Tileinkaði andstæðingunum í úrslitaleik HM verðlaunin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 11:01 Sarina Wiegman er besti þjálfari Evrópu að mati UEFA. EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Sarina Wiegman, þjálfari Englands, var í gærkvöld valin þjálfari ársins í kvennaflokki af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Hún tileinkaði spænska kvennalandsliðinu, liðið sem hafði betur gegn Englandi í úrslitum HM, verðlaunin sín. Spánn hafði betur gegn Englandi í úrslitaleik HM í síðasta mánuði. Í stað þess að umræðan hafi snúist um hversu magnað lið Spánn er með og ótrúlegt afrek þeirra hefur hún snúið að Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Óumbeðinn smellti hann rembingskossi á Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins, og hefur atvikið dregið dilk á eftir sér. Hin 53 ára gamla Wiegman passaði sig að nefna það og stöðu kvenna í knattspyrnu í ræðu sinni. "There's still a long way to go in women's football and society."England manager Sarina Wiegman dedicates her UEFA Coach of the Year Award to the Spain national team. pic.twitter.com/WfGNySnmr2— DAZN Football (@DAZNFootball) August 31, 2023 Hún þakkaði fólki, þá sérstaklega kollegum sínum, fyrir að kjósa sem og öllum þeim sem koma að enska landsliðinu. Wiegman sagði að um mikinn heiður væri að ræða en að sama skapi væri þetta frekar skrítið. „Við vitum öll af vandamálunum í kringum spænska liðið og það svíður sem þjálfari, sem móðir tveggja stúlkna, sem eiginkona og sem manneskja. Það sýnir að það er enn langt í land þegar kemur að kvennaknattspyrnu og samfélaginu í heild.“ „Verðlaunin vil ég tileinka spænska landsliðinu sem spilaði frábæran fótbolta sem öll nutu,“ sagði Wiegman við dynjandi lófaklapp. „Ég ætlaði að biðja ykkur um að klappa eftir á en þetta lið á skilið að vera hyllt og á skilið að það sé hlustað á það,“ sagði Wiegman að endingu. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Spánn hafði betur gegn Englandi í úrslitaleik HM í síðasta mánuði. Í stað þess að umræðan hafi snúist um hversu magnað lið Spánn er með og ótrúlegt afrek þeirra hefur hún snúið að Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Óumbeðinn smellti hann rembingskossi á Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins, og hefur atvikið dregið dilk á eftir sér. Hin 53 ára gamla Wiegman passaði sig að nefna það og stöðu kvenna í knattspyrnu í ræðu sinni. "There's still a long way to go in women's football and society."England manager Sarina Wiegman dedicates her UEFA Coach of the Year Award to the Spain national team. pic.twitter.com/WfGNySnmr2— DAZN Football (@DAZNFootball) August 31, 2023 Hún þakkaði fólki, þá sérstaklega kollegum sínum, fyrir að kjósa sem og öllum þeim sem koma að enska landsliðinu. Wiegman sagði að um mikinn heiður væri að ræða en að sama skapi væri þetta frekar skrítið. „Við vitum öll af vandamálunum í kringum spænska liðið og það svíður sem þjálfari, sem móðir tveggja stúlkna, sem eiginkona og sem manneskja. Það sýnir að það er enn langt í land þegar kemur að kvennaknattspyrnu og samfélaginu í heild.“ „Verðlaunin vil ég tileinka spænska landsliðinu sem spilaði frábæran fótbolta sem öll nutu,“ sagði Wiegman við dynjandi lófaklapp. „Ég ætlaði að biðja ykkur um að klappa eftir á en þetta lið á skilið að vera hyllt og á skilið að það sé hlustað á það,“ sagði Wiegman að endingu.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira