Borgarlína sé öllum fyrir bestu Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2023 08:19 Brent Toderian, fyrrverandi skipulagsstjóri Vancouver, og Maria Vassilakou, fyrrverandi varaborgarstjóri í Vínarborg, eru bæði þekktar stærðir í meðal spekúlanta í borgarskipulagi. Vísir/Arnar Tveir erlendir sérfræðingar í borgarskipulagi segjast sammála um það að Borgarlína sé frábært tækifæri fyrir Reykvíkinga að hætta að vera svona háðir einkabílnum. Gera þurfi þó almenningssamgöngur meira aðlaðandi. Brent Toderian og Maria Vassilakou koma frá Kanada og Austurríki og starfa bæði við að aðstoða borgir um allan heim við borgarskipulag. Þau voru bæði tvö hluti af málþingi sem fram fór í dag á vegum Betri samgangna um samgöngur, sjálfbært skipulag og reynslu annarra borgarsvæða. Er þetta í annað sinn sem þau koma hingað til lands og kynna sér Reykjavík og borgarskipulagið. María segir það ljóst að Reykvíkingar séu afar háðir einkabílnum enda sé borgin hönnuð fyrir þá. „Þegar borgir eru skipulagðar út frá bílum kemur það niður á opinberu rými. Litlu rými er úthlutað þar sem fólk getur hist og notið útiveru. Breytingar sem þarf að gera á Reykjavík snúast um að skapa almannarými,“ segir María. Eru þau bæði sammála um það að gera þurfi borgina aðgengilegri fyrir þá sem kjósa að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur. Þá þurfi að gera almenningssamgöngur meira aðlaðandi. „Borgarlínan er frábært tækifæri og hugmynd. Stjórnendur margra borga eru að átta sig á því hve öflugir strætisvagnar eru og hvernig þeir stuðla að breytingum. Strætisvagnar njóta ekki nægrar virðingar því þeir teljast vart nógu spennandi. En þeir eru öflugir til fólksflutninga, einkum ef kerfið er skilvirkt og þeir fá nægilegt rými svo þá megi starfrækja með sem bestum hætti. Borgarlínan mun því skipta sköpum fyrir Reykjavík,“ segir Brent. Þá þurfi Reykvíkingar ekki endilega að hætta að keyra sjálfir. „Þótt bílarnir séu veikleiki Reykjavíkur eins og reyndin er í mörgum borgum er verkefnið ekki sett til höfuðs bílum. Við vitum jú að ef allir keyra kemst enginn leiðar sinnar. Það er öllum fyrir bestu, þar með talið bílstjóra, að göngur, hljólreiðar og almenningssamgöngur séu aðlagandi valkostur,“ segir Brent. Borgarlína Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Brent Toderian og Maria Vassilakou koma frá Kanada og Austurríki og starfa bæði við að aðstoða borgir um allan heim við borgarskipulag. Þau voru bæði tvö hluti af málþingi sem fram fór í dag á vegum Betri samgangna um samgöngur, sjálfbært skipulag og reynslu annarra borgarsvæða. Er þetta í annað sinn sem þau koma hingað til lands og kynna sér Reykjavík og borgarskipulagið. María segir það ljóst að Reykvíkingar séu afar háðir einkabílnum enda sé borgin hönnuð fyrir þá. „Þegar borgir eru skipulagðar út frá bílum kemur það niður á opinberu rými. Litlu rými er úthlutað þar sem fólk getur hist og notið útiveru. Breytingar sem þarf að gera á Reykjavík snúast um að skapa almannarými,“ segir María. Eru þau bæði sammála um það að gera þurfi borgina aðgengilegri fyrir þá sem kjósa að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur. Þá þurfi að gera almenningssamgöngur meira aðlaðandi. „Borgarlínan er frábært tækifæri og hugmynd. Stjórnendur margra borga eru að átta sig á því hve öflugir strætisvagnar eru og hvernig þeir stuðla að breytingum. Strætisvagnar njóta ekki nægrar virðingar því þeir teljast vart nógu spennandi. En þeir eru öflugir til fólksflutninga, einkum ef kerfið er skilvirkt og þeir fá nægilegt rými svo þá megi starfrækja með sem bestum hætti. Borgarlínan mun því skipta sköpum fyrir Reykjavík,“ segir Brent. Þá þurfi Reykvíkingar ekki endilega að hætta að keyra sjálfir. „Þótt bílarnir séu veikleiki Reykjavíkur eins og reyndin er í mörgum borgum er verkefnið ekki sett til höfuðs bílum. Við vitum jú að ef allir keyra kemst enginn leiðar sinnar. Það er öllum fyrir bestu, þar með talið bílstjóra, að göngur, hljólreiðar og almenningssamgöngur séu aðlagandi valkostur,“ segir Brent.
Borgarlína Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira