Meistararnir enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2023 16:02 Erling Braut Haaland skoraði þrjú og lagði upp eitt. Vísir/Getty Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. City er eina liðið í deildinni sem enn er með fullt hús stiga. Julian Alvarez kom heimamönnum í City yfir á 31. mínútu eftir stoðsendingu frá Erling Braut Haaland áður en Tim Ream jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Það leit því út fyrir að staðan yrði jöfn í hálfleik, en Nathan Ake sá til þess að heimamenn fóru með forystuna inn í hálfleikshléið með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma. Erling Braut Haaland skoraði svo þriðja mark Englandsmeistarana á 58. mínútu og það fjórða af vítapunktinum rúmum tíu mínútum síðar. Norðmaðurinn var þó ekki hættur því hann fullkomnaði þrennu sína á sjöundu mínútu uppbótartíma og rak þar með seinasta naglann í kistu Fulham. Manchester City trónir því á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, en Fulham situr í því fjórtánda með fjögur stig. Enski boltinn Fótbolti
Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. City er eina liðið í deildinni sem enn er með fullt hús stiga. Julian Alvarez kom heimamönnum í City yfir á 31. mínútu eftir stoðsendingu frá Erling Braut Haaland áður en Tim Ream jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Það leit því út fyrir að staðan yrði jöfn í hálfleik, en Nathan Ake sá til þess að heimamenn fóru með forystuna inn í hálfleikshléið með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma. Erling Braut Haaland skoraði svo þriðja mark Englandsmeistarana á 58. mínútu og það fjórða af vítapunktinum rúmum tíu mínútum síðar. Norðmaðurinn var þó ekki hættur því hann fullkomnaði þrennu sína á sjöundu mínútu uppbótartíma og rak þar með seinasta naglann í kistu Fulham. Manchester City trónir því á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, en Fulham situr í því fjórtánda með fjögur stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti