Hinn 24 ára gamli Muani samdi við Frankfurt eftir að hafa spilað með Nantes í heimalandinu frá 2020. Hann naut sín heldur betur í treyju Frankfurt en í þeim 46 leikjum sem hann spilaði þá skoraði hann 23 mörk ásamt því að gefa 17 stoðsendingar.
Eftir að síðasta tímabili lauk fóru orðrómar fljótt á kreik að Frakklandsmeistarar PSG vildu fá franska landsliðsmanninn í sínar raðir. PSG vildi breyta ímynd sinni og gera liðið franskara. Ousmane Dembélé var sóttur frá Barcelona og þá var Muani sóttur til Frankfurt.
Luis Enrique with all of his 11 summer signings for PSG!
— EuroFoot (@eurofootcom) September 2, 2023
Kolo Muani, Barcola, Ugarté, Tenas, Skriniar, Hernández, Ndour, Ramos, Asensio, Démbéle, Lee. pic.twitter.com/OKEi2JyKuG
Dembélé reyndist Borussia Dortmund jafnvel og Muani reyndist Frankfurt. Dembélé spilaði eitt ár í Þýskalandi áður en Barcelona keypti hann á 135 milljónir evra sem þýddi að Dortmund græddi 100 milljónir evra á aðeins einu ári.
Það er spurning hvort fleiri þýsk lið í framherjaleit horfi til Frakklands fyrst Muani og Dembélé reyndust Frankfurt og Dortmund svona vel.