Benzema meiddur af velli og Al Hilal lagði lærisveina Gerrard þó Neymar hafi vantað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 10:31 Al Hilal hefur ekki enn tapað leik. Al Hilal Franski framherjinn Karim Benzema haltraði meiddur af velli þegar lið hans Al-Ittihad lagði Al Wehda 3-0 í efstu deild Sádi-Arabíu í gærkvöld, mánudag. Lærisveinar Steven Gerrard í Al Ettifaq töpuðu þá sínum fyrsta leik í deildinni gegn Al-Hilal. Hinn 35 ára gamli Benzema fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks, ekki er komið í ljós hversu alvarleg meiðslin eru eða hversu lengi Frakkinn verður frá keppni. Í hans stað kom Portúgalinn Jota inn af bekknum. Sá vill losna frá Al Ittihad þrátt fyrir að ganga í raðir félagsins í sumar. Karim Benzema was forced off with an injury just 42 minutes into the first half for Al Ittihad pic.twitter.com/pmeQkAyXaA— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2023 Hvað leikinn varðar þá var staðan markalaus í hálfleik en í þeim síðari tóku gestirnir yfir. Romarinho skoraði eftir undirbúning N´Golo Kanté á 63. mínútu og fjórum mínútum síðar bætti varamaðurinn Jota við marki eftir sendingu frá Igor Coronado. Það var svo Coronado sem gulltryggði sigurinn með marki á 73. mínútu eftir stoðsendingu frá Romarinho. Lokatölur 3-0 Al Ittihad í vil. ! # _ pic.twitter.com/GcdG4hwU4f— (@ittihad) August 28, 2023 Þó Neymar sé ekki enn mættur til Al Hilal þá hafði það engin áhrif á leik liðsins gegn lærisveinum Steven Gerrard. Brasilíumaðurinn Malcom heldur áfram að leika listir sínar og hann kom Al Hilal yfir á 24. mínútu eftir undirbúnings serbneska framherjans Aleksandar Mitrović. Heimamaðurinn Salem Al Dawsari gekk svo frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks, staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Það verður forvitnilegt að sjá hvar Al Hilal mun stilla Neymar upp en Malcom hefur byrjað tímabilið af krafti í „holunni“ á bakvið framherjann. # .. # _ pic.twitter.com/WdRN3VLbLX— (@Alhilal_FC) August 28, 2023 Færa má rök fyrir því að Al Hilal sé sterkasta lið landsins með Bono, landsliðsmarkvörð Marokkó í markinu, Kalidou Koulibaly í miðverði, Rúben Neves og Sergej Milinković-Savić á miðjunni ásamt því að vera með Malcom og Neymar á bakvið framherjann Mitrović. Að því sögðu er Al Ittihad á toppnum með fullt hús stiga að loknum 4 umferðum en Al Hilal í 2. sæti með 10 stig. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Benzema fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks, ekki er komið í ljós hversu alvarleg meiðslin eru eða hversu lengi Frakkinn verður frá keppni. Í hans stað kom Portúgalinn Jota inn af bekknum. Sá vill losna frá Al Ittihad þrátt fyrir að ganga í raðir félagsins í sumar. Karim Benzema was forced off with an injury just 42 minutes into the first half for Al Ittihad pic.twitter.com/pmeQkAyXaA— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2023 Hvað leikinn varðar þá var staðan markalaus í hálfleik en í þeim síðari tóku gestirnir yfir. Romarinho skoraði eftir undirbúning N´Golo Kanté á 63. mínútu og fjórum mínútum síðar bætti varamaðurinn Jota við marki eftir sendingu frá Igor Coronado. Það var svo Coronado sem gulltryggði sigurinn með marki á 73. mínútu eftir stoðsendingu frá Romarinho. Lokatölur 3-0 Al Ittihad í vil. ! # _ pic.twitter.com/GcdG4hwU4f— (@ittihad) August 28, 2023 Þó Neymar sé ekki enn mættur til Al Hilal þá hafði það engin áhrif á leik liðsins gegn lærisveinum Steven Gerrard. Brasilíumaðurinn Malcom heldur áfram að leika listir sínar og hann kom Al Hilal yfir á 24. mínútu eftir undirbúnings serbneska framherjans Aleksandar Mitrović. Heimamaðurinn Salem Al Dawsari gekk svo frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks, staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Það verður forvitnilegt að sjá hvar Al Hilal mun stilla Neymar upp en Malcom hefur byrjað tímabilið af krafti í „holunni“ á bakvið framherjann. # .. # _ pic.twitter.com/WdRN3VLbLX— (@Alhilal_FC) August 28, 2023 Færa má rök fyrir því að Al Hilal sé sterkasta lið landsins með Bono, landsliðsmarkvörð Marokkó í markinu, Kalidou Koulibaly í miðverði, Rúben Neves og Sergej Milinković-Savić á miðjunni ásamt því að vera með Malcom og Neymar á bakvið framherjann Mitrović. Að því sögðu er Al Ittihad á toppnum með fullt hús stiga að loknum 4 umferðum en Al Hilal í 2. sæti með 10 stig.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Sjá meira