UEFA muni ekki innleiða „fáránlegan“ uppbótartíma ensku úrvalsdeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2023 08:30 Enska úrvalsdeildin hefur boðið upp á langan uppbótartíma í upphafi tímabils. Vísir/Getty Zvonimir Boban, yfirmaður knattspyrnumála hjá evrópska knattspyrnusambandinu UEFA, segir að nýr og lengri uppbótartími sem tekinn var upp í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið sé „fáránlegur“ og að hann verði ekki notaður í keppnum á vegum sambandsins. Enska dómarasambandið PGMOL ákvað fyrir tímabilið að notast við lengri uppbótartíma í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar til að reyna að koma í veg fyrir tímasóun og halda betur utan um þann tíma sem fer til spillis þegar mörkum er fagnað, skiptingar eru gerðar og meiðsli eiga sér stað. Uppbótartíminn sem nú er notast við á Englandi er ekki ósvipaður þeim og var á HM í Katar í lok síðasta árs. Einhverjir leikmenn hafa þó kvartað yfir auknu álagi sem fylgir þessum langa uppbótartíma og Boban virðist vera sammála því. „Þetta er algjörlega fáránlegt,“ sagði Boban. „Þegar við horfum á velferð leikmanna þá er þetta hálfgerður harmleikur því það er verið að bæta við kannski 12, 13 eða 14 mínútum.“ Uefa’s Zvonimir Boban labels stoppage-time rules ‘absurd’ and ‘crazy’ - says they won’t be used in Champions League https://t.co/GBbgtX7Gwm— Martyn Ziegler (@martynziegler) August 30, 2023 Leikir í ensku úrvalsdeildinni hafa margir staðið í yfir hundrað mínútur á yfirstandandi tímabili. „Þegar þú ert búinn að spila í 60 eða 65 mínútur - og ég tala fa reynslu, sérstaklega sem miðjumaður - og þú verður þreyttur, þá eru það þessar síðustu 30 mínútur sem skipta svo miklu máli. En svo kemur bara einhver og bætir öðrum 15 mínútum við.“ „Hversu oft höfum við gagnrýnt leikjadagatalið og of mikinn fjölda leikja? Við erum ekki að hlusta á leikmenn og þjálfara. Þetta er klikkun. Þetta er of mikið og við munum ekki gera þetta. Okkar viðmið eru öðruvísi.“ Enski boltinn Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Sjá meira
Enska dómarasambandið PGMOL ákvað fyrir tímabilið að notast við lengri uppbótartíma í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar til að reyna að koma í veg fyrir tímasóun og halda betur utan um þann tíma sem fer til spillis þegar mörkum er fagnað, skiptingar eru gerðar og meiðsli eiga sér stað. Uppbótartíminn sem nú er notast við á Englandi er ekki ósvipaður þeim og var á HM í Katar í lok síðasta árs. Einhverjir leikmenn hafa þó kvartað yfir auknu álagi sem fylgir þessum langa uppbótartíma og Boban virðist vera sammála því. „Þetta er algjörlega fáránlegt,“ sagði Boban. „Þegar við horfum á velferð leikmanna þá er þetta hálfgerður harmleikur því það er verið að bæta við kannski 12, 13 eða 14 mínútum.“ Uefa’s Zvonimir Boban labels stoppage-time rules ‘absurd’ and ‘crazy’ - says they won’t be used in Champions League https://t.co/GBbgtX7Gwm— Martyn Ziegler (@martynziegler) August 30, 2023 Leikir í ensku úrvalsdeildinni hafa margir staðið í yfir hundrað mínútur á yfirstandandi tímabili. „Þegar þú ert búinn að spila í 60 eða 65 mínútur - og ég tala fa reynslu, sérstaklega sem miðjumaður - og þú verður þreyttur, þá eru það þessar síðustu 30 mínútur sem skipta svo miklu máli. En svo kemur bara einhver og bætir öðrum 15 mínútum við.“ „Hversu oft höfum við gagnrýnt leikjadagatalið og of mikinn fjölda leikja? Við erum ekki að hlusta á leikmenn og þjálfara. Þetta er klikkun. Þetta er of mikið og við munum ekki gera þetta. Okkar viðmið eru öðruvísi.“
Enski boltinn Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Sjá meira