Segir dómarastéttina ósátta með sýndarmennsku KSÍ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2023 07:01 Það er alltaf líf og fjör þegar Víkingur og Breiðablik mætast. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands fór nýverið af stað með herferð þar sem markmiðið er að þjálfarar, leikmenn og stuðningsfólk beri meiri virðingu fyrir dómurum landsins. Það virðist ekki sem sú herferð sé að ganga nægilega vel. Á dögunum birtist viðtal á vef Mannlífs við ónefndan dómara sem dæmir í Bestu deild karla á Íslandi. Sá vandar ekki KSÍ, Arnari Gunnlaugssyni - þjálfara toppliði Víkings sem og félögum landsins kveðjurnar. „Þessu var hent af stað einhverjum tveimur vikum fyrir leikinn fræga í Kópavogi og búnir til einhverjir bolir og eitthvað dót sem allir áttu að hita upp í. Rosa fínt og flott. Svo er ekkert gert í þessu,“ segir áður ónefndur dómari í viðtalinu sem birt var á vef Mannlífs. Leikurinn sem um er ræðir er viðureign Breiðabliks og Víkings þar sem Arnar ákvað að láta dómara leiksins, Ívar Orra Kristjánsson, heyra það að leik loknum. „Síðan þá hefur enginn farið í þennan bol,“ bætir téður dómari við. Þar sem Arnari var ekki refsað fyrir athæfi sitt þá telur dómarinn að þarna sé „búið að opna einhverja ormagryfju.“ Í viðalinu er þó tekið fram að flestir þjálfarar í efstu deild karla séu toppmenn sem eru með það eina markmið að vinna knattspyrnuleiki. Þeir eru að sinna vinnu sinni „og partur af því er að láta heyra í sér.“ Þá veltir hann fyrir sér ef varamannabekkur eyðir tæpum tíu mínútum í að úthúða dómara í hverjum leik. Hver er þá fókusinn á leikinn og leikmenn liðsins? „Ef þú eyðir 30 til 40 prósent af púðrinu í að öskra á dómara þá skilur þú ekki eftir nema 60 til 70 prósent fyrir leikinn.“ Takk dómarar!https://t.co/3SscPtuOov#Ekkitapa #Takkdómarar pic.twitter.com/FgLXWwmcgx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 2, 2023 Að endingu sagði áður ónefndur dómari að nýliðun í dómarastéttinni mætti vera betri þar sem alltaf sé verið að fjölga leikjum. Þá lét hann lið landsins heyra það fyrir að búa ekki til nýja dómara fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Víkingarnir hans Arnars verða í sviðsljósinu í dag líkt og önnur lið Bestu deildar karla þegar 22. umferð fer fram í heild sinni klukkan 14.00. Víkingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þó svo enn séu fimm umferðir eftir í úrslitakeppninni. Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3) Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Á dögunum birtist viðtal á vef Mannlífs við ónefndan dómara sem dæmir í Bestu deild karla á Íslandi. Sá vandar ekki KSÍ, Arnari Gunnlaugssyni - þjálfara toppliði Víkings sem og félögum landsins kveðjurnar. „Þessu var hent af stað einhverjum tveimur vikum fyrir leikinn fræga í Kópavogi og búnir til einhverjir bolir og eitthvað dót sem allir áttu að hita upp í. Rosa fínt og flott. Svo er ekkert gert í þessu,“ segir áður ónefndur dómari í viðtalinu sem birt var á vef Mannlífs. Leikurinn sem um er ræðir er viðureign Breiðabliks og Víkings þar sem Arnar ákvað að láta dómara leiksins, Ívar Orra Kristjánsson, heyra það að leik loknum. „Síðan þá hefur enginn farið í þennan bol,“ bætir téður dómari við. Þar sem Arnari var ekki refsað fyrir athæfi sitt þá telur dómarinn að þarna sé „búið að opna einhverja ormagryfju.“ Í viðalinu er þó tekið fram að flestir þjálfarar í efstu deild karla séu toppmenn sem eru með það eina markmið að vinna knattspyrnuleiki. Þeir eru að sinna vinnu sinni „og partur af því er að láta heyra í sér.“ Þá veltir hann fyrir sér ef varamannabekkur eyðir tæpum tíu mínútum í að úthúða dómara í hverjum leik. Hver er þá fókusinn á leikinn og leikmenn liðsins? „Ef þú eyðir 30 til 40 prósent af púðrinu í að öskra á dómara þá skilur þú ekki eftir nema 60 til 70 prósent fyrir leikinn.“ Takk dómarar!https://t.co/3SscPtuOov#Ekkitapa #Takkdómarar pic.twitter.com/FgLXWwmcgx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 2, 2023 Að endingu sagði áður ónefndur dómari að nýliðun í dómarastéttinni mætti vera betri þar sem alltaf sé verið að fjölga leikjum. Þá lét hann lið landsins heyra það fyrir að búa ekki til nýja dómara fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Víkingarnir hans Arnars verða í sviðsljósinu í dag líkt og önnur lið Bestu deildar karla þegar 22. umferð fer fram í heild sinni klukkan 14.00. Víkingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þó svo enn séu fimm umferðir eftir í úrslitakeppninni. Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3)
Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3)
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira