Tökum jafnréttið alla leið Sandra Björk Bjarkadóttir skrifar 1. september 2023 11:01 Hvert sem litið er í heiminum eru vinnumarkaðir og vinnuafl að verða fjölbreyttari í kjölfar hnattvæðingar, alþjóðlegrar samkeppni, flóttamannastraums, innflytjenda og samfélagslegra og pólitískra breytinga. Í þessum raunveruleika þurfa stjórnendur að skapa grundvöll fyrir því að fjölbreytileikinn fái að þrífast og nýtast í atvinnulífinu. Í starfi mínu við innleiðingu á jafnréttisstefnu í verslunum Nettó fór ég að velta fyrir mér hver væri raunveruleg upplifun framlínustarfsfólks sem tilheyrir minnihlutahópum af starfsumhverfi sínu á íslenskum vinnumarkaði. Ég spurði mig hvort jafnréttisstefna fyrirtækja skipti minnihlutahópa einhverju máli og hvert hlutverk næsta yfirmanns væri þegar kemur að svonefndri inngildingu og almennri líðan á vinnustað. Í meistaranámi mínu í mannauðsstjórnun frá HÍ nú í vor valdi ég að framkvæma viðtalsrannsókn um nákvæmlega þetta efni. Jafnréttisstefnan sem ég hef unnið við að innleiða hjá Nettó gengur lengra en lögbundin jafnréttisstefna um jafnrétti kynja og árlega jafnlaunavottun boðar. Árið 2021 ákvað Samkaup, sem rekur Nettó, Kjörbúð, Krambúð og Iceland, að taka skrefið lengra varðandi jafnrétti og yfirfæra það á fjölbreytileikann sem býr innan fyrirtækisins, undir yfirskriftinni Jafnrétti fyrir öll - Samkaup alla leið. Vinnustaðurinn er stór, starfsfólkið telur um 1.500 manns og í hópnum má finna þverskurðinn af íslensku samfélagi. Má þar taka sem dæmi að um þriðjungur starfsfólks okkar er af erlendu bergi brotið og fjölmenning því áberandi hjá okkur. Stefnan og innleiðing hennar hefur mælst vel fyrir hjá starfsfólki og skilað góðum árangri sem mæla má í opnari umræðu og meiri samstöðu meðal starfsfólks. Til að ná sem mestum árangri í fræðslu um margbreytileikann höfum við gert samstarfssamninga við þrenn samtök sem starfa í þágu minnihlutahópa sem starfa hjá fyrirtækinu. Þetta eru Mirra, rannsóknar- og fræðslusetur fyrir erlent starfsfólk, Þroskahjálp og Samtökin '78. Einnig höfum við sett á laggirnar jafnréttisráð Samkaupa - Samráð. Starfsfólki alls staðar í fyrirtækinu var boðin þátttaka í jafnréttisráðinu og er það skipað starfsfólki úr framkvæmdastjórn, meðal millistjórnenda, verslunarstjóra og framlínustarfsfólks. Þegar ég hóf rannsóknina síðastliðið haust kom í ljós að engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi og mjög fáar erlendis. Margar rannsóknir eru til um stöðu þessara hópa á vinnumarkaði, þ.e. þátttöku á vinnumarkaði, kjör þeirra á vinnumarkaði og aðgengi að vinnumarkaði. En nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar um líðan þeirra og upplifun. Lokamarkmið jafnréttisstefnu fyrirtækja ætti alltaf að snúast um líðan og upplifun starfsfólks sem tilheyrir minnihlutahópum, svokallaða inngildingu. Inngilding snýst um það að einstaklingar sem standa á einhvern hátt utan við það félagslega norm sem samfélagið hefur búið til geri sér grein fyrir séreinkennum sínum en upplifi sig samt sem áður á meðal jafningja. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að í stórum dráttum líður viðmælendum vel í vinnunni og upplifa sig sem hluta af hópi samstarfsfélaga. Lýsingar viðmælendanna á samskiptum við sinn næsta yfirmann renna stoðum undir að þjónandi forysta styðji við inngildingu í fjölbreyttum starfsmannahópum. Einnig sýna niðurstöðurnar að leiða megi líkur að því að ef vel er staðið að innleiðingu jafnréttisstefnu á vinnustöðum og stuðlað er að sýnileika hennar, leiði stefna af þessum toga til aukins jafnréttis og inngildingar sem hafi raunveruleg áhrif á upplifun og líðan starfsfólks. Sú niðurstaða rannsóknar minnar sem kom mest á óvart var sameiginleg upplifun allra viðmælenda á því að fordómar sem þau yrðu fyrir í starfsumhverfi sínu kæmi skýrast fram hjá viðskiptavinum. Samskipti framlínustarfsfólks við viðskiptavini er ansi stór hluti af starfsumhverfi þeirra og viðmælendur töluðu um að þeir þyrftu oft að leiða þessa hegðun hjá sér eða bara gera grín að henni, sem er líklegast ein leið til að lifa með svona áreiti á vinnustaðnum sínum daglega. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar minnar birtast fordómarnir á ýmsa vegu, stundum í formi hundsunar, stundum í formi beinna athugasemda og lítilsvirðandi framkomu viðskiptavina við starfsfólk. Ástæður fordómanna sem viðmælendur nefndu voru meðal annars skortur á íslenskukunnáttu, hörundslitur, sjáanleg fötlun og útlitstjáning sem ekki samræmist normi samfélagsins. Dæmi eru um að Íslendingar sem eru dökkir á hörund séu hundsaðir af viðskiptavinum sem snúi sér frekar að öðru starfsfólki sem er ljóst á hörund – en stundum komi svo í ljós að sú manneskja talar enga íslensku. Þetta er samfélagsmein sem við hjá Nettó teljum að virkilega þurfi að vekja athygli á og berjast gegn. Íslenskt samfélag er að breytast mjög hratt og það er því af hinu góða að skerpa á umræðunni um margbreytileikann sem er alltaf að aukast. Allt fólk á rétt á sínu rými og virðingu, þar er framlínustarfsfólk engin undantekning. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að við þurfum ekki að skilja til að geta sýnt skilning og vinsemd. Það að koma fram við öll af virðingu er ákvörðun sem við getum öll tekið. Jafnrétti er ákvörðun sem við hjá Nettó tökum alla leið. Höfundur er mannauðsstjóri Nettó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Hvert sem litið er í heiminum eru vinnumarkaðir og vinnuafl að verða fjölbreyttari í kjölfar hnattvæðingar, alþjóðlegrar samkeppni, flóttamannastraums, innflytjenda og samfélagslegra og pólitískra breytinga. Í þessum raunveruleika þurfa stjórnendur að skapa grundvöll fyrir því að fjölbreytileikinn fái að þrífast og nýtast í atvinnulífinu. Í starfi mínu við innleiðingu á jafnréttisstefnu í verslunum Nettó fór ég að velta fyrir mér hver væri raunveruleg upplifun framlínustarfsfólks sem tilheyrir minnihlutahópum af starfsumhverfi sínu á íslenskum vinnumarkaði. Ég spurði mig hvort jafnréttisstefna fyrirtækja skipti minnihlutahópa einhverju máli og hvert hlutverk næsta yfirmanns væri þegar kemur að svonefndri inngildingu og almennri líðan á vinnustað. Í meistaranámi mínu í mannauðsstjórnun frá HÍ nú í vor valdi ég að framkvæma viðtalsrannsókn um nákvæmlega þetta efni. Jafnréttisstefnan sem ég hef unnið við að innleiða hjá Nettó gengur lengra en lögbundin jafnréttisstefna um jafnrétti kynja og árlega jafnlaunavottun boðar. Árið 2021 ákvað Samkaup, sem rekur Nettó, Kjörbúð, Krambúð og Iceland, að taka skrefið lengra varðandi jafnrétti og yfirfæra það á fjölbreytileikann sem býr innan fyrirtækisins, undir yfirskriftinni Jafnrétti fyrir öll - Samkaup alla leið. Vinnustaðurinn er stór, starfsfólkið telur um 1.500 manns og í hópnum má finna þverskurðinn af íslensku samfélagi. Má þar taka sem dæmi að um þriðjungur starfsfólks okkar er af erlendu bergi brotið og fjölmenning því áberandi hjá okkur. Stefnan og innleiðing hennar hefur mælst vel fyrir hjá starfsfólki og skilað góðum árangri sem mæla má í opnari umræðu og meiri samstöðu meðal starfsfólks. Til að ná sem mestum árangri í fræðslu um margbreytileikann höfum við gert samstarfssamninga við þrenn samtök sem starfa í þágu minnihlutahópa sem starfa hjá fyrirtækinu. Þetta eru Mirra, rannsóknar- og fræðslusetur fyrir erlent starfsfólk, Þroskahjálp og Samtökin '78. Einnig höfum við sett á laggirnar jafnréttisráð Samkaupa - Samráð. Starfsfólki alls staðar í fyrirtækinu var boðin þátttaka í jafnréttisráðinu og er það skipað starfsfólki úr framkvæmdastjórn, meðal millistjórnenda, verslunarstjóra og framlínustarfsfólks. Þegar ég hóf rannsóknina síðastliðið haust kom í ljós að engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi og mjög fáar erlendis. Margar rannsóknir eru til um stöðu þessara hópa á vinnumarkaði, þ.e. þátttöku á vinnumarkaði, kjör þeirra á vinnumarkaði og aðgengi að vinnumarkaði. En nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar um líðan þeirra og upplifun. Lokamarkmið jafnréttisstefnu fyrirtækja ætti alltaf að snúast um líðan og upplifun starfsfólks sem tilheyrir minnihlutahópum, svokallaða inngildingu. Inngilding snýst um það að einstaklingar sem standa á einhvern hátt utan við það félagslega norm sem samfélagið hefur búið til geri sér grein fyrir séreinkennum sínum en upplifi sig samt sem áður á meðal jafningja. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að í stórum dráttum líður viðmælendum vel í vinnunni og upplifa sig sem hluta af hópi samstarfsfélaga. Lýsingar viðmælendanna á samskiptum við sinn næsta yfirmann renna stoðum undir að þjónandi forysta styðji við inngildingu í fjölbreyttum starfsmannahópum. Einnig sýna niðurstöðurnar að leiða megi líkur að því að ef vel er staðið að innleiðingu jafnréttisstefnu á vinnustöðum og stuðlað er að sýnileika hennar, leiði stefna af þessum toga til aukins jafnréttis og inngildingar sem hafi raunveruleg áhrif á upplifun og líðan starfsfólks. Sú niðurstaða rannsóknar minnar sem kom mest á óvart var sameiginleg upplifun allra viðmælenda á því að fordómar sem þau yrðu fyrir í starfsumhverfi sínu kæmi skýrast fram hjá viðskiptavinum. Samskipti framlínustarfsfólks við viðskiptavini er ansi stór hluti af starfsumhverfi þeirra og viðmælendur töluðu um að þeir þyrftu oft að leiða þessa hegðun hjá sér eða bara gera grín að henni, sem er líklegast ein leið til að lifa með svona áreiti á vinnustaðnum sínum daglega. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar minnar birtast fordómarnir á ýmsa vegu, stundum í formi hundsunar, stundum í formi beinna athugasemda og lítilsvirðandi framkomu viðskiptavina við starfsfólk. Ástæður fordómanna sem viðmælendur nefndu voru meðal annars skortur á íslenskukunnáttu, hörundslitur, sjáanleg fötlun og útlitstjáning sem ekki samræmist normi samfélagsins. Dæmi eru um að Íslendingar sem eru dökkir á hörund séu hundsaðir af viðskiptavinum sem snúi sér frekar að öðru starfsfólki sem er ljóst á hörund – en stundum komi svo í ljós að sú manneskja talar enga íslensku. Þetta er samfélagsmein sem við hjá Nettó teljum að virkilega þurfi að vekja athygli á og berjast gegn. Íslenskt samfélag er að breytast mjög hratt og það er því af hinu góða að skerpa á umræðunni um margbreytileikann sem er alltaf að aukast. Allt fólk á rétt á sínu rými og virðingu, þar er framlínustarfsfólk engin undantekning. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að við þurfum ekki að skilja til að geta sýnt skilning og vinsemd. Það að koma fram við öll af virðingu er ákvörðun sem við getum öll tekið. Jafnrétti er ákvörðun sem við hjá Nettó tökum alla leið. Höfundur er mannauðsstjóri Nettó.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar