefndi þar bætta stöðu ríkisfjármála. Hann nefndi innviði sem flokkurinn hefur stuðlað að því að styrkja, háskóla, nýsköpun og heilbrigðiskerfi. „En ólíkt vinum okkar hér í stjórnarandstöðunni þá lítum við hins vegar ekki á veski landsmanna sem opinn tékka. Nei við ætlum að sýna ábyrgð,“ sagði hann en skot á stjórnarandstöðuna varð síðan endurtekið stef ávarpsins. Leggur fram frumvarp um skattaafslætti Hann minntist á framþróun í nýsköpun og hrósaði þeim frumkvöðlum sem hafa verið áberandi á því sviði, sér í lagi á brugghúsamarkaði. Þá tók hann það fram að hann hyggst leggja til frumvarp í haust um sérstaka skattaafslætti fyrir þann hóp til að leggja grunn að enn öflugri starfsemi þeirra. Bjarni nefndi síðan stjórnarsamstarfið. Hann sagðist ekki sjá fyrir að ríkisstjórnin springi. Flokkurinn muni gera það sem hann geti til að koma í veg fyrir það. „Og ólíkt óstjórntækum smáflokkum sem við því miður þekkjum allt of vel af eigin raun, þá göngum við ekki frá hálfkláruðu verki þótt á móti blási,“ bætti hann við. Stjórnarandstaðan virði ekki lögin „Ég hef séð það síðustu daga að Helga Vala er mjög óánægð með dómsmálaráðherrann okkar. Það eru mikil meðmæli,“ sagði Bjarni áður en hann hóf að skjóta föstum skotum á stjórnarandstöðuna í tengslum við mál hælisleitenda. „Það eru margir sem eru háværir og fyrirferðarmiklir í fjölmiðlum að taka dálítið sviðið, oft með vondan málstað eins og þarna á við. Þeir sjá enga þörf á úrbætum í útlendingamálum.“ Hann sagði stjórnarandstöðuflokkana ekki hafa áhyggjur af því að virða lögin í málum hælisleitenda. „Markmið um að hafa stjórn á landamærunum og reglur um það hverjir ávinna sér rétt til búsetu á Íslandi og þjónustu á Íslandi. Þetta eru ekki reglur sem þeir leggja mikið upp úr að virða. Þegar við höfum fylgt löngu og allt of kostnaðarsömu ferli til að meta umsóknir um vernd á Íslandi og niðurstaðan er neitun, nú þá er það bara niðurstaðan kæru vinir. Og þá niðurstöðu ber að virða.“ Þá þakkaði hann Jóni og Guðrúnu dómsmálaráðherrum á núlíðandi kjörtímabili fyrir þeirra störf. Borgin „í rusli“ Hann skaut einnig fast á Samfylkinguna og vísaði til nýrrar umhverfisstefnu í borginni sem flokkurinn er að innleiða með nýju sorpflokkunarkerfi. „Þetta verkefni er afrakstur nokkurra stýrihópa en niðurstaðan er einföld. Rusl er ekki sótt. Borgarbúar hamast við að flokka, sorpið safnast upp og nú er þetta allt saman að verða óaðskiljanlegur hluti borgarlandslagsins,“ sagði Bjarni. „Þetta eru stjórnvitringarnir sem bíða handan við hornið. Fólkið sem á í mestu vandræðum með að tæma úr ruslafötunum, það telur Íslandi borgið undir þeirra stjórn sem fyrst.“ Þá sneri hann sér að fjármálum Reykjavíkur. „Staðan á fjármálum Reykjavíkur er táknræn, þau eru í rusli.“ Hann sagði grunnþjónustuna drappast niður, pólitísku gæluverkefnin þenjast hratt út og skólastarf vera úr skorðum. Loks gantaðist hann að viðbrögðum borgarfulltrúa þegar sú staða kom upp í vetur að moka þurfti snjó af götunum. Hann vísaði til svars Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata í kvöldfréttum RÚV í desember síðastliðnum þar sem hún sagði frá stýrihópi um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í tengslum við mokstur á snjó. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Bjarni hóf ávarpið á að fara yfir verk þingflokksins frá upphafi kjörtímabils og nefndi þar bætta stöðu ríkisfjármála. Hann nefndi innviði sem flokkurinn hefur stuðlað að því að styrkja, háskóla, nýsköpun og heilbrigðiskerfi. „En ólíkt vinum okkar hér í stjórnarandstöðunni þá lítum við hins vegar ekki á veski landsmanna sem opinn tékka. Nei við ætlum að sýna ábyrgð,“ sagði hann en skot á stjórnarandstöðuna varð síðan endurtekið stef ávarpsins. Leggur fram frumvarp um skattaafslætti Hann minntist á framþróun í nýsköpun og hrósaði þeim frumkvöðlum sem hafa verið áberandi á því sviði, sér í lagi á brugghúsamarkaði. Þá tók hann það fram að hann hyggst leggja til frumvarp í haust um sérstaka skattaafslætti fyrir þann hóp til að leggja grunn að enn öflugri starfsemi þeirra. Bjarni nefndi síðan stjórnarsamstarfið. Hann sagðist ekki sjá fyrir að ríkisstjórnin springi. Flokkurinn muni gera það sem hann geti til að koma í veg fyrir það. „Og ólíkt óstjórntækum smáflokkum sem við því miður þekkjum allt of vel af eigin raun, þá göngum við ekki frá hálfkláruðu verki þótt á móti blási,“ bætti hann við. Stjórnarandstaðan virði ekki lögin „Ég hef séð það síðustu daga að Helga Vala er mjög óánægð með dómsmálaráðherrann okkar. Það eru mikil meðmæli,“ sagði Bjarni áður en hann hóf að skjóta föstum skotum á stjórnarandstöðuna í tengslum við mál hælisleitenda. „Það eru margir sem eru háværir og fyrirferðarmiklir í fjölmiðlum að taka dálítið sviðið, oft með vondan málstað eins og þarna á við. Þeir sjá enga þörf á úrbætum í útlendingamálum.“ Hann sagði stjórnarandstöðuflokkana ekki hafa áhyggjur af því að virða lögin í málum hælisleitenda. „Markmið um að hafa stjórn á landamærunum og reglur um það hverjir ávinna sér rétt til búsetu á Íslandi og þjónustu á Íslandi. Þetta eru ekki reglur sem þeir leggja mikið upp úr að virða. Þegar við höfum fylgt löngu og allt of kostnaðarsömu ferli til að meta umsóknir um vernd á Íslandi og niðurstaðan er neitun, nú þá er það bara niðurstaðan kæru vinir. Og þá niðurstöðu ber að virða.“ Þá þakkaði hann Jóni og Guðrúnu dómsmálaráðherrum á núlíðandi kjörtímabili fyrir þeirra störf. Borgin „í rusli“ Hann skaut einnig fast á Samfylkinguna og vísaði til nýrrar umhverfisstefnu í borginni sem flokkurinn er að innleiða með nýju sorpflokkunarkerfi. „Þetta verkefni er afrakstur nokkurra stýrihópa en niðurstaðan er einföld. Rusl er ekki sótt. Borgarbúar hamast við að flokka, sorpið safnast upp og nú er þetta allt saman að verða óaðskiljanlegur hluti borgarlandslagsins,“ sagði Bjarni. „Þetta eru stjórnvitringarnir sem bíða handan við hornið. Fólkið sem á í mestu vandræðum með að tæma úr ruslafötunum, það telur Íslandi borgið undir þeirra stjórn sem fyrst.“ Þá sneri hann sér að fjármálum Reykjavíkur. „Staðan á fjármálum Reykjavíkur er táknræn, þau eru í rusli.“ Hann sagði grunnþjónustuna drappast niður, pólitísku gæluverkefnin þenjast hratt út og skólastarf vera úr skorðum. Loks gantaðist hann að viðbrögðum borgarfulltrúa þegar sú staða kom upp í vetur að moka þurfti snjó af götunum. Hann vísaði til svars Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata í kvöldfréttum RÚV í desember síðastliðnum þar sem hún sagði frá stýrihópi um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í tengslum við mokstur á snjó.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira