„Það er okkar einlægi vilji að gera betur“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 29. ágúst 2023 21:01 Snorri Einarsson, yfirlæknir á Livio, harmar gagnrýni á fyrirtækið. Vísir/Einar Yfirlæknir Livio segir reynslusögur kvenna af slæmri þjónustu fyrirtækisins teknar alvarlega og að þær verði notaðar sem hvati til að gera betur. Meðferðirnar séu krefjandi og oftar en ekki þurfi að endurtaka þær. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldið opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio Reykjavík og eftir nokkrar tilraunir gekk það loks upp. Svava gagnrýndi þjónustu Livio og sagði viðhorfið með ólíkindum, þjónusta og framkoma starfsfólksins væri slæm og að mikil þörf væri á samkeppni. Svava greindi meðal annars frá því þegar hún fór í eggheimtu og í kjölfarið hafi hún átt að fara í uppsetningu. „Þau hafa samband við mig og segja mér að það sé uppsetning á fimmtudegi en ekki laugardegi. Ég bara svara að það sé ekkert mál. Svo hafa þau samband og segja að uppsetningin verði ekki á fimmtudeginum því þau þurfi að hafa eggin aðeins lengur hjá sér. Þá á að gera þetta á laugardeginum,“ segir Svava. Í kjölfarið hafi hún fengið skilaboð um að hún ætti að mæta korter í eitt sem var seinna en áður hafði verið sagt við hana. „Ég ákvað því að hringja og athuga hvort þetta væri einhvern misskilningur, ég ætlaði ekki að fara mæta of seint í mikilvægustu stund lífs míns. Þá svarar ritari í símann og segir mér að ég sé nú yfirleitt ekki bókuð hjá þeim á morgun. Hún segir við mig, ég sé að eggin þín eru ekki í lagi svo það er enginn uppsetning. Heimurinn bara hrundi. Ég er á bílastæði einhvers staðar og byrja bara að hágráta,“ segir Svava meðal annars í innslaginu. Hún hafi þó ekki fengið nein svör eða upplýsingar. Fleiri konur deildu upplifun sinni af þjónustu Livio við fréttastofu í dag en þær höfðu svipaða sögu að segja og gagnrýna þjónustuna. Snorri Einarsson, yfirlæknir Livio, segir upplifun kvennanna teknar alvarlega en að hann geti ekki tjáð sig um persónuleg mál. Þá hafi Livio nú þegar tekið á ýmsum hlutum sem komu fram í innslaginu í gær. Vilja gera betur „Það sem okkur fannst mjög leiðinlegt, er að þarna koma fram ákveðnin samskiptamál sem betur hefðu mátt fara. Auðvitað viljum við að þau séu miklu betri, og við notum svona ábendingar, og viljum nota þær sem hvata til að vinna í þessu,“ segir Snorri. Fólk sem sækir þjónustu sé í erfiðri stöðu og meðferðirnar krefjandi. „Og því miður er það eðli þessara meðferða, ekki bara í okkar höndum, heldur bara þessi tegund læknisfræði, að oftar en ekki þá takast meðferðirnar ekki og það þarf að endurtaka það þær. Það felur þá í sér gríðarlega mikil vonbrigði,“ segir Snorri. Það að Livio hafi ekki tekist að láta konum líða betur undir þessum kringumstæðum sé miður. „Og það er okkar einlægi vilji að gera betur.“ Börn og uppeldi Barnalán Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldið opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio Reykjavík og eftir nokkrar tilraunir gekk það loks upp. Svava gagnrýndi þjónustu Livio og sagði viðhorfið með ólíkindum, þjónusta og framkoma starfsfólksins væri slæm og að mikil þörf væri á samkeppni. Svava greindi meðal annars frá því þegar hún fór í eggheimtu og í kjölfarið hafi hún átt að fara í uppsetningu. „Þau hafa samband við mig og segja mér að það sé uppsetning á fimmtudegi en ekki laugardegi. Ég bara svara að það sé ekkert mál. Svo hafa þau samband og segja að uppsetningin verði ekki á fimmtudeginum því þau þurfi að hafa eggin aðeins lengur hjá sér. Þá á að gera þetta á laugardeginum,“ segir Svava. Í kjölfarið hafi hún fengið skilaboð um að hún ætti að mæta korter í eitt sem var seinna en áður hafði verið sagt við hana. „Ég ákvað því að hringja og athuga hvort þetta væri einhvern misskilningur, ég ætlaði ekki að fara mæta of seint í mikilvægustu stund lífs míns. Þá svarar ritari í símann og segir mér að ég sé nú yfirleitt ekki bókuð hjá þeim á morgun. Hún segir við mig, ég sé að eggin þín eru ekki í lagi svo það er enginn uppsetning. Heimurinn bara hrundi. Ég er á bílastæði einhvers staðar og byrja bara að hágráta,“ segir Svava meðal annars í innslaginu. Hún hafi þó ekki fengið nein svör eða upplýsingar. Fleiri konur deildu upplifun sinni af þjónustu Livio við fréttastofu í dag en þær höfðu svipaða sögu að segja og gagnrýna þjónustuna. Snorri Einarsson, yfirlæknir Livio, segir upplifun kvennanna teknar alvarlega en að hann geti ekki tjáð sig um persónuleg mál. Þá hafi Livio nú þegar tekið á ýmsum hlutum sem komu fram í innslaginu í gær. Vilja gera betur „Það sem okkur fannst mjög leiðinlegt, er að þarna koma fram ákveðnin samskiptamál sem betur hefðu mátt fara. Auðvitað viljum við að þau séu miklu betri, og við notum svona ábendingar, og viljum nota þær sem hvata til að vinna í þessu,“ segir Snorri. Fólk sem sækir þjónustu sé í erfiðri stöðu og meðferðirnar krefjandi. „Og því miður er það eðli þessara meðferða, ekki bara í okkar höndum, heldur bara þessi tegund læknisfræði, að oftar en ekki þá takast meðferðirnar ekki og það þarf að endurtaka það þær. Það felur þá í sér gríðarlega mikil vonbrigði,“ segir Snorri. Það að Livio hafi ekki tekist að láta konum líða betur undir þessum kringumstæðum sé miður. „Og það er okkar einlægi vilji að gera betur.“
Börn og uppeldi Barnalán Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent