Hlakkar til að starfa með föður sínum sem stjórnarformaður Jón Þór Stefánsson skrifar 1. september 2023 11:44 Baldvin Þorsteinsson, nýr stjórnarformaður Samherja, segist þakklátur fyrir það traust sem honum er sýnt. Mynd/Samherji Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Samherja. Hann segist hlakka til að starfa með föður sínum, sem er forstjóri fyrirtækisins, og öðru starfsfólki Samherja. Eiríkur S. Jóhannsson lét af störfum sem stjórnarformaður, en hann hefur setið í stjórn fyrirtækisins samfellt frá árinu 2001 og þar af sem stjórnarformaður frá 2005. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja, en hún byggir á aðalfundi félagsins sem fór fram í síðustu viku. Greint er frá því að rekstrarhagnaður Samherja hafi numið 9,9 milljörðum króna á árinu 2022 og hafi því aukist um rúmlega 800 milljónir króna milli ára. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja, þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 14,3 milljörðum króna eftir skatta en var 17,8 milljarðar króna á árinu 2021. Á aðalfundinum var ákveðið að greiða skyldi út arð til hluthafa félagsins sem næmi 3,7 prósent hagnaðar ársins. Jafnvirði þess er 558 milljóna króna. Tekið er fram að það sé í fyrsta skipti í fjögur ár sem greiddur er arður til hluthafa. Eignir Samherja í árslok námu 107,7 milljörðum króna og eigið fé var 79,8 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar í árslok var 74 prósent. Ný stjórn var jafnframt kjörin, en líkt og áður segir er Baldvin Þorsteinsson orðinn stjórnarformaður félagsins. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og er stoltur að taka við sem formaður stjórnar Samherja hf. Ég byrjaði fyrst að vinna hjá félaginu ungur að árum og hef unnið margvísleg ólík störf hjá því gegnum árin. Ég hlakka til að starfa með föður mínum og öllu því frábæra starfsfólki sem er hjá Samherja hf. að áframhaldandi uppbyggingu fyrirtækisins,“ er haft eftir Baldvini. Eiríkur S. Jóhannsson lætur af hlutverkinu, en hann mun einbeita sér að verkefnum Kaldbaks ehf. þar sem hann gegnir stöðu framkvæmdastjóra. Sjávarútvegur Vistaskipti Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Sjá meira
Eiríkur S. Jóhannsson lét af störfum sem stjórnarformaður, en hann hefur setið í stjórn fyrirtækisins samfellt frá árinu 2001 og þar af sem stjórnarformaður frá 2005. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja, en hún byggir á aðalfundi félagsins sem fór fram í síðustu viku. Greint er frá því að rekstrarhagnaður Samherja hafi numið 9,9 milljörðum króna á árinu 2022 og hafi því aukist um rúmlega 800 milljónir króna milli ára. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja, þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 14,3 milljörðum króna eftir skatta en var 17,8 milljarðar króna á árinu 2021. Á aðalfundinum var ákveðið að greiða skyldi út arð til hluthafa félagsins sem næmi 3,7 prósent hagnaðar ársins. Jafnvirði þess er 558 milljóna króna. Tekið er fram að það sé í fyrsta skipti í fjögur ár sem greiddur er arður til hluthafa. Eignir Samherja í árslok námu 107,7 milljörðum króna og eigið fé var 79,8 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar í árslok var 74 prósent. Ný stjórn var jafnframt kjörin, en líkt og áður segir er Baldvin Þorsteinsson orðinn stjórnarformaður félagsins. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og er stoltur að taka við sem formaður stjórnar Samherja hf. Ég byrjaði fyrst að vinna hjá félaginu ungur að árum og hef unnið margvísleg ólík störf hjá því gegnum árin. Ég hlakka til að starfa með föður mínum og öllu því frábæra starfsfólki sem er hjá Samherja hf. að áframhaldandi uppbyggingu fyrirtækisins,“ er haft eftir Baldvini. Eiríkur S. Jóhannsson lætur af hlutverkinu, en hann mun einbeita sér að verkefnum Kaldbaks ehf. þar sem hann gegnir stöðu framkvæmdastjóra.
Sjávarútvegur Vistaskipti Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Sjá meira