Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2023 12:00 Andrés Ingi gefur lítið fyrir hert skilyrði fyrir hvalveiðum. Vísir/Vilhelm Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í gær að hvalveiðitímailið fengi að hefjast aftur í dag, 1. september, með hertum skilyrðum. Skilyrðin lúta meðal annars að þjálfun, fræðslu, veiðibúnaði og veiðiaðferðum. „Þetta voru ákveðin vonbrigði, eftir að hún keyrði í gegn um sumarið á þessum sterka boðskap um að hún stæði með dýravelferð og ætlaði að standa með hvölunum, að þá hafi hún bara ýtt því öllu út af borðinu hafi hún innleitt nýjar reglur til málamynda til að leyfa hvalveiðar sem öll rök mæltu með að yrði að hætta,“segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Ákvörðunin hafi komið honum á óvart en hana hefði átt að taka mun fyrr. „Já, ég reiknaði með því að hún myndi standa í lappirnar. Ég hefði reyndað reiknað með því að hún gerði þetta miklu fyrr. Það er náttúrulega dálítið kómískt hvað ákvarðanir í þessu máli hafa verið teknar daginn áður en vertíð hefst. Eðlilegt hefði verið að klára þetta fyrir ári því það er ekkert í þessum skýrslum sem kemur nokkrum sérfræðingi á óvart.“ Ekki vatnaskil í veiðiaðferðum Hann gefur ekki mikið fyrir nýju skilyrðin. „Þetta snýst nú aðalega um að bóna búnaðinn aðeins og biðja menn að vanda sig meira. Þetta eru engin raunveruleg vatnaskil í veiðiaðferðum. En meira að segja þó að svo væri, væri verið að gefa opið tékk á tilraunastarfsemi í hvaladrápi sem er alls óvíst að skili einu sinni mannúðlegri veiðiaðferðum,“ segir Andrés. Svandís hefði átt, að hans mati, að banna hvalveiðar í upphafi kjörtímabils í stað þess að fela sig á bak við skýrslur. Hann segir málið enn eitt dæmið um hvers vegna hann sagði skilið við Vinstri græna fyrir tæpum fjórum árum. „Þetta er mjög gott dæmi um hvernig stór prinsippin þurfa alltaf að láta undan einhverjum hagsmunum hjá samstarfsflokkunum.“ Kanónur í kvikmyndaiðnaði, bæði innanlands og utan hafa hvatt stjórnvöld til að banna hvalveiðar. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda sagði til að mydna í tilkynningu í morgun að hún harmaði ákvörðun raðherra og vonist til að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. Píratar hyggjast leggja málið fyrir þingið. „Eðlilega skrefið er að banna hvalveiðar,“ segir Andrés. „Ég vona að við fáum sem flesta þingmenn með okkur á það.“ Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Tengdar fréttir Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. 1. september 2023 09:38 „Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. 1. september 2023 06:26 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í gær að hvalveiðitímailið fengi að hefjast aftur í dag, 1. september, með hertum skilyrðum. Skilyrðin lúta meðal annars að þjálfun, fræðslu, veiðibúnaði og veiðiaðferðum. „Þetta voru ákveðin vonbrigði, eftir að hún keyrði í gegn um sumarið á þessum sterka boðskap um að hún stæði með dýravelferð og ætlaði að standa með hvölunum, að þá hafi hún bara ýtt því öllu út af borðinu hafi hún innleitt nýjar reglur til málamynda til að leyfa hvalveiðar sem öll rök mæltu með að yrði að hætta,“segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Ákvörðunin hafi komið honum á óvart en hana hefði átt að taka mun fyrr. „Já, ég reiknaði með því að hún myndi standa í lappirnar. Ég hefði reyndað reiknað með því að hún gerði þetta miklu fyrr. Það er náttúrulega dálítið kómískt hvað ákvarðanir í þessu máli hafa verið teknar daginn áður en vertíð hefst. Eðlilegt hefði verið að klára þetta fyrir ári því það er ekkert í þessum skýrslum sem kemur nokkrum sérfræðingi á óvart.“ Ekki vatnaskil í veiðiaðferðum Hann gefur ekki mikið fyrir nýju skilyrðin. „Þetta snýst nú aðalega um að bóna búnaðinn aðeins og biðja menn að vanda sig meira. Þetta eru engin raunveruleg vatnaskil í veiðiaðferðum. En meira að segja þó að svo væri, væri verið að gefa opið tékk á tilraunastarfsemi í hvaladrápi sem er alls óvíst að skili einu sinni mannúðlegri veiðiaðferðum,“ segir Andrés. Svandís hefði átt, að hans mati, að banna hvalveiðar í upphafi kjörtímabils í stað þess að fela sig á bak við skýrslur. Hann segir málið enn eitt dæmið um hvers vegna hann sagði skilið við Vinstri græna fyrir tæpum fjórum árum. „Þetta er mjög gott dæmi um hvernig stór prinsippin þurfa alltaf að láta undan einhverjum hagsmunum hjá samstarfsflokkunum.“ Kanónur í kvikmyndaiðnaði, bæði innanlands og utan hafa hvatt stjórnvöld til að banna hvalveiðar. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda sagði til að mydna í tilkynningu í morgun að hún harmaði ákvörðun raðherra og vonist til að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. Píratar hyggjast leggja málið fyrir þingið. „Eðlilega skrefið er að banna hvalveiðar,“ segir Andrés. „Ég vona að við fáum sem flesta þingmenn með okkur á það.“
Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Tengdar fréttir Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. 1. september 2023 09:38 „Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. 1. september 2023 06:26 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08
Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. 1. september 2023 09:38
„Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. 1. september 2023 06:26