Í tilkynningu kemur fram að Bjarni sé með BS gráðu í viðskiptafræði og stundi meistaranám í upplýsingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.
„Hann starfaði á árunum 2014-2017 sem framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs hjá Domino’s Pizza á Íslandi og síðar hjá sama fyrirtæki í Noregi. Bjarni hefur starfað sem stundakennari við Háskólann á Bifröst frá árinu 2021.
Verkefnastjóri samfélags- og umhverfismála starfar þvert á allar deildir félagsins. Hann ber meðal annars ábyrgð á rýrnunarmálum, pöntunarferlum, stefnumiðuðum aðgerðum gegn matarsóun og eftirliti með réttri flokkun úrgangs. Hann vinnur einnig náið með framkvæmdastjórn félagsins í tengslum við aðgerðir á sviðum samfélagslegrar ábyrgðar, s.s. málefni sem snúa að góðgerðarstyrkjum, umhverfismálum og jafnréttisstefnu félagsins,“ segir í tilkynningunni.