Í sms skilaboðum sem send voru á fimmta tímanum í dag á viðskiptavini Nova kemur fram slit hafi orðið á ljósleiðarastreng í 102 Reykjavík. Segir þar ennfremur að tæknimenn séu komnir í málið. Áætluð verklok séu klukkan 18:00.
Þá er beðist afsökunar á óþægindum sem þetta kann að hafa valdið. Fréttastofu er ekki kunnugt um það hvers vegna strengurinn fór í sundur.
