Mótmælin síðasta úrræði til að koma í veg fyrir veiðar Lovísa Arnardóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 4. september 2023 09:01 Micah segir Anahitu ekki vera með vatn eða mat og að hann óttist öryggi hennar um borð í hvalveiðiskipinu. Vísir/Vilhelm Kvikmyndagerðarmaðurinn og hvalveiði-mótmælandinn Micah Garen segir það síðasta úrræði Anahitu Babaei að fara um borð í hvalveiðiskipið til að koma í veg fyrir að Kristján Loftsson haldi til hvalveiða í dag. Micah hefur verið við hvalveiðiskip Hvals hf. síðan í nótt og fylgdist með Anahitu Babaei, öðrum mótmælandanum, klifra upp í mastur skipsins. „Lögreglan og slökkvilið voru mætt frekar fljótt og slökkviliðið fór strax upp í körfu til hennar. Ég gat aðeins horft héðan af höfninni en mér skilst að þeir hafi reynt að toga hana niður. Þau tóku af henni töskuna og símann,“ segir Micah og að hans mati hafi slökkviliðið verið mjög aðgangshart í aðgerðum sínum. Sérstaklega með tilliti til þess að mótmælin eru ekki ofbeldisfull og að ekkert sé búið að skemma í skipinu. „Ég var hissa að sjá þetta. En svo fóru þeir,“ segir Micah. Kristján Loftsson heldur líklega til veiða í dag nú þegar veður er orðið betra en Micah á þó ekki von á því að Anahita og Eliza, hinn mótmælandinn, komi niður af fúsum og frjálsum vilja. „Miðað við það sem ég veit er þetta síðasta úrræði Anahita,“ segir Micah. Viðkvæmt mál Spurður hvort að hún sé með mat tekur hann sé langa stund til að svara og á augljóslega erfitt með það vegna tilfinninga sinna. „Þetta er viðkvæmt af tveimur ástæðum. Önnur er sú að langreyðar sem eru í útrýmingarhættu eiga nú í hættu að vera veiddir og hin er sú að hér er einstaklingur að setja sig í mikla hættu til að reyna að koma viti fyrir fólk. Það vill enginn gera þetta svona. Hún vill það ekki en þetta er hennar síðasta úrræði. Af hverju þarf hún að gera þetta?“ spyr hann og segist óttast um öryggi hennar. Spurður hvort að hann telji þessa aðgerð munu hafa raunveruleg áhrif segir Micah vonast til þess. Hann segir allan heiminn fylgjast með og að það sé brjálæði að einn maður fái að veiða þegar svo margt segi að það ætti ekki að gera það. „Ég held að við þurfum öll að draga djúpt andann og skilja að þessar fallegu verur, langreyðarnar, þurfa á vernd að halda. Við ættum að gera allt sem í valdi okkar stendur til að tryggja það öryggi.“ Hvalveiðar Hvalir Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Tengdar fréttir „Manneskjan sem þeir eiga að vera að stöðva er Kristján Loftsson“ „Við erum hér því að þrátt fyrir mótmæli út um allan heim og þrátt fyrir að meirihluti Íslendinga vilji binda enda á hvalveiðar ákvað Svandís að lyfta hvalveiðibanninu og leyfa Loftssyni að veiða yfir 200 hvali. 4. september 2023 08:03 Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. 4. september 2023 06:39 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Micah hefur verið við hvalveiðiskip Hvals hf. síðan í nótt og fylgdist með Anahitu Babaei, öðrum mótmælandanum, klifra upp í mastur skipsins. „Lögreglan og slökkvilið voru mætt frekar fljótt og slökkviliðið fór strax upp í körfu til hennar. Ég gat aðeins horft héðan af höfninni en mér skilst að þeir hafi reynt að toga hana niður. Þau tóku af henni töskuna og símann,“ segir Micah og að hans mati hafi slökkviliðið verið mjög aðgangshart í aðgerðum sínum. Sérstaklega með tilliti til þess að mótmælin eru ekki ofbeldisfull og að ekkert sé búið að skemma í skipinu. „Ég var hissa að sjá þetta. En svo fóru þeir,“ segir Micah. Kristján Loftsson heldur líklega til veiða í dag nú þegar veður er orðið betra en Micah á þó ekki von á því að Anahita og Eliza, hinn mótmælandinn, komi niður af fúsum og frjálsum vilja. „Miðað við það sem ég veit er þetta síðasta úrræði Anahita,“ segir Micah. Viðkvæmt mál Spurður hvort að hún sé með mat tekur hann sé langa stund til að svara og á augljóslega erfitt með það vegna tilfinninga sinna. „Þetta er viðkvæmt af tveimur ástæðum. Önnur er sú að langreyðar sem eru í útrýmingarhættu eiga nú í hættu að vera veiddir og hin er sú að hér er einstaklingur að setja sig í mikla hættu til að reyna að koma viti fyrir fólk. Það vill enginn gera þetta svona. Hún vill það ekki en þetta er hennar síðasta úrræði. Af hverju þarf hún að gera þetta?“ spyr hann og segist óttast um öryggi hennar. Spurður hvort að hann telji þessa aðgerð munu hafa raunveruleg áhrif segir Micah vonast til þess. Hann segir allan heiminn fylgjast með og að það sé brjálæði að einn maður fái að veiða þegar svo margt segi að það ætti ekki að gera það. „Ég held að við þurfum öll að draga djúpt andann og skilja að þessar fallegu verur, langreyðarnar, þurfa á vernd að halda. Við ættum að gera allt sem í valdi okkar stendur til að tryggja það öryggi.“
Hvalveiðar Hvalir Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Tengdar fréttir „Manneskjan sem þeir eiga að vera að stöðva er Kristján Loftsson“ „Við erum hér því að þrátt fyrir mótmæli út um allan heim og þrátt fyrir að meirihluti Íslendinga vilji binda enda á hvalveiðar ákvað Svandís að lyfta hvalveiðibanninu og leyfa Loftssyni að veiða yfir 200 hvali. 4. september 2023 08:03 Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. 4. september 2023 06:39 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
„Manneskjan sem þeir eiga að vera að stöðva er Kristján Loftsson“ „Við erum hér því að þrátt fyrir mótmæli út um allan heim og þrátt fyrir að meirihluti Íslendinga vilji binda enda á hvalveiðar ákvað Svandís að lyfta hvalveiðibanninu og leyfa Loftssyni að veiða yfir 200 hvali. 4. september 2023 08:03
Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. 4. september 2023 06:39
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent