Nemendur læra um nærumhverfi sitt í Snæfellsbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. ágúst 2023 23:03 Svanborg Tryggvadóttir, grunnskólakennari, sem er ein af þeim, sem stýrir verkefninu í átthagafræði við skólann. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikið er lagt upp úr því í Grunnskóla Snæfellsbæjar að nemendur þekki sitt nánasta umhverfi og því er sérstök kennsla í átthagafræði þar sem farið er með nemendur í vettvangsferðir um sitt nærumhverfi. Skólinn fékk íslensku menntaverðlaunin á síðasta árið fyrir verkefnið. Í Grunnskóla Snæfellsbæjar eru um 210 nemendur. Átthagafræði er hluti af námi skólans en það er þróunarverkefni sem beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi. Í því skyni eru farið í ferðir með nemendur innan sveitarfélagsins, eins og á Djúpalónssand þar sem nemendur sjötta bekkjar komu nýlega saman með kennurum og landvörðum í Snæfellsjökulsþjóðgarði. „Þetta gengur út á að kynna nemendum umhverfi sitt, nærumhverfi sitt, að þeir fái tækifæri í gegnum skólagönguna að kynnast því frá ýmsum hliðum. Bæði í gegnum upplifanir eins og að fara í vettvangsferðir. Við höfum gott samstarf við nærsamfélagið, einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök, virkilega gott samstarf,” segir Svanborg Tryggvadóttir, grunnskólakennari við skólann. Kennarar skólans eru himinlifandi með verkefnið, ekki síst þeir sem fara í vettvangsferðir með nemendum. „Það er í öllum bekkjum farið í ferðir og náttúran skoðuð í kring og þau læra örnefnin og svona um nærumhverfi sitt,” segir Maríanna Sigurbjargardóttir, umsjónarkennari í 6. bekk. Mikil ánægja er með kennsluna í átthagafræðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er ekkert smá flott náttúra, sem þið eigið hérna? „Segðu, þetta eru algjörar perlur og þær eru sko víða. Og verkefnin eru þannig að hver bekkjardeild hefur ákveðna svona bekkjanámskrá í átthagafræðinni,” segir Guðrún Jenný Sigurðardóttir, umsjónarkennari í 6. bekk. Skólinn fékk íslensku menntaverðlaunin á síðasta ári fyrir átthagafræðina. En hvað segja nemendur skólans, er Grunnskóli Snæfellsbæjar ekki frábær skóli? „Ó jú, sérstaklega kennararnir, þeir eru mjög skemmtilegir, mjög,” sögðu nokkrar stelpur hressar í kór. Nemendur skólans eru mjög ánægðir með kennarana sína eins og þessar stelpur í 6. bekk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í Grunnskóla Snæfellsbæjar eru um 210 nemendur. Átthagafræði er hluti af námi skólans en það er þróunarverkefni sem beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi. Í því skyni eru farið í ferðir með nemendur innan sveitarfélagsins, eins og á Djúpalónssand þar sem nemendur sjötta bekkjar komu nýlega saman með kennurum og landvörðum í Snæfellsjökulsþjóðgarði. „Þetta gengur út á að kynna nemendum umhverfi sitt, nærumhverfi sitt, að þeir fái tækifæri í gegnum skólagönguna að kynnast því frá ýmsum hliðum. Bæði í gegnum upplifanir eins og að fara í vettvangsferðir. Við höfum gott samstarf við nærsamfélagið, einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök, virkilega gott samstarf,” segir Svanborg Tryggvadóttir, grunnskólakennari við skólann. Kennarar skólans eru himinlifandi með verkefnið, ekki síst þeir sem fara í vettvangsferðir með nemendum. „Það er í öllum bekkjum farið í ferðir og náttúran skoðuð í kring og þau læra örnefnin og svona um nærumhverfi sitt,” segir Maríanna Sigurbjargardóttir, umsjónarkennari í 6. bekk. Mikil ánægja er með kennsluna í átthagafræðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er ekkert smá flott náttúra, sem þið eigið hérna? „Segðu, þetta eru algjörar perlur og þær eru sko víða. Og verkefnin eru þannig að hver bekkjardeild hefur ákveðna svona bekkjanámskrá í átthagafræðinni,” segir Guðrún Jenný Sigurðardóttir, umsjónarkennari í 6. bekk. Skólinn fékk íslensku menntaverðlaunin á síðasta ári fyrir átthagafræðina. En hvað segja nemendur skólans, er Grunnskóli Snæfellsbæjar ekki frábær skóli? „Ó jú, sérstaklega kennararnir, þeir eru mjög skemmtilegir, mjög,” sögðu nokkrar stelpur hressar í kór. Nemendur skólans eru mjög ánægðir með kennarana sína eins og þessar stelpur í 6. bekk.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira