Segir það skrípaleik að halda fram að hvalveiðar fari fram með hertum skilyrðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 09:39 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata gefur lítið fyrir hert skilyrði Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um hvalveiðar. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Pírata segir fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman til að ræða ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum. Reglugerð með hertum skilyrðum taki ekki gildi fyrr en 18. september, sem sé til marks um pólitískan skrípaleik Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um hert skilyrði fyrir hvalveiðum tekur gildi 18. september en veiðitímabilið hófst í gær. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 liggja nú við bryggju í Reykjavík en samkvæmt áætlun Faxaflóahafna sigla skipin úr höfn á hádegi á morgun. Þingflokksformaður Pírata segir reglugerðina ekki taka gildi nógu snemma. „Frásögn Svandísar um að hún sé að heimila hvalveiðar aftur með skilyrðum er ekki allskostar rétt að því leytinu til að meira en helmingurinn af þessu tímabili sem Hvalur á eftir til að veiða verður án skilyrða. Þetta er einhvers konar skrípaleikur að halda því fram að það sé verið að herða skilyrði þegar það á ekki við megnið af tímanum sem Hvalur getur verið að veiða,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þing hefst aftur eftir tvær vikur og telja Píratar fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman, ekki bara vegna hvalveiðimálsins. „Við teljum fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman og höfum raunar kallað eftir því áður. Ekki bara útaf ástandi vegna hvalveiða heldur líka stöðunni í efnahagsmálum, framkomu við flóttafólk og ýmislegt annað sem þingið þarf að ræða sem allra fyrst.“ Stjórnarandstaðan fór fram á það í sumar að þing yrði kallað saman vegna ýmissa mála sem hún taldi þurfa að ræða á þeim vettvangi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varð ekki við þeirri kröfu en annað hvort þarf forsætisráðherra að kalla þingið saman eða meirihluti þess að krefjast þingfundar. „Ríkisstjórnin hefur engan áhuga á því að kalla þing saman. Það er alveg skýrt að þau vilja komast hjá því eins lengi og mögulegt er. Þannig að ég tel mjög litlar líkur á að það beri árangur.“ Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Sjávarútvegur Tengdar fréttir True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. 1. september 2023 12:00 Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira
Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um hert skilyrði fyrir hvalveiðum tekur gildi 18. september en veiðitímabilið hófst í gær. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 liggja nú við bryggju í Reykjavík en samkvæmt áætlun Faxaflóahafna sigla skipin úr höfn á hádegi á morgun. Þingflokksformaður Pírata segir reglugerðina ekki taka gildi nógu snemma. „Frásögn Svandísar um að hún sé að heimila hvalveiðar aftur með skilyrðum er ekki allskostar rétt að því leytinu til að meira en helmingurinn af þessu tímabili sem Hvalur á eftir til að veiða verður án skilyrða. Þetta er einhvers konar skrípaleikur að halda því fram að það sé verið að herða skilyrði þegar það á ekki við megnið af tímanum sem Hvalur getur verið að veiða,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þing hefst aftur eftir tvær vikur og telja Píratar fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman, ekki bara vegna hvalveiðimálsins. „Við teljum fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman og höfum raunar kallað eftir því áður. Ekki bara útaf ástandi vegna hvalveiða heldur líka stöðunni í efnahagsmálum, framkomu við flóttafólk og ýmislegt annað sem þingið þarf að ræða sem allra fyrst.“ Stjórnarandstaðan fór fram á það í sumar að þing yrði kallað saman vegna ýmissa mála sem hún taldi þurfa að ræða á þeim vettvangi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varð ekki við þeirri kröfu en annað hvort þarf forsætisráðherra að kalla þingið saman eða meirihluti þess að krefjast þingfundar. „Ríkisstjórnin hefur engan áhuga á því að kalla þing saman. Það er alveg skýrt að þau vilja komast hjá því eins lengi og mögulegt er. Þannig að ég tel mjög litlar líkur á að það beri árangur.“
Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Sjávarútvegur Tengdar fréttir True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. 1. september 2023 12:00 Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira
True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58
Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. 1. september 2023 12:00
Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08