Það gustaði töluvert um Vilda fyrir heimsmeistaramótið en margir af sterkustu leikmönnum Spánar neituðu að spila með liðinu ef hann yrði ekki látinn fara. Rubiales stóð með Vilda og virðast þeir nú báðir vera búnir að mála sig algjörlega út í horn.
Rubiales er borinn þungum sökum af Jenni Hermoso sem hann kyssti á munninn gegn hennar vilja eftir sigur Spánar á HM og þá hefur hann einnig verið sakaður um að áreita starfskonu hjá knattspyrnusambandinu kynferðislega og um mögulegt fjármálamisferli.
Hann hætti við að segja af sér eftir krísufund hjá sambandinu, sem hefur grafið sér dýpri og dýpri holu í dag með yfirlýsingum þar sem sambandið lýsir yfir eindregnum stuðningi við Rubiales og sakar Hermoso um lygar. Sambandið hefur einnig gefið það út að það muni lögsækja hana sem og alla þá leikmenn sem neita að spila fyrir liðið.
FIFA skarst svo í málið í dag og dæmdi Rubiales í tímabundið 90 daga bann frá allri aðkomu að knattspyrnu