Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2023 21:04 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Katrín Oddsdóttir, lögmaður True North tókust á í Pallborði Vísis. Vísir Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. Katrín var gestur í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi fyrr í kvöld ásamt Vilhjálmi Birgissyni, verkalýðsforingja og Andrési Jónssyni, almannatengli. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Katrín segist vilja heyra álit Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta-og menningarmálaráðherra á því sem muni gerast fyrir kvikmyndaiðnaðinn hér á landi. „Ef einhver myndi leggja fram frumvarp um afnám ofboðslegra úreltra laga, sem eru lög um hvalveiðar, sem eru það úrelt að það er talað um að ef þú brýtur þau, þá skulirðu sektaður í silfurkrónum, þá held ég að það gæti nú verið ótrúlegt hvað gæti komið upp úr kössunum.“ Skaut Andrés því inn í gríni að hann væri viss um að Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf, eigi silfurkrónur. „Kristján Loftsson á nefnilega mikið af krónum og svo við ræðum það, ástæða þess að hann getur borgað verkafólki þessi himinháu laun, er einmitt sú að hann er auðkýfingur, en hann er auðkýfingur með mjög sértæka drápsýki og á hann í alvöru að fá að leggja þann mest ört vaxandi skapandi iðnað sem við eigum í landinu í rúst með því að fá áfram að drepa þessi dýr? Ég segi nei.“ Búnaðurinn klár í maí Svaraði Vilhjálmur því þá að sér þætti það ekki málefnanlegt hjá Katrínu að tala um drápsýki Kristjáns. Íslendingar væru fiskveiðiþjóð en svaraði Katrín þá að hvalir væru spendýr en ekki fiskar „Katrín, það myndi ekki skipta þig neinu máli þó að þetta fyrirtæki væri að skila hundrað milljörðum í hagnað. Það myndi ekki skipta þig neinu máli, þú ert bara á móti þessu og öll rök sem lúta að efnahagslegum þáttum skipta þig ekki neinu máli.“ Vilhjálmur sagði að hann væri að gæta hagsmuni þeirra sem standi höllustum fæti á Íslandi. Ófaglært fólk hafi möguleika á að sækja sér miklar tekjur með hvalveiðum. „Grundvallaratriðið er að í 75. grein stjórnarskrárinnar er skýrt kveðið á um atvinnufrelsi,“ sagði Vilhjálmur. Hann segir búnað sem Svandís hafi borið fyrir sig í dag hafa verið tilbúin í maí. Hvalveiðar að verða pólitískara mál Andrés Jónsson, almannatengill, segir hvalveiðar sögulega séð ekki hafa verið pólitískt mál. Ástæða sé fyrir því að það hafi ekki verið tekið upp á Alþingi. Málið snúist um tvo andstæða póla en meirihlutinn sé á milli, sammála Katrínu en líka Vilhjálmi. Á sama tíma sýni kannanir að þjóðin sé aðeins að færast, yngri kynslóðir séu meðvitaðri um dýravernd og neyslu. Málið sé að verða pólitískara. „Þó það sé rétt hjá Vilhjálmi að hræðsluáróðurinn að hvalveiðar muni skemma fyrir okkur hafi ekki ræst, þá er það líka rétt hjá Katrínu, að það virkar ekki þannig þegar orðspor skemmist, það tærist nefnilega. Þegar málsmetandi fólk gagnrýnir okkur, þá gerist þetta hægt og bítandi og þetta kemur ekki strax til baka.“ Andrés kveðst ekki telja að ríkisstjórnin hafi verið í hættu vegna málsins. Andstæðingar Svandísar hafi þegið málið fegins hendi til að marka sér sérstöðu eftir sex ára samstarf með fólki sem hafi mjög ólíkar skoðanir. Hvalveiðar Pallborðið Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Katrín var gestur í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi fyrr í kvöld ásamt Vilhjálmi Birgissyni, verkalýðsforingja og Andrési Jónssyni, almannatengli. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Katrín segist vilja heyra álit Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta-og menningarmálaráðherra á því sem muni gerast fyrir kvikmyndaiðnaðinn hér á landi. „Ef einhver myndi leggja fram frumvarp um afnám ofboðslegra úreltra laga, sem eru lög um hvalveiðar, sem eru það úrelt að það er talað um að ef þú brýtur þau, þá skulirðu sektaður í silfurkrónum, þá held ég að það gæti nú verið ótrúlegt hvað gæti komið upp úr kössunum.“ Skaut Andrés því inn í gríni að hann væri viss um að Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf, eigi silfurkrónur. „Kristján Loftsson á nefnilega mikið af krónum og svo við ræðum það, ástæða þess að hann getur borgað verkafólki þessi himinháu laun, er einmitt sú að hann er auðkýfingur, en hann er auðkýfingur með mjög sértæka drápsýki og á hann í alvöru að fá að leggja þann mest ört vaxandi skapandi iðnað sem við eigum í landinu í rúst með því að fá áfram að drepa þessi dýr? Ég segi nei.“ Búnaðurinn klár í maí Svaraði Vilhjálmur því þá að sér þætti það ekki málefnanlegt hjá Katrínu að tala um drápsýki Kristjáns. Íslendingar væru fiskveiðiþjóð en svaraði Katrín þá að hvalir væru spendýr en ekki fiskar „Katrín, það myndi ekki skipta þig neinu máli þó að þetta fyrirtæki væri að skila hundrað milljörðum í hagnað. Það myndi ekki skipta þig neinu máli, þú ert bara á móti þessu og öll rök sem lúta að efnahagslegum þáttum skipta þig ekki neinu máli.“ Vilhjálmur sagði að hann væri að gæta hagsmuni þeirra sem standi höllustum fæti á Íslandi. Ófaglært fólk hafi möguleika á að sækja sér miklar tekjur með hvalveiðum. „Grundvallaratriðið er að í 75. grein stjórnarskrárinnar er skýrt kveðið á um atvinnufrelsi,“ sagði Vilhjálmur. Hann segir búnað sem Svandís hafi borið fyrir sig í dag hafa verið tilbúin í maí. Hvalveiðar að verða pólitískara mál Andrés Jónsson, almannatengill, segir hvalveiðar sögulega séð ekki hafa verið pólitískt mál. Ástæða sé fyrir því að það hafi ekki verið tekið upp á Alþingi. Málið snúist um tvo andstæða póla en meirihlutinn sé á milli, sammála Katrínu en líka Vilhjálmi. Á sama tíma sýni kannanir að þjóðin sé aðeins að færast, yngri kynslóðir séu meðvitaðri um dýravernd og neyslu. Málið sé að verða pólitískara. „Þó það sé rétt hjá Vilhjálmi að hræðsluáróðurinn að hvalveiðar muni skemma fyrir okkur hafi ekki ræst, þá er það líka rétt hjá Katrínu, að það virkar ekki þannig þegar orðspor skemmist, það tærist nefnilega. Þegar málsmetandi fólk gagnrýnir okkur, þá gerist þetta hægt og bítandi og þetta kemur ekki strax til baka.“ Andrés kveðst ekki telja að ríkisstjórnin hafi verið í hættu vegna málsins. Andstæðingar Svandísar hafi þegið málið fegins hendi til að marka sér sérstöðu eftir sex ára samstarf með fólki sem hafi mjög ólíkar skoðanir.
Hvalveiðar Pallborðið Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira