Ritdómur um leikrit True North Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar 1. september 2023 19:02 Framleiðslufyrirtækið True North vakti í gær verðskuldaða athygli þegar lögmaður þess skilaði til sýslumannsins á Vesturlandi lögbannskröfu vegna fyrirhugaðra hvalveiða Hvals hf., hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til hvalveiða sem slíkra nema að því marki að því sé haldið til haga að undirritaður er andvígur þeim. Tilefni greinarinnar er frekar að fjalla um þessa fjarstæðukenndustu lögbannskröfu í sögu landsins. True North vísar máli sínu til stuðnings aðallega til yfirlýsingar frá 67 (mismiklum) kvikmyndastjörnum þar sem segir að þeir einstaklingar ætli sér að sniðganga Ísland í einu og öllu verði hvalveiðum ekki hætt. Sú ástæða er að fullu leyti skiljanleg. True North hefur ansi mikla og beina hagsmuni af því að halda ráðafólki í Hollywood góðu. Þó leyfir maður sér að velta því upp hvort að lögbannskrafan sé sett fram af hreinni hugsjón eða sjálfsbjargarviðleitni til þess að friða þjakaða samvisku Leonardo DiCaprio, sem getur þá bent á Vísisfréttina, sagt “sko þau reyndu” og hoppað upp í Gulfstream G550 og þeytt sér af stað til lands norðurljósanna og Bæjarins Bestu. True North lætur ekki þar við sitja heldur tekur til ýmis önnur atriði, að dráp hvala dragi úr getu sjávar til kolefnisbindingar, að þriðjungur hvala þjáist að óþörfu, að starfsemi Hvals hf. uppfylli ekki kröfur laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, og loks að vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í Hvalfirði sé í andstöðu við reglugerð um neysluvatn (?!?). Það eina sem þau láta ósagt er að þeim finnst Kristján Loftsson leiðinlegur og með hátt enni, þó er ekki hægt að útiloka að það hafi einnig fengið að fylgja sem ástæða lögbanns. Viðleitni True North til að standa vörð um hagsmuni umhverfisins er aðdáunarverð svo ekki mikið sé sagt. Það yljar manni um hjartarætur að sjá réttsýnt fyrirtæki sem er tilbúið að leggja peninga og orðsporið að veði til að tryggja að hagsmuni náttúrunnar, og að reglugerð um neysluvatn sé fylgt (?!?). Ég tel þó að True North geti gengið enn lengra í átt að nýja markmiði sínu. Ég, rétt eins og þau, vil sjá alvöru, ósjálfselskar aðgerðir sem hafa áhrif. Ég legg því til, séu fyrirsvarsmönnum True North í alvöru umhugað um umhverfið, að þeir geri það umhverfisvænasta í stöðunni, sem er auðvitað að afskrá fyrirtækið og hætta alfarið rekstri þess. Enda hljóta þeir sem aðrir að vita að rekstargrundvöllur þess er byggður á stanslausri einkaþotuumferð um flugvöllinn í miðbænum, og síðan að keyra frægu fólki og drasli upp á fjall og taka myndband af þeim. Höfundur er pescatarian áhrifavaldur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. 31. ágúst 2023 21:04 Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið True North vakti í gær verðskuldaða athygli þegar lögmaður þess skilaði til sýslumannsins á Vesturlandi lögbannskröfu vegna fyrirhugaðra hvalveiða Hvals hf., hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til hvalveiða sem slíkra nema að því marki að því sé haldið til haga að undirritaður er andvígur þeim. Tilefni greinarinnar er frekar að fjalla um þessa fjarstæðukenndustu lögbannskröfu í sögu landsins. True North vísar máli sínu til stuðnings aðallega til yfirlýsingar frá 67 (mismiklum) kvikmyndastjörnum þar sem segir að þeir einstaklingar ætli sér að sniðganga Ísland í einu og öllu verði hvalveiðum ekki hætt. Sú ástæða er að fullu leyti skiljanleg. True North hefur ansi mikla og beina hagsmuni af því að halda ráðafólki í Hollywood góðu. Þó leyfir maður sér að velta því upp hvort að lögbannskrafan sé sett fram af hreinni hugsjón eða sjálfsbjargarviðleitni til þess að friða þjakaða samvisku Leonardo DiCaprio, sem getur þá bent á Vísisfréttina, sagt “sko þau reyndu” og hoppað upp í Gulfstream G550 og þeytt sér af stað til lands norðurljósanna og Bæjarins Bestu. True North lætur ekki þar við sitja heldur tekur til ýmis önnur atriði, að dráp hvala dragi úr getu sjávar til kolefnisbindingar, að þriðjungur hvala þjáist að óþörfu, að starfsemi Hvals hf. uppfylli ekki kröfur laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, og loks að vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í Hvalfirði sé í andstöðu við reglugerð um neysluvatn (?!?). Það eina sem þau láta ósagt er að þeim finnst Kristján Loftsson leiðinlegur og með hátt enni, þó er ekki hægt að útiloka að það hafi einnig fengið að fylgja sem ástæða lögbanns. Viðleitni True North til að standa vörð um hagsmuni umhverfisins er aðdáunarverð svo ekki mikið sé sagt. Það yljar manni um hjartarætur að sjá réttsýnt fyrirtæki sem er tilbúið að leggja peninga og orðsporið að veði til að tryggja að hagsmuni náttúrunnar, og að reglugerð um neysluvatn sé fylgt (?!?). Ég tel þó að True North geti gengið enn lengra í átt að nýja markmiði sínu. Ég, rétt eins og þau, vil sjá alvöru, ósjálfselskar aðgerðir sem hafa áhrif. Ég legg því til, séu fyrirsvarsmönnum True North í alvöru umhugað um umhverfið, að þeir geri það umhverfisvænasta í stöðunni, sem er auðvitað að afskrá fyrirtækið og hætta alfarið rekstri þess. Enda hljóta þeir sem aðrir að vita að rekstargrundvöllur þess er byggður á stanslausri einkaþotuumferð um flugvöllinn í miðbænum, og síðan að keyra frægu fólki og drasli upp á fjall og taka myndband af þeim. Höfundur er pescatarian áhrifavaldur
True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58
Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. 31. ágúst 2023 21:04
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun