Viðskipti innlent

Ragnar Sigurður til Við­skipta­ráðs

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnar Sigurður Kristjánsson.
Ragnar Sigurður Kristjánsson. Viðskiptaráð

Ragnar Sigurður Kristjánsson hefur verið ráðinn sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs.

Í tilkynningu segir að Ragnar sé með BS próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og hafi lokið meistaraprófi í alþjóða- og stjórnmálahagfræði frá Nanyang tækniháskólanum í Singapúr árið 2022. 

„Undanfarið hefur hann starfað sem fulltrúi í upplýsingadeild utanríkisráðuneytisins og kom þar meðal annars að undirbúningi Reykjavíkurfundar leiðtoga Evrópuráðsins. Áður var Ragnar starfsnemi á aðalræðisskrifstofu Íslands í New York auk þess að starfa fyrir Minjastofnun og Upplýsingamiðstöð Djúpavogs.

Starf Ragnars Sigurðar hjá Viðskiptaráði mun fyrst og fremst snúa að málefnastarfi og útgáfu ráðsins, svo sem hagfræðilegum greiningum, skýrslugerð og öðrum skrifum auk þátttöku í öðrum verkefnum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×