Alvotech fær markaðsleyfi í Egyptalandi Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2023 10:14 Róbert Wessmann, stofnandi og stjórnarformaður félagsins Alvotech. VÍSIR/VILHELM Alvotech og Bioventure, dótturfyrirtæki GlobalOne Healthcare Holding LLC, tilkynntu í dag að lyfjaeftirlit Egyptalands hafi veitt leyfi til framleiðslu og sölu á AVT02, líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech við Humira. Humira sem notað er til meðferðar við liðagigt og öðrum bólgusjúkdómum, er eitt mest selda líftæknilyf heimsins og fjöldi fyrirtækja, þar á meðal hið íslenska Alvotech, keppast við að koma hliðstæðulyfjum á markað. Í tilkynningu um leyfisveitinguna í Egyptalandi segir að líftæknilyfjahliðstæðan verður markaðssett undir heitinu Adalimumab-EVA í Egyptalandi. Markmiðið að auka aðgengi að hagkvæmum lyfjum Í tilkynningu segir að líftæknilyfjahliðstæða sé lyf með sömu virkni og upprunalegt líftæknilyf. Þróun líftæknilyfja hafi á undanförnum árum leitt til framboðs af nýjum áhrifaríkum úrræðum til meðferðar ýmissa þrálátra sjúkdóma. Þegar líftæknilyfjahliðstæða kemur á markað leiði það oftast til þess að kostnaður lækkar og sjúklingar eiga greiðari aðgang að lyfinu „Það er okkur mikil ánægja að fá markaðsleyfi fyrir AVT02 í Egyptalandi. Markmið Alvotech er að auka aðgengi sjúklinga um allan heim að hagkvæmum líftæknilyfjum og þetta er mikilvægt skref í samstarfi okkar í Miðausturlöndum og Norður-Afríku,“ er haft eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech. Mikilvægur áfangi í samstarfinu Þá segir að Alvotech hafi veitt Bioventure einkaleyfi til markaðssetningar AVT02 (adalimumab) í Miðausturlöndum og Norður Afríku, auk fleiri líftæknilyfjahliðstæða sem Alvotech er að þróa. Leyfi til markaðssetningar og sölu hafi þegar verið veitt fyrir AVT02 í Sádi Arabíu, þar sem lyfið verði selt undir vöruheitinu Simlandi. „Við leggjum áherslu á að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu og auka velferð sjúklinga. Um leið og við fögnum markaðsleyfinu fyrir AVT02 í Egyptalandi er þetta jafnframt mikilvægur áfangi í samstarfi Bioventure og Alvotech. Bioventure einbeitir sér að því að þróa vörur og þjónustu til að bæta lífsgæði sjúklinga, og við viljum stuðla að því að sem flestir njóti ávinningsins af notkun líftæknilyfja,“ er haft eftir Ashraf Radwan, forstjóra GlobalOne Healthcare Holding. Alvotech Egyptaland Lyf Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Humira sem notað er til meðferðar við liðagigt og öðrum bólgusjúkdómum, er eitt mest selda líftæknilyf heimsins og fjöldi fyrirtækja, þar á meðal hið íslenska Alvotech, keppast við að koma hliðstæðulyfjum á markað. Í tilkynningu um leyfisveitinguna í Egyptalandi segir að líftæknilyfjahliðstæðan verður markaðssett undir heitinu Adalimumab-EVA í Egyptalandi. Markmiðið að auka aðgengi að hagkvæmum lyfjum Í tilkynningu segir að líftæknilyfjahliðstæða sé lyf með sömu virkni og upprunalegt líftæknilyf. Þróun líftæknilyfja hafi á undanförnum árum leitt til framboðs af nýjum áhrifaríkum úrræðum til meðferðar ýmissa þrálátra sjúkdóma. Þegar líftæknilyfjahliðstæða kemur á markað leiði það oftast til þess að kostnaður lækkar og sjúklingar eiga greiðari aðgang að lyfinu „Það er okkur mikil ánægja að fá markaðsleyfi fyrir AVT02 í Egyptalandi. Markmið Alvotech er að auka aðgengi sjúklinga um allan heim að hagkvæmum líftæknilyfjum og þetta er mikilvægt skref í samstarfi okkar í Miðausturlöndum og Norður-Afríku,“ er haft eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech. Mikilvægur áfangi í samstarfinu Þá segir að Alvotech hafi veitt Bioventure einkaleyfi til markaðssetningar AVT02 (adalimumab) í Miðausturlöndum og Norður Afríku, auk fleiri líftæknilyfjahliðstæða sem Alvotech er að þróa. Leyfi til markaðssetningar og sölu hafi þegar verið veitt fyrir AVT02 í Sádi Arabíu, þar sem lyfið verði selt undir vöruheitinu Simlandi. „Við leggjum áherslu á að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu og auka velferð sjúklinga. Um leið og við fögnum markaðsleyfinu fyrir AVT02 í Egyptalandi er þetta jafnframt mikilvægur áfangi í samstarfi Bioventure og Alvotech. Bioventure einbeitir sér að því að þróa vörur og þjónustu til að bæta lífsgæði sjúklinga, og við viljum stuðla að því að sem flestir njóti ávinningsins af notkun líftæknilyfja,“ er haft eftir Ashraf Radwan, forstjóra GlobalOne Healthcare Holding.
Alvotech Egyptaland Lyf Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira