Blikar hefja leik í Ísrael og enda í Póllandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2023 11:01 Breiðablik hefur leik í Sambandsdeildinni í Ísrael. Vísir/Hulda Margrét Fyrsti leikur Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu fer fram í Tel Aviv í Ísrael er liðið heimsækir Maccabi Tel Aviv síðar í þessum mánuði. Dregið var í riðla Sambandsdeildarinnar í gær og þá varð ljóst að Breiðablik mun leika í B-riðli með Gent frá Belgíu og Zorya Luhansk frá Úkraínu ásamt Maccabi Tel Aviv. Zorya Luhansk leikur heimaleiki sína að öllum líkindum í Lublin í Póllandi. Riðlakeppnin hefst þann 21. september næstkomandi og verður svo leikið annan til þriðja hvern fimmtudag þar til riðlakeppninni líkur þann 14. desember. Ljóst er að Breiðabliks bíða nóg af ferðalögum á næstu mánuðum, sérstaklega ef liðið þarf að leika heimaleiki sína erlendis. Laugardalsvöllur er eini völlurinn á Íslandi sem getur talist löglegur í Sambandsdeild Evrópu og alls óvíst hvernig ástandi hann verður í þegar jólin fara að nálgast. Ekki náðist í Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóra Breiðabliks, við vinnslu fréttarinnar. Blikar þurftu að vera komnir með leikstað á hreint í gær og bíðum við enn eftir fréttum af því hvar liðið mun leika heimaleiki sína. Fyrsti leikur Breiðabliks í riðlakeppninni er gegn Maccabi Tel Aviv í Ísrael þann 21. september eins og áður segir, áður en liðið tekur á móti Zorya Luhansk í sínum fyrsta heimaleik þann 5. október, hvar svo sem það verður. Liðið ferðast svo til Belgíu þann 26. október þar sem liðið mætir Gent, en síðasti útileikurinn er gegn Zorya Luhansk þann 14. desember. Leikjaniðurröðunina má sjá hér fyrir neðan. 21. september: Maccabi Tel Aviv - Breiðablik 5. október: Breiðablik - Zorya Luhansk 26. október: Gent - Breiðablik 9. nóvember: Breiðablik - Gent 30. nóvember: Breiðablik - Maccabi Tel Aviv 14. desember: Zorya Luhansk - Breiðablik Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Dregið var í riðla Sambandsdeildarinnar í gær og þá varð ljóst að Breiðablik mun leika í B-riðli með Gent frá Belgíu og Zorya Luhansk frá Úkraínu ásamt Maccabi Tel Aviv. Zorya Luhansk leikur heimaleiki sína að öllum líkindum í Lublin í Póllandi. Riðlakeppnin hefst þann 21. september næstkomandi og verður svo leikið annan til þriðja hvern fimmtudag þar til riðlakeppninni líkur þann 14. desember. Ljóst er að Breiðabliks bíða nóg af ferðalögum á næstu mánuðum, sérstaklega ef liðið þarf að leika heimaleiki sína erlendis. Laugardalsvöllur er eini völlurinn á Íslandi sem getur talist löglegur í Sambandsdeild Evrópu og alls óvíst hvernig ástandi hann verður í þegar jólin fara að nálgast. Ekki náðist í Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóra Breiðabliks, við vinnslu fréttarinnar. Blikar þurftu að vera komnir með leikstað á hreint í gær og bíðum við enn eftir fréttum af því hvar liðið mun leika heimaleiki sína. Fyrsti leikur Breiðabliks í riðlakeppninni er gegn Maccabi Tel Aviv í Ísrael þann 21. september eins og áður segir, áður en liðið tekur á móti Zorya Luhansk í sínum fyrsta heimaleik þann 5. október, hvar svo sem það verður. Liðið ferðast svo til Belgíu þann 26. október þar sem liðið mætir Gent, en síðasti útileikurinn er gegn Zorya Luhansk þann 14. desember. Leikjaniðurröðunina má sjá hér fyrir neðan. 21. september: Maccabi Tel Aviv - Breiðablik 5. október: Breiðablik - Zorya Luhansk 26. október: Gent - Breiðablik 9. nóvember: Breiðablik - Gent 30. nóvember: Breiðablik - Maccabi Tel Aviv 14. desember: Zorya Luhansk - Breiðablik
21. september: Maccabi Tel Aviv - Breiðablik 5. október: Breiðablik - Zorya Luhansk 26. október: Gent - Breiðablik 9. nóvember: Breiðablik - Gent 30. nóvember: Breiðablik - Maccabi Tel Aviv 14. desember: Zorya Luhansk - Breiðablik
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira