Leggja taugaóstyrkir Sjálfstæðismenn ef til vill sjálfir fram vantraust? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2023 11:46 „Það eru þingmennríkisstjórnarinnar sem eru opinberlega að daðra við vantraust,“ segir Þorbjörg. Vísir/Vilhelm „Sjálfstæðisflokkurinn er farinn á taugum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar um stöðu stjórnarsamstarfsins. Tilefnið eru vangaveltur um mögulegt vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Elliði Vignisson, sveitarstjóri Ölfuss, segist gera ráð fyrir því að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu gegn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en hann gefur sér að Umboðsmaður Alþingis muni komast að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi brotið lög þegar hún frestaði hvalveiðum. „Sundruð ríkisstjórn virðist ekki geta starfað eftir skýrri stefnu í þágu almennings. Almenningur er að kalla eftir forystu og stefnu - en ríkisstjórnin ræðir það helst núna að leggja fram vantrauststillögu á sig sjálfa,“ segir Þorbjörg í færslu á Facebook nú í morgun. Hún segir lítið heyrast frá ríkisstjórninni annað en rifrildi en á sama tíma glími almenningur við raunveruleg vandamál; verðbólgu, vaxtahækkanir og rýrnun ráðstöfunartekna. Þá séu kjarasamningar fram undan og óvissan mikil. Þorbjörg segir ríkisstjórnina „meðvitundarlausa“. „Ríkisstjórnin er ekki bara stefnulaus í efnahagsmálum. Það er hún í heilbrigðismálum jafnt sem velferðarmálum. Hún er sundruð í löggæslumálum og húsnæðismálum, útlendingamálum sem orkumálum. Raunar í flestum þeim málum sem snerta venjulegt fólk í landinu,“ segir hún. Vísir hafði samband við Þorbjörgu og spurði hana hvort hún sæi fyrir sér vantrauststillögu gegn matvælaráðherra af hálfu stjórnarandstöðunnar. „Það eru þingmenn ríkisstjórnarinnar sem eru opinberlega að daðra við vantraust. Leggja þeir það kannski fram sjálfir?“ spyr hún á móti. „Og hver eru skilaboð þeirra til síns formanns sem er með hliðstætt mál hjá Umboðsmanni Alþingis; möguleg brot á stjórnsýslulögum? Aðalatriðið er að ríkisstjórnin er svo sundruð að hún getur ekki sýnt forystu í þeim málum sem venjulegt fólk er að glíma við. Það eru efnahagsmálin; vextir og verðbólga, og innviðir; heilbrigðisþjónusta fyrir fólkið í landinu.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Sjá meira
Elliði Vignisson, sveitarstjóri Ölfuss, segist gera ráð fyrir því að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu gegn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en hann gefur sér að Umboðsmaður Alþingis muni komast að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi brotið lög þegar hún frestaði hvalveiðum. „Sundruð ríkisstjórn virðist ekki geta starfað eftir skýrri stefnu í þágu almennings. Almenningur er að kalla eftir forystu og stefnu - en ríkisstjórnin ræðir það helst núna að leggja fram vantrauststillögu á sig sjálfa,“ segir Þorbjörg í færslu á Facebook nú í morgun. Hún segir lítið heyrast frá ríkisstjórninni annað en rifrildi en á sama tíma glími almenningur við raunveruleg vandamál; verðbólgu, vaxtahækkanir og rýrnun ráðstöfunartekna. Þá séu kjarasamningar fram undan og óvissan mikil. Þorbjörg segir ríkisstjórnina „meðvitundarlausa“. „Ríkisstjórnin er ekki bara stefnulaus í efnahagsmálum. Það er hún í heilbrigðismálum jafnt sem velferðarmálum. Hún er sundruð í löggæslumálum og húsnæðismálum, útlendingamálum sem orkumálum. Raunar í flestum þeim málum sem snerta venjulegt fólk í landinu,“ segir hún. Vísir hafði samband við Þorbjörgu og spurði hana hvort hún sæi fyrir sér vantrauststillögu gegn matvælaráðherra af hálfu stjórnarandstöðunnar. „Það eru þingmenn ríkisstjórnarinnar sem eru opinberlega að daðra við vantraust. Leggja þeir það kannski fram sjálfir?“ spyr hún á móti. „Og hver eru skilaboð þeirra til síns formanns sem er með hliðstætt mál hjá Umboðsmanni Alþingis; möguleg brot á stjórnsýslulögum? Aðalatriðið er að ríkisstjórnin er svo sundruð að hún getur ekki sýnt forystu í þeim málum sem venjulegt fólk er að glíma við. Það eru efnahagsmálin; vextir og verðbólga, og innviðir; heilbrigðisþjónusta fyrir fólkið í landinu.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Sjá meira