Slæmir stjórnendur slátra gagnsæi Sigurður Ragnarsson skrifar 4. september 2023 11:30 Undanfarið hef ég lesið margar góðar bækur á sviði stjórnunar og forystu, eins og „The Trillion Dollar Coach“ um Bill Campbell, „The Subtle Art of Not Giving a f*ck“, „Winning" eftir Jack Welch“, „The Ride of a Lifetime“ eftir Robert Iger, forstjóra Disney, og „No Rules Rules: Netflix and the Culture of Reinvention.“ Margt kemur upp í hugann eftir lesturinn en eitt stendur þó upp úr og það er mikilvægi gagnsæis (e. transparency) í vinnunni, og auðvitað í lífinu almennt. Gagnsæi vísar m.a. til opinna, hreinskilinna og heiðarlegra samskipta á meðal alls starfsfólks þar sem víðsýni og tillitsemi er í hávegum höfð ásamt því að hafa hugrekki til að tjá sig. Það er auðvelt að gera ráð fyrir því að við séum tilbúin að tjá okkur opinskátt og vera óhrædd að viðra skoðanir okkar, þar á meðal að hafa hugrekki til að vera ósammála. En hugsaðu um núverandi vinnustað þinn eða þau störf sem þú hefur gegnt. Er eða var fólk hvatt til að vera opið og hreinskilið og leggja sitt af mörkum með því að opinbera ólíkar hugmyndir sínar og mismunandi skoðanir? Mig grunar að svarið sé ,,Nei... því miður." Þá spyr ég: Hvers vegna ekki? Ýmsir framúrskarandi stjórnendur, sérfræðingar ásamt fræðifólki leggja áherslu á mikilvægi gagnsæis og telja það vera eina af meginstoðunum fyrir langtíma velgengni, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ástæðan er sú að gagnsæi skapar t.d. traust, leiðir til betri ákvörðunartöku, hefur jákvæð áhrif á teymisvinnu sem og virkni starfsfólks, sköpun, hamingju o.s.frv. Það má segja að gagnsæi sé lykilþáttur í að byggja upp og viðhalda jákvæðri og heilbrigðri vinnustaðamenningu. Þetta snýst í raun um að veita faglega forystu. Eða ætti ég að segja að hjá slæmum stjórnendum snýst þetta um skort á faglegri forystu? Einstaklingar sem veita forystu, hvort sem um er að ræða forstjóra, framkvæmdastjóra, deildarstjóra eða hvað við köllum þennan einstakling á að vera fyrirmynd og leiðtogi. En það undarlega er að margir sem gegna þessum hlutverkum koma í veg fyrir gagnsæi eða hreinlega drepa það niður. Þessir einstaklingar halda að þeir hafi yfirleitt eða alltaf bestu hugmyndirnar og að þeir eigi að ákveða hvað sé skynsamlegast að gera. Þegar þetta er viðhorfið, hvers vegna að hlusta á aðra? En hvernig veistu hvort að þú hafir svona stjórnanda eða stjórnendur? Líklega þarf ég ekki að útskýra því það fer ekki á milli mála, en ég ætla að leyfa mér að koma með nokkur dæmi: Slæmir stjórnendur bregðast t.d. við hugmyndum annarra með eftirfarandi hætti: ,,Við höfum ekki tíma fyrir þetta, við gerum þetta eins og við höfum gert áður. Mér finnst það hafa virkað vel og af hverju að breyta?" Slæmir stjórnendur leita ekki eftir eða biðja um skoðanir eða hugmyndir annarra heldur segja fólki frekar hvað það á að gera: „Gerðu þetta...“ eða „gerðu eins og ég segi þér...“ Jafnvel þótt slæmir stjórnendur segist óska eftir skoðunum hlusta þeir ekki og segja fólki hvað það á að gera. Það versta er að sumir slæmir stjórnendur refsa fólki sem tjáir skoðanir sínar og hugmyndir, sérstaklega ef það er ekki í samræmi við skoðanir stjórnendanna sjálfra. Hverjar eru afleiðingarnar? Það má segja að það slokkni á starfsfólki því auðvitað veldur þetta vanlíðan og margir yfirgefa fyrirtækið eins fljótt og hægt er, sem kemur auðvitað ekki á óvart. Við þurfum að leggja áherslu á og verðlauna gagnsæi og viðhalda heilbrigðri vinnustaðamenningu þar sem fólk getur og er hvatt til að tjá mismunandi skoðanir sínar og hugmyndir. Hins vegar, ef slæmur stjórnandi eða ef slæmir stjórnendur eru alls ráðandi í fyrirtækinu þá er mjög ólíklegt að þar ríki gagnsæi. Í þessu samhengi hugsa ég oft til félaga míns Ben Lichtenwalner hjá „Modern Servant Leader“ sem heldur því fram að í mörgum tilfellum þurfum við að bjarga fyrirtækjum okkar frá slæmum stjórnendum! Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og Heartstyles forystuþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hef ég lesið margar góðar bækur á sviði stjórnunar og forystu, eins og „The Trillion Dollar Coach“ um Bill Campbell, „The Subtle Art of Not Giving a f*ck“, „Winning" eftir Jack Welch“, „The Ride of a Lifetime“ eftir Robert Iger, forstjóra Disney, og „No Rules Rules: Netflix and the Culture of Reinvention.“ Margt kemur upp í hugann eftir lesturinn en eitt stendur þó upp úr og það er mikilvægi gagnsæis (e. transparency) í vinnunni, og auðvitað í lífinu almennt. Gagnsæi vísar m.a. til opinna, hreinskilinna og heiðarlegra samskipta á meðal alls starfsfólks þar sem víðsýni og tillitsemi er í hávegum höfð ásamt því að hafa hugrekki til að tjá sig. Það er auðvelt að gera ráð fyrir því að við séum tilbúin að tjá okkur opinskátt og vera óhrædd að viðra skoðanir okkar, þar á meðal að hafa hugrekki til að vera ósammála. En hugsaðu um núverandi vinnustað þinn eða þau störf sem þú hefur gegnt. Er eða var fólk hvatt til að vera opið og hreinskilið og leggja sitt af mörkum með því að opinbera ólíkar hugmyndir sínar og mismunandi skoðanir? Mig grunar að svarið sé ,,Nei... því miður." Þá spyr ég: Hvers vegna ekki? Ýmsir framúrskarandi stjórnendur, sérfræðingar ásamt fræðifólki leggja áherslu á mikilvægi gagnsæis og telja það vera eina af meginstoðunum fyrir langtíma velgengni, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ástæðan er sú að gagnsæi skapar t.d. traust, leiðir til betri ákvörðunartöku, hefur jákvæð áhrif á teymisvinnu sem og virkni starfsfólks, sköpun, hamingju o.s.frv. Það má segja að gagnsæi sé lykilþáttur í að byggja upp og viðhalda jákvæðri og heilbrigðri vinnustaðamenningu. Þetta snýst í raun um að veita faglega forystu. Eða ætti ég að segja að hjá slæmum stjórnendum snýst þetta um skort á faglegri forystu? Einstaklingar sem veita forystu, hvort sem um er að ræða forstjóra, framkvæmdastjóra, deildarstjóra eða hvað við köllum þennan einstakling á að vera fyrirmynd og leiðtogi. En það undarlega er að margir sem gegna þessum hlutverkum koma í veg fyrir gagnsæi eða hreinlega drepa það niður. Þessir einstaklingar halda að þeir hafi yfirleitt eða alltaf bestu hugmyndirnar og að þeir eigi að ákveða hvað sé skynsamlegast að gera. Þegar þetta er viðhorfið, hvers vegna að hlusta á aðra? En hvernig veistu hvort að þú hafir svona stjórnanda eða stjórnendur? Líklega þarf ég ekki að útskýra því það fer ekki á milli mála, en ég ætla að leyfa mér að koma með nokkur dæmi: Slæmir stjórnendur bregðast t.d. við hugmyndum annarra með eftirfarandi hætti: ,,Við höfum ekki tíma fyrir þetta, við gerum þetta eins og við höfum gert áður. Mér finnst það hafa virkað vel og af hverju að breyta?" Slæmir stjórnendur leita ekki eftir eða biðja um skoðanir eða hugmyndir annarra heldur segja fólki frekar hvað það á að gera: „Gerðu þetta...“ eða „gerðu eins og ég segi þér...“ Jafnvel þótt slæmir stjórnendur segist óska eftir skoðunum hlusta þeir ekki og segja fólki hvað það á að gera. Það versta er að sumir slæmir stjórnendur refsa fólki sem tjáir skoðanir sínar og hugmyndir, sérstaklega ef það er ekki í samræmi við skoðanir stjórnendanna sjálfra. Hverjar eru afleiðingarnar? Það má segja að það slokkni á starfsfólki því auðvitað veldur þetta vanlíðan og margir yfirgefa fyrirtækið eins fljótt og hægt er, sem kemur auðvitað ekki á óvart. Við þurfum að leggja áherslu á og verðlauna gagnsæi og viðhalda heilbrigðri vinnustaðamenningu þar sem fólk getur og er hvatt til að tjá mismunandi skoðanir sínar og hugmyndir. Hins vegar, ef slæmur stjórnandi eða ef slæmir stjórnendur eru alls ráðandi í fyrirtækinu þá er mjög ólíklegt að þar ríki gagnsæi. Í þessu samhengi hugsa ég oft til félaga míns Ben Lichtenwalner hjá „Modern Servant Leader“ sem heldur því fram að í mörgum tilfellum þurfum við að bjarga fyrirtækjum okkar frá slæmum stjórnendum! Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og Heartstyles forystuþjálfari.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun