„Í raun bara óboðlegt hjá okkur“ Sverrir Mar Smárason skrifar 28. ágúst 2023 21:46 Arnþór Ari Atlason var ekki sáttur með hvernig HK missti stigin þrjú úr greipum sér. Vísir/Hulda Margrét HK og ÍBV skildu jöfn í botnbaráttuslag í Bestu deild karla í kvöld eftir mikla dramatík undir lok leiks. HK komst 2-0 yfir en undir lokin jöfnuðu Eyjamenn. Arnþór Ari, miðjumaður HK, var mjög svekktur í leikslok. „Það er erfitt að koma í vitðal eftir þessar lokamínútur. Við erum með unnin leik hérna, 2-0 yfir með korter eftir og 2-1 yfir þegar mínúta er eftir. Í raun bara óboðlegt hjá okkur að geta ekki varist þessu síðasta mómenti í lokin.“ „“Mér fannst þeir ekkert vera að ógna okkur en svo kemur ein fyrirgjöf og þetta er eitthvað sem er óboðlegt. Sérstaklega í ljósi þess að þetta gerðist líka í síðasta leik gegn FH, unnin leikur og fáum á okkur jöfnunarmark á 94. mínútu. Ótrúlega súrt, það eru fyrstu viðbrögð.“ „En í fótbolta þá þarf maður alltaf að fá morgundaginn til þess að horfa á leikinn í heildarmyndinni og halda svo áfram. Við erum ennþá þokkalega langt frá þessum neðstu liðum,“ sagði Arnþór. HK höfðu mikil tök á leiknum lengst af og það voru heimamenn sem sköpuðu færin í leiknum. Markvörður ÍBV, Guy Smit, stóð líklega uppi sem maður leiksins. „Hann (Guy) gerir fáránlega vel allan leikinn, bæði dauðafæri hjá Antoni í fyrri hálfleik og svo frá Örvari í seinni þar sem hann ver með fótunum. Svona er fótbolti. Einstaklingar geta búið til stór móment fyrir liðin sín. Við hefðum getað gert það í lokin en gerðum það ekki,“ sagði Arnþór Ari. HK er sem stendur með 25 stig í 7. sæti deildarinnar og standa ágætlega fyrir úrslitakeppnina sem tekur við eftir næstu umferð. „Ég er bara bjartsýnn sko, nóg eftir af þessu. Við höfum ekki náð okkar markmiðum svo það er bara fulla ferð áfram. Við erum í fínni stöðu og þurfum bara að gera eins og við höfum gert í allt sumar og sýna að við eigum skilið að vera í þessari deild. Við förum í næsta leik gegn Val til þess að vinna þá,“ sagði Arnþór Ari að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
„Það er erfitt að koma í vitðal eftir þessar lokamínútur. Við erum með unnin leik hérna, 2-0 yfir með korter eftir og 2-1 yfir þegar mínúta er eftir. Í raun bara óboðlegt hjá okkur að geta ekki varist þessu síðasta mómenti í lokin.“ „“Mér fannst þeir ekkert vera að ógna okkur en svo kemur ein fyrirgjöf og þetta er eitthvað sem er óboðlegt. Sérstaklega í ljósi þess að þetta gerðist líka í síðasta leik gegn FH, unnin leikur og fáum á okkur jöfnunarmark á 94. mínútu. Ótrúlega súrt, það eru fyrstu viðbrögð.“ „En í fótbolta þá þarf maður alltaf að fá morgundaginn til þess að horfa á leikinn í heildarmyndinni og halda svo áfram. Við erum ennþá þokkalega langt frá þessum neðstu liðum,“ sagði Arnþór. HK höfðu mikil tök á leiknum lengst af og það voru heimamenn sem sköpuðu færin í leiknum. Markvörður ÍBV, Guy Smit, stóð líklega uppi sem maður leiksins. „Hann (Guy) gerir fáránlega vel allan leikinn, bæði dauðafæri hjá Antoni í fyrri hálfleik og svo frá Örvari í seinni þar sem hann ver með fótunum. Svona er fótbolti. Einstaklingar geta búið til stór móment fyrir liðin sín. Við hefðum getað gert það í lokin en gerðum það ekki,“ sagði Arnþór Ari. HK er sem stendur með 25 stig í 7. sæti deildarinnar og standa ágætlega fyrir úrslitakeppnina sem tekur við eftir næstu umferð. „Ég er bara bjartsýnn sko, nóg eftir af þessu. Við höfum ekki náð okkar markmiðum svo það er bara fulla ferð áfram. Við erum í fínni stöðu og þurfum bara að gera eins og við höfum gert í allt sumar og sýna að við eigum skilið að vera í þessari deild. Við förum í næsta leik gegn Val til þess að vinna þá,“ sagði Arnþór Ari að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira